Gísli J. Friðjónsson, fyrrverandi forstjóri Hópbíla, er skattakóngur Íslands. Gísli og aðilar tengdir honum seldu rútufyrirtækið á síðasta ári til framtakssjóðsins Horns III.
Hann greiddi 570,5 milljónir króna í opinber gjöld í fyrra. Í öðru sæti á listanum er Einar Friðrik Sigurðsson, sem býr í Ölfusi og greiddi 383,9 milljónir króna í opinber gjöld. Hann var eigandi útgerðarfélagsins Auðbjargar sem Skinney-Þinganes keypti árið 2015. Í því þriðja Katrín Þorvaldsdóttir frá Reykjavík, sem borgaði 362,7 milljónir króna í skatta og gjöld.
Guðmundur Kristjánsson, oftast kenndur við sjávarútvegsfyrirtæki sitt Brim, var í fjórða sæti listans en hann greiddi 231,6 milljónir króna í opinber gjöld á árinu 2016.
20 hæstu skattgreiðendur
Nafn | Staður | Skattfjárhæð | |
---|---|---|---|
1 | Gísli J Friðjónsson | Kópavogi | 570.452.598 kr. |
2 | Einar Friðrik Sigurðsson | Ölfusi | 383.896.974 kr. |
3 | Katrín Þorvaldsdóttir | Reykjavík | 362.695.100 kr. |
4 | Guðmundur Kristjánsson | Seltjarnarnesi | 231.625.960 kr. |
5 | Ármann Einarsson | Ölfusi | 159.112.908 kr. |
6 | Marta Árnadóttir | Reykjavík | 149.020.216 kr. |
7 | Grímur Alfreð Garðarsson | Reykjavík | 148.923.231 kr. |
8 | Kristján V Vilhelmsson | Akureyri | 143.377.822 kr. |
9 | Guðrún Birna Leifsdóttir | Vestmannaeyjum | 139.515.059 kr. |
10 | Valur Ragnarsson | Reykjavík | 135.389.186 kr. |
11 | Brynjólfur Gunnar Halldórsson | Seltjarnarnesi | 127.831.300 kr. |
12 | Ársæll Hafsteinsson | Flóahreppi | 126.891.787 kr. |
13 | Kristinn Már Gunnarsson | Reykjavík | 120.233.253 kr. |
14 | Jón Sigurðsson | Garðabæ | 116.740.909 kr. |
15 | Ari Fenger | Garðabæ | 115.030.402 kr. |
16 | Benedikt Rúnar Steingrímsson | Dalabyggð | 112.971.635 kr. |
17 | Magnús Jóhannsson | Hafnarfirði | 110.108.149 kr. |
18 | Vilhelm Róbert Wessman | Reykjavík | 107.513.728 kr. |
19 | Kristín Fenger Vermundsdóttir | Reykjavík | 107.373.232 kr. |
20 | Árni Pétur Jónsson | Reykjavík | 99.246.014kr. |