Dagur ákveðinn í að bjóða sig aftur fram

Dagur B. Eggertsson ætlar að bjóða sig aftur fram í kosningunum á næsta ári og segist óhræddur við að leggja störf sín í dóm kjósenda.

Dagur B. Eggertsson tók við borgarstjórastólnum af Jóni Gnarr sumarið 2014.
Dagur B. Eggertsson tók við borgarstjórastólnum af Jóni Gnarr sumarið 2014.
Auglýsing

Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík, seg­ist ákveð­inn í að bjóða sig fram aftur í kosn­ing­unum á næsta ári og að hann leggi óhræddur störf sín í dóm kjós­enda. „Starfið er áhuga­vert og fjöl­breytt og maður fær tæki­færi til að hafa áhrif á mótun sam­fé­lags­ins. Ég horfi til þess að við höldum áfram að búa til græna borg sem leggur áherslu á lífs­gæði, mann­líf og fjöl­breytt atvinnu­tæki­færi.“ Þetta kemur fram í Frétta­blað­inu í dag.

Hann segir geysi­legan metnað og fram­þróun í atvinnu­lífi Reyk­vík­inga, skól­um, vel­ferð­ar­þjón­ust­unni og hvert sem litið sé. Það séu for­rétt­indi að fá inn­sýn í það og taka þátt í því. „Um­ræðan getur verið nei­kvæð á net­inu en veru­leik­inn tekur henni langt fram og fram­úr­skar­andi mót­tökur sem ég fæ um alla borg hjá Reyk­vík­ingum hvetja mig áfram á hverjum deg­i.“

Í við­tal­inu segir Dagur frá því að fyr­ir­mynd hans í emb­ætti sé Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir. Hún hafi orðið þess vald­andi að hann fór í póli­tík. „Eitt af því sem hún og Reykja­vík­ur­list­inn gerðu að lyk­il­máli í póli­tík, og sem íhaldskar­lar hlógu að árum sam­an, voru jafn­rétt­is­mál, leik­skóla­mál og bar­átta gegn ofbeldi. Það þurfti konur til að breyta þeim málum fyrir alvöru og það er arfur Kvenna­list­ans sem við búum ennþá að. Borg­ar­búar studdu við þessar áherslur og mér finnst mik­il­vægt að halda þeim á loft­i.“ Hann segir þó að brúa þurfi bil á milli fæð­ing­ar­or­lofs og leik­skóla. Dag­vist­un­ar­mál séu miklu meira jafn­rétt­is­mál en flestir átti sig á. „Það er okkar sveit­ar­fé­lag­anna að tryggja örugga og góða dag­vist­un. Það sama á við um fæð­ing­ar­or­lofið sem þarf að lengja í tólf mán­uði á næstu árum og þarna á milli þarf að brúa bil­ið.“

Auglýsing

Upp­bygg­ing íbúða stærsta kosn­inga­lof­orðið síð­ast

Dagur var í við­tali í Kjarn­anum fyrir nákvæm­lega þremur árum síð­an, þann 19. júní 2014. Hann var þá nýtek­inn við sem borg­ar­stjóri Reykja­víkur af Jón Gnarr. Dagur hafði reyndar náð að vera slíkur í 100 daga frá haustinu 2007 og fram í jan­úar 2008, á einu storma­samasta tíma­bili í sögu borg­ar­inn­ar.

Meiri­hlut­inn sem Dagur leiðir er sam­an­settur af Sam­fylk­ingu, Bjartri fram­tíð, Vinstri grænum og Píröt­um. Nýleg könnun Við­skipta­blaðs­ins sýndi að hann myndi ekki verða í neinum vand­ræðum með að halda ef kosið væri í dag. Saman mæl­ast flokk­arnir með 61,4 pró­sent fylgi en fengu 61,7 pró­sent í kosn­ing­unum 2014. Valda­hlut­föll innan meiri­hlut­ans myndu þó eitt­hvað breyt­ast. Sam­fylk­ing­in, flokkur Dags, fara úr 31,9 pró­sent fylgi í 22,3 pró­sent fylgi.

Stærsta kosn­inga­lof­orð Sam­fylk­ing­ar­innar í aðdrag­anda síð­ustu kosn­inga var að byggja 2.500-3.000  leigu- og búsetu­réttar­í­búðir í höf­uð­borg­inni. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vefnum Íbúða­upp­bygg­ing.is á að tryggja fram­gang slíkrar upp­bygg­ingar fyrir vorið 2019. Af þeim eru 1.300 fyr­ir­hug­aðar á næsta ári, á kosn­inga­ár­inu, og 1.400 á árinu 2019.  

Meira úr sama flokkiInnlent