Katrín: Ríkisstjórnin rekur sveltistefnu

Formaður Vinstri grænna segir eina erindi ríkisstjórnarinnar vera að viðhalda hægrisinnaðri hagsstjórn, skattastefnu og viðhorfum í ríkisrekstri. Formaðurinn gagnrýnir stjórnmálamenn harðlega sem stilla upp fátæku fólki og hælisleitendum sem andstæðingum.

Katrín jakobsdóttir á kjarnanum
Auglýsing

Eina erindi sitj­andi rík­is­stjórnar er að við­halda hægri­s­inn­aðri efna­hags­stjórn, hægri­s­inn­aðri skatta­stefnu og hægrisinn­uðum við­horfum í rík­is­rekstri þar sem áhersla er lögð á svelti­stefnu og einka­rekst­ur. Það er límið sem heldur rík­is­stjórn­inni saman og um annað er hún ósam­mála. Engar aðgerðir fylgi greinum og yfir­lýs­ingum kerf­is­breyt­inga­flokk­anna Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar þar sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn afgreiðir gagn­rýni þeirra sem „skoð­anir fólks úti í bæ.“ Þetta er meðal þess sem kom fram í ræðu Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­manns Vinstri grænna, á flokks­ráðs­fundi flokks­ins í morg­un.

Katrín sagði að kerf­is­breyt­ingar hefðu vikið hjá Við­reisn og Bjartri fram­tíð fyrir vilj­anum til valda. „Gjaldið sem þjóðin greiðir er rík­is­stjórn sem nennir ekki að vera til, nennir ekki að funda og nennir ekki að koma sér saman um neina fram­tíð­ar­sýn. Á meðan ríkir bið­staða í ýmsum mik­il­vægum mála­flokkum á tíma þar sem við ættum að vera að grípa til aðgerða í efna­hags­mál­um, tryggja und­ir­stöður vel­ferð­ar­sam­fé­lags­ins og styrkja atvinnu­lífið til að byggja sig upp með sjálf­bærum hætt­i.“

Fátæku fólki og hæl­is­leit­endum stillt upp sem and­stæð­ingum

Í ræðu sinni fjall­aði Katrín einnig um upp­gang þjóð­ern­is­sinna og nýnas­ista og sagði að bar­áttan gegn kúgun á svörtu fólki í Banda­ríkj­un­um, undir yfir­skrift­inni Svört lif skipta máli, hafi magnað upp við­brögð hvítra kyn­þátta­hat­ara eins og sjá hefði mátt í Charlottes­ville um síð­ustu helgi. „Og Banda­ríkja­for­seti reynd­ist ófær um að gagn­rýna þessa fram­göngu sem engum þarf að koma á óvart: hann var jú kos­inn meðal ann­ars með því að virkja reiði einmitt þessa hóps. Það er sorg­legt að kyn­þátta­hyggjan sem mann­kynið færði miklar fórnir til að berj­ast gegn á 20. öld­inni hefur færst í vöxt.

Auglýsing

Við höfum horft á upp­gang öfga­hreyf­inga sem ala á ótta við útlend­inga og ólíka menn­ing­ar­heima á Vest­ur­löndum und­an­farin ár. Stuðn­ingur við stjórn­mála­hreyf­ingar sem ala á þessu hefur einnig vax­ið. Þetta er þróun sem við verðum að horfast í augu við þetta og átta okkur á því hvað veld­ur. Ekki bara við sem hreyf­ing heldur allt sam­fé­lag­ið.“

Hún sagði að hér­lendis mætti sjá sömu orð­ræðu þar sem reynt hafi verið að stilla upp fátæku fólki og hæl­is­leit­endum sem and­stæð­ingum sem berj­ist um þær krónur sem eru til í kass­an­um. Sumir stjórn­mála­menn kjósi að gera mikið úr kostn­aði við að taka á móti hæl­is­leit­endum og flótta­mönnum í stað þess að ræða um ójöfn­uð­inn í sam­fé­lag­inu þar sem rík­ustu tíu pró­sentin eigi þrjá fjórðu alls auðs og rík­asta eina pró­sentið eigi um fjórð­ung. „Vax­andi mis­skipt­ing gæð­anna sprettur bein­línis af því efna­hags­kerfi og þeim póli­tísku stefnum sem hafa verið ráð­andi und­an­farna ára­tugi og nú er svo komið að sífellt fleira fólk er farið að finna fyrir því. Slíkt ástand skapar tor­tryggni og van­traust hjá almenn­ingi gagn­vart því skipu­lagi sem sam­fé­lög okkar byggja og skapar jarð­veg fyrir öfga­hreyf­ing­ar. Þessar öfga­hreyf­ingar nýta sér þetta óör­yggi og reyna að telja fólki trú um að þær geti séu betur til þess fallnar að bæta kjör almenn­ings en stjórn­mála­hreyf­ingar sem leggja áherslu á opin og frjáls lýð­ræð­is­sam­fé­lög.“

Skatt­byrði létt af rík­asta fólk­inu

Katrín fór yfir stefnu Vinstri grænna í skatta­málum og sagði að það þyrfti að þora að for­gangs­raða í þágu almenn­ings. Það hafði flokkur hennar gert með til­lögum um hóf­legan auð­legð­ar­skatt, þrepa­skiptan fjárnagnstekju­skatt, auð­linda­gjöld og hátekju­skatt. Þær til­lögur hafi hins vegar ekki fengið hljóm­grunn hjá þeim flokkum sem mynd­uðu síðar rík­is­stjórn þrátt fyrir að þær snú­ist um að  gera skatt­byrð­ina rétt­lát­ari og létta um leið sköttum af fátæk­asta fólk­inu á Íslandi eins og hægt væri. „Allar skatt­breyt­ingar síð­ustu rík­is­stjórnar mið­uðu í öfuga átt, í þá átt að létta skatt­byrð­inni af rík­asta fólk­inu og auka hana á tekju­lægri hópa, t.d. með því að hækka virð­is­auka­skatt á mat­væli.

Núver­andi rík­is­stjórn heldur upp­teknum hætti, lækkar skatta í miðri þenslu og rekur svelti­stefnu í almanna­þjón­ustu. Af hverju? Jú, þegar opin­ber þjón­usta á undir högg að sækja er auð­veld­ara að tala fyrir einka­rekstri, að færa almanna­gæðin í hendur hinna fáu sem geta hagn­ast. “



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent