Fjögurra milljarða sjóður sem fjárfestir í íslenskri nýsköpun

Fjárfestingasjóðurinn Crowberry Capital hefur formlega hafið starfsemi.

Crowberry
Auglýsing

Crowberry I slhf​ sjóð­ur­inn hefur form­lega verið stofn­að­ur, og er stærð hans um fjórir millj­arðar króna. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu en sjóð­ur­inn var form­lega stofn­aður 7. júlí.

Crowberry I slhf er sam­lags­hluta­fé­lag sem mun fjár­festa í ungum tækni- og þekk­ing­ar­fyr­ir­tækj­um. Crowberry mun kaupa hlutafé í ein­staka fyr­ir­tækjum og eiga hlut­inn í allt að 10 ár. Sjóð­ur­inn mun kaupa hluta­bréf í allt að 15 nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum á næstu árum og er stærð sjóðs­ins 4 millj­arðar við fyrstu lokum að því er kemur fram í til­kynn­ingu.

Fjár­festar í Crowberry I slhf eru líf­eyr­is­sjóðir (80 pró­sent) og einka­fjár­festar (20 pró­sent). Rekstr­ar­fé­lag­ið, Crowberry Capi­tal GP ehf​, sem er stofnað af þremur fyrrum starfs­mönnum Nýsköp­un­ar­sjóðs atvinnu­lífs­ins, þeim Helgu Val­fells, Heklu Arn­ar­dóttur og Jennýju Ruth Hrafns­dótt­ur, mun sjá um rekstur Crowberry I slhf. Helga, Hekla og Jenný hafa allar víð­tæka reynslu í rekstri og fjár­fest­ingum í nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum og mun sú þekk­ing nýt­ast sjóðnum vel. Starfs­menn Crowberry Capi­tal GP munu vera virkir fjár­fest­ar, taka sæti í stjórnum þeirra fyr­ir­tækja sem fjár­fest er í og vinna með þeim að sækja á alþjóða­mark­aði.

Auglýsing

„Við höfum unnið að und­ir­bún­ingi þessa sjóðs frá því í des­em­ber 2016 og við erum þakk­látar því trausti sem fjár­festar í Crowberry I slhf sína okk­ur. Við munum leggja okkur fram við að skila fjár­festum góðum hagn­aði. Það hafa jafn­framt margir úr atvinnu­líf­inu hvatt okkur áfram og kunnum við þeim miklar þakkir,” segir Helga Val­fells í til­kynn­ingu.

Þær Helga, Hekla og Jenný Ruth segj­ast hlakka til þess að fjár­festa í íslensku hug­viti. „Við hlökkum til að skapa verð­mæti og taka þátt í upp­bygg­ingu á fyr­ir­tækjum fram­tíð­ar­innar með því að fjár­festa í íslensku hug­viti. Það er von okkar að Íslend­ingar verði ekki aðeins neyt­endur á tækni heldur að þau taki þátt í að skapa tækni fram­tíð­ar­inn­ar,” segir Jenny Ruth Hrafns­dótt­ir. „Það er gef­andi að taka þátt í því að búa til arð­bær fyr­ir­tæki sem byggja á tækni og þekk­ingu og skapa fram­tíð­ar­at­vinnu­vegi. Sam­vinna frum­kvöðla og fjár­festa er mik­il­væg til að árangur náist og þá getur líka ávinn­ing­ur­inn orðið mik­ill fyrir alla, ekki síst fyrir sam­fé­lagið allt,” segir Hekla.

● Crowberry Capi­tal er 7 til 10 ára nýsköp­un­ar­sjóð­ur 

● Sjóð­ur­inn mun kaupa hluta­bréf í allt að 15 nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum á næstu árum ● Stærð sjóðs­ins er 4 millj­arðar við fyrstu lok­un 

● Líf­eyr­is­sjóðir og einka­fjár­festar eru bak­hjarlar sjóðs­ins 

● Mörg tæki­færi í gras­rót nýsköp­un­ar 

● Áhersla á tækni­fyr­ir­tæki, t.d. mat­væla­tækni, heil­brigð­is­tækni, orku­tækni, fjár­mála­tækn­i, ­tölvu­leiki og hug­búnað til fyr­ir­tækja.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent