Segir Sjálfstæðisflokkinn kerfisflokk sem standi á bremsunni gagnvart breytingum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að ef stjórnmálaflokkar ætli sér að breyta kerfinu sé erfitt að gera það í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Það hafi verið mistök hjá henni og Samfylkingunni að fara í samstarf við hann árið 2007.

Ingibjörg Sólrún Gísadóttir
Ingibjörg Sólrún Gísadóttir
Auglýsing



Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segir að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, sé kerf­is­flokkur sem hafi byggt upp það kerfi sem sé við lýði á Íslandi og standi á brems­unni gagn­vart breyt­ing­um. Ef stjórn­mála­flokkar ætli sér að breyta kerf­inu sé erfitt að gera það í sam­starfi við Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Þetta eigi líka að ákveðnu marki við um Fram­sókn­ar­flokk­inn, sem sé líka sá flokkur sem hafi byggt upp gild­andi kerfi. Þetta kemur fram í við­tali við Ingi­björgu Sól­rúnu Í DV í dag. Hún steig af hinu póli­tíska sviði árið 2009 og tók nýverið við starfi
fram­kvæmda­stjóra Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­stofn­unar ÖSE, ODIHR í Var­sjá.  

Ingi­björg Sól­rún segir í við­tal­inu að hún hafi kannski átt að hætta fyrr en hún gerði, en þegar hún steig af hinu póli­tíska sviði hafði hún verið þátt­tak­andi þar í 27 ár. Hún segir að fólk hafi til­hneig­ingu til að vera allt of lengi í póli­tík. Setja þurfi mörk á það hvað stjórn­mála­menn eru lengi í sömu stöð­unni. „Ég held að það geti verið var­huga­vert fyrir sam­fé­lagið að menn líti á stjórn­mál sem starfs­grein og jafn­vel sem ævi­starf. Það er ekki gott, eins og dæmin sanna.“

Hún segir það mis­tök að hafa farið í stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokki eftir kosn­ing­arnar 2007. Sú stjórn sat þegar hrun íslenska fjár­mála­kerf­is­ins átti sér stað í októ­ber 2008, og féll síðan snemma árs 2009. Ingi­björg Sól­rún segir hins vegar að það hafi verið víð­tækur stuðn­ingur við þá rík­is­stjórn, jafnt innan Sam­fylk­ing­ar­innar sem utan. „Það breytir ekki því að ég leiddi flokk­inn inn í þessa stjórn. Mín mis­tök voru þau að ég leit svo á að það breytti öllu að búið var að skipta um karl­inn í brúnni. Davíð Odds­son var far­inn og Geir Haarde kom­inn í hans stað. Geir er mjög vænn mað­ur, ég átti mjög gott sam­starf við hann og mér þykir vænt um hann.

Auglýsing

Vand­inn er sá að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er kerf­is­flokk­ur. Hann hefur byggt upp þetta kerfi, á það og er mjög tregur til að breyta því. Það liggur í eðli flokks­ins að hann stendur á brems­unni gagn­vart kerf­is­breyt­ing­um. Ef stjórn­mála­flokkar ætla sér að fara í umtals­verðar breyt­ingar á kerf­inu þá er ekki auð­velt að gera það með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Þetta á svo sem ekki bara við um Sjálf­stæð­is­flokk­inn heldur líka að ákveðnu marki við Fram­sókn­ar­flokk­inn. Hann er líka flokkur sem hefur byggt upp þetta kerf­i.“

Átt­aði sig ekki á því að fjár­mála­kerfið var komið að fótum fram

Ingi­björg Sól­rún segir í við­tal­inu við DV að þegar Sam­fylk­ingin hafi gengið inn í rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokknum árið 2007 hafi hún ekki áttað sig á því að fjár­mála­kerf­ið, sem hafði verið einka­vætt og þan­ist út í stjórn­ar­tíð Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins, væri komið að fótum fram. Þessir flokkar hefðu sett rammann utan um kerfi sem reynd­ist síðan ekki halda. „Maður getur auð­vitað verið vitur eftir á og sagt að það hafi verið ýmis teikn á lofti sem maður hefði átt að sjá. Því miður er það samt þannig að meðan allt virð­ist ganga vel, mikil umsvif eru í sam­fé­lag­inu, tekjur opin­berra aðila og ein­stak­linga eru miklar og vel­laun­uðum störfum fjölgar, þá er til­hneig­ing til að snúa blinda aug­anu að við­vör­un­ar­merkj­um. Lík­lega er yfir­vof­andi hætta sjaldan meiri en þegar allt virð­ist ganga vel. Að sumu leyti má segja að þetta sama sé að ger­ast núna. Það eru ákveðin hættu­merki sem menn verða að taka alvar­lega.“

Aðspurð um sam­band sitt við Davíð Odds­son, fyrr­ver­andi for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins, for­sæt­is­ráð­herra til margar ára og nú rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins, segir hún að hún geti alveg hitt Davíð vand­ræða­laust. „Allir hafa eitt­hvað til síns ágæt­is, það er eng­inn þannig að hann sé alslæmur eða algóð­ur. Davíð hefur marga kosti sem ein­stak­lingur en ég er óskap­lega ósam­mála honum í póli­tík. Fyrst og síð­ast er ég afskap­lega ósam­mála þeim aðferðum sem hann beitir í stjórn­mál­um. Mér þykja þær ósvífn­ar.“

Ein­ungis Ögmundur beðist afsök­unar

Ingi­björg Sól­rún var einn þeirra ráð­herra sem Alþingi kaus um hvort að ætti að draga fyrir Lands­dóm eða ekki. Á end­anum var ein­ungis meiri­hluti fyrir því að ákæra Geir H. Haarde, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra. Samt sem áður sögðu 29 þing­menn já við því að ákæra Ingi­björgu Sól­rúnu en 34 nei. Í við­tal­inu við DV er hún spurð hvort að hún sé búin að fyr­ir­gefa því fólki sem vildi ákæra hana fyrir Lands­dómi. Hún segir að málið hafi verið gríð­ar­lega sárs­auka­fullt fyrir sig og það hafi tekið mjög langan tíma að jafna sig á því. Hún hafi glímt við alvar­leg veik­indi — hafði nýlega greinst með heila­æxli og þurfti að fara í erf­iðar aðgerðir — á þessum tíma og ekki haft getu né löngun til að verj­ast þegar að henni var sótt. Hún geti hins vegar ekki dvalið við það sem ger­ist í póli­tík­inni.

Ingi­björg Sól­rún segir að ein­ungis Ögmundur Jón­as­son, fyrr­ver­andi þing­maður Vinstri grænna, hafi sett sig í sam­band við hana til að biðj­ast afsök­unar á Lands­dóms­mál­inu, en hann var á meðal þeirra 29 þing­manna sem kusu með því að ákæra Ingi­björgu Sól­rúnu. „Sjálf­sagt finnst mörgum að það sé engin ástæða til að biðj­ast afsök­unar á lands­dóms­mál­inu og gefa ekk­ert fyrir þá stað­reynd að rann­sókn­ar­nefnd Alþingis komst að þeirri nið­ur­stöðu að ég hefði ekki gerst sek um van­rækslu í starfi sem ráð­herra. Í mínum huga er það ekki létt­vægt og ýmsar grund­vall­ar­reglur rétt­ar­rík­is­ins voru ein­fald­lega brotnar í með­ferð þessa máls á Alþing­i.“

Dagur far­inn að nálg­ast það að hafa setið of lengi

Ingi­björg Sól­rún var lengi borg­ar­stjóri í Reykja­vík, sat sem slíkur í alls níu ár. Hún segir að henni lít­ist vel á sitj­andi meiri­hluta í borg­inni og að allar for­sendur séu til staðar til að halda sam­starfi þeirra áfram. Dagur B. Egg­erts­son, sitj­andi borg­ar­stjóri, sé ekki búinn að vera of lengi í póli­tík en sé sjálf­sagt far­inn að nálg­ast það að sitja of lengi í sömu stöðu. „Ég myndi setja markið við átta ár í emb­ætti eins og þessu. Ég held að fólk eigi ekki að sitja leng­ur. Ég var borg­ar­stjóri í níu ár en fann að ég var búin með erindi mitt eftir átta ár, þó að atvikin hög­uðu því þannig að ég gat ekki farið fyrr.“

Flokkur Ingi­bjargar Sól­rún­ar, Sam­fylk­ing­in, hefur ekki riðið feitum hesti frá und­an­förnum kosn­ing­um. Flokk­ur­inn sem lengi vel var með um 30 pró­sent fylgi á lands­vísu var nálægt því að þurrkast út í síð­ustu þing­kosn­ingum og náði ein­ungis þremur þing­mönnum inn. For­mað­ur­inn fyrr­ver­andi segir ekki vera í stöðu til þess að benda á hver vandi flokks­ins sé né hverjir söku­dólgarnir fyrir hnignun flokks­ins eru. Hún sé búin að vera í útlöndum í mörg ár og slíkt myndi ekki gera flokknum neitt gagn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent