Vísitala neysluverðs miðað við verðlag í júní lækkar um 0,02% í júlí frá fyrri mánuði. Án húsnæðis er lækkunin þó meiri, eða 0,57% frá fyrri mánuði. Þetta kemur fram á vef Hagstofu í dag.
Stærsti áhrifavaldur vísitölulækkunarinnar var skó- og fataverð, en það lækkaði um 11% á tímabilinu. Á móti vóg svo kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði, sem hækkaði um 1,7%, og flugfargjöld til útlanda, sem hækkuðu um 20,3%.
Auglýsing
Síðustu tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,8% en vísitalan án húsnæðis hefur lækkað um 3,1%.
Niðurstöðu Hagstofu eru svipaðar spám greiningadeildar Arion banka fyrr í mánuðinum, en hún spáði einnig lækkun vísitölu neysluverðs í júlí vegna lægra verðs á fötum og skóm.
Breytingar á vísitölu neysluverðs síðustu mánuði
Tölur fengnar frá Hagstofu
Tímabil | Mánaðarbreytingar, % | Breytingar síðustu 12 mánuði, % |
---|---|---|
Júlí 2017 | -0,0 | 1,8 |
Júní 2017 | 0,0 | 1,5 |
Maí 2017 | 0,2 | 1,7 |
Apríl 2017 | 0,5 | 1,9 |
Mars 2017 | 0,1 | 1,6 |
Febrúar 2017 | 0,7 | 1,9 |
Janúar 2017 | -0,6 | 1,9 |
Desember 2016 | 0,1 | 1,9 |
Nóvember 2016 | 0,0 | 2,1 |
Október 2016 | 0,0 | 1,8 |
September 2016 | 0,5 | 1,8 |
Ágúst 2016 | 0,3 | 0,9 |
Júlí 2016 | -0,3 | 1,1 |