#stjórnmál

Dagur ákveðinn í að bjóða sig aftur fram

Dagur B. Eggertsson ætlar að bjóða sig aftur fram í kosningunum á næsta ári og segist óhræddur við að leggja störf sín í dóm kjósenda.

Dagur B. Eggertsson tók við borgarstjórastólnum af Jóni Gnarr sumarið 2014.
Dagur B. Eggertsson tók við borgarstjórastólnum af Jóni Gnarr sumarið 2014.

Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík, seg­ist ákveð­inn í að bjóða sig fram aftur í kosn­ing­unum á næsta ári og að hann leggi óhræddur störf sín í dóm kjós­enda. „Starfið er áhuga­vert og fjöl­breytt og maður fær tæki­færi til að hafa áhrif á mótun sam­fé­lags­ins. Ég horfi til þess að við höldum áfram að búa til græna borg sem leggur áherslu á lífs­gæði, mann­líf og fjöl­breytt atvinnu­tæki­færi.“ Þetta kemur fram í Frétta­blað­inu í dag.

Hann segir geysi­legan metnað og fram­þróun í atvinnu­lífi Reyk­vík­inga, skól­um, vel­ferð­ar­þjón­ust­unni og hvert sem litið sé. Það séu for­rétt­indi að fá inn­sýn í það og taka þátt í því. „Um­ræðan getur verið nei­kvæð á net­inu en veru­leik­inn tekur henni langt fram og fram­úr­skar­andi mót­tökur sem ég fæ um alla borg hjá Reyk­vík­ingum hvetja mig áfram á hverjum deg­i.“

Í við­tal­inu segir Dagur frá því að fyr­ir­mynd hans í emb­ætti sé Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir. Hún hafi orðið þess vald­andi að hann fór í póli­tík. „Eitt af því sem hún og Reykja­vík­ur­list­inn gerðu að lyk­il­máli í póli­tík, og sem íhaldskar­lar hlógu að árum sam­an, voru jafn­rétt­is­mál, leik­skóla­mál og bar­átta gegn ofbeldi. Það þurfti konur til að breyta þeim málum fyrir alvöru og það er arfur Kvenna­list­ans sem við búum ennþá að. Borg­ar­búar studdu við þessar áherslur og mér finnst mik­il­vægt að halda þeim á loft­i.“ Hann segir þó að brúa þurfi bil á milli fæð­ing­ar­or­lofs og leik­skóla. Dag­vist­un­ar­mál séu miklu meira jafn­rétt­is­mál en flestir átti sig á. „Það er okkar sveit­ar­fé­lag­anna að tryggja örugga og góða dag­vist­un. Það sama á við um fæð­ing­ar­or­lofið sem þarf að lengja í tólf mán­uði á næstu árum og þarna á milli þarf að brúa bil­ið.“

Auglýsing

Upp­bygg­ing íbúða stærsta kosn­inga­lof­orðið síð­ast

Dagur var í við­tali í Kjarn­anum fyrir nákvæm­lega þremur árum síð­an, þann 19. júní 2014. Hann var þá nýtek­inn við sem borg­ar­stjóri Reykja­víkur af Jón Gnarr. Dagur hafði reyndar náð að vera slíkur í 100 daga frá haustinu 2007 og fram í jan­úar 2008, á einu storma­samasta tíma­bili í sögu borg­ar­inn­ar.

Meiri­hlut­inn sem Dagur leiðir er sam­an­settur af Sam­fylk­ingu, Bjartri fram­tíð, Vinstri grænum og Píröt­um. Nýleg könnun Við­skipta­blaðs­ins sýndi að hann myndi ekki verða í neinum vand­ræðum með að halda ef kosið væri í dag. Saman mæl­ast flokk­arnir með 61,4 pró­sent fylgi en fengu 61,7 pró­sent í kosn­ing­unum 2014. Valda­hlut­föll innan meiri­hlut­ans myndu þó eitt­hvað breyt­ast. Sam­fylk­ing­in, flokkur Dags, fara úr 31,9 pró­sent fylgi í 22,3 pró­sent fylgi.

Stærsta kosn­inga­lof­orð Sam­fylk­ing­ar­innar í aðdrag­anda síð­ustu kosn­inga var að byggja 2.500-3.000  leigu- og búsetu­réttar­í­búðir í höf­uð­borg­inni. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vefnum Íbúða­upp­bygg­ing.is á að tryggja fram­gang slíkrar upp­bygg­ingar fyrir vorið 2019. Af þeim eru 1.300 fyr­ir­hug­aðar á næsta ári, á kosn­inga­ár­inu, og 1.400 á árinu 2019.  

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Öðruvísi húðflúrstofa ætlar að flúra fólk með sjálfsofnæmi án endurgjalds
Emilia Dungal vinnur að hópfjármögnun í gegnum Karolina Fund til að opna húðflúrstofu. Hún ætlar að flúra fólk með sjálfsofnæmissjúkdóma án endurgjalds og gefa þeim sem vilja hylja erfið gömul húðflúr góðan afslátt.
24. júní 2017
Klíkuskapur í atvinnulífinu á Íslandi
Líklegt er að klíkuskapur ríki í valdamiklum stöðum úr viðskipta- og atvinnulífinu hér á landi, samkvæmt nýbirtri grein í tímaritinu Stjórnmál og Stjórnsýsla.
24. júní 2017
Þorsteinn Pálsson.
Grein Þorsteins á Kjarnanum gagnrýnd í veiðigjaldanefnd
Þrír fulltrúar í nefnd sem á að tryggja sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni hafa bókað harða gagnrýni á formann hennar. Ástæða bókunarinnar er grein sem hann skrifaði á Kjarnann.
24. júní 2017
„Meiri tortryggni og reiði innan Sjálfstæðisflokksins en ég átti von á“
Benedikt Jóhannesson hefur verið fjármála- og efnahagsráðherra í fimm mánuði. Hann segir að Bjarni Benediktsson hafi ekki lokað á markaðsleið í sjávarútvegi í stjórnarmyndunarviðræðum og að krónan sé alvarlegasta viðfangsefni ríkisstjórnarinnar.
24. júní 2017
IKEA hendir tæplega 43.000 tonnum af mat á hverju ári.
43 þúsund tonn af mat fara í ruslið frá IKEA
IKEA hyggist ætla að taka á matarsóun frá veitingastöðum verslananna. Á ári hverju fara 43.000 tonn af mat í ruslið frá IKEA.
24. júní 2017
Fréttastofan Bloomberg segir hugsanlegt að FL Group hafi verið styrkt af rússneskum óligörkum.
Ráðleggur dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að rannsaka FL Group
Í nýrri grein sem birtist á Bloomberg- fréttasíðunni var sagt frá því að grunur leiki á um að FL group hafi verið milliliður í fjártengslum Donald Trump við rússneska auðjöfra.
23. júní 2017
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands
Ekki búist við endalokum reiðufjár
Hugmyndir fjármálaráðuneytisins um minnkun seðla í umferð og rafvæðingu gjaldeyris hafa áður komið fram á Indlandi og í Svíþjóð. Ekki er hins vegar búist við því að endalok reiðufjár muni líta dagsins ljós á Íslandi á næstunni.
23. júní 2017
Formaður Lögmannafélagsins: „Ráðherra mistókst“
Reimar Pétursson hrl. segir Alþingi hafa skort skilning á ýmsu því sem til álita kom við skipan 15 dómara við Landsrétt.
23. júní 2017
Meira úr sama flokkiInnlent