Segja formann Varðar hafa brotið trúnað og ráðast að ákveðnum stjórnarmönnum

Þrír félagar í stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, hafa efasemdir um leiðtogaprófkjör. Þeir segja að formaður Varðar hafi brotið trúnað og fari ekki með rétt mál.

Valhöll, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins.
Valhöll, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Þrír félagar í stjórn Varð­ar, full­trúa­ráðs Sjálf­stæð­is­fé­lag­anna í Reykja­vík, segja að for­maður félags­ins, Gísli Kr. Björns­son, hafi brotið trúnað gegn nokkrum félögum í Verði og segja sorg­legt að verða vitni að þeim vinnu­brögðum sem hluti stjórnar full­trúa­ráðs­ins í Reykja­vík hafi stund­að. Þaðu hafi stuðlað að „tortryggni og óþarfa átökum í aðdrag­anda próf­kjörs sjálf­stæðs­manna.“ Þetta kemur fram í grein á Vísi sem félag­arnir þrí­r, Arn­dís Krist­jáns­dótt­ir, Eiríkur Ingv­ars­son og Hall­dór Ingi Páls­son, skrifa.

Kjarn­inn greindi frá því í morgun að níu for­­menn félaga Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins lýsi yfir stuðn­­ingi við til­­lögu Varð­­ar, full­­trú­a­ráðs sjálf­­stæð­is­­fé­lag­anna í Reykja­vík, um svo­­nefnda bland­aða próf­­kjörsleið fyrir fram­­boðs­lista flokks­ins í borg­inni fyrir kom­andi sveita­­stjórn­­­ar­­kosn­­ing­­ar.

Sjálf­­stæð­is­­menn í Reykja­vík geta því allir tekið þátt og haft áhrif á val á næsta leið­­toga flokks­ins í borg­inni. Upp­­still­ing­­ar­­nefnd, kjörin af full­­trú­a­ráði flokks­ins, velur síðan full­­trúa í önnur sæti á lista, að því er segir i til­­kynn­ingu frá for­­mönn­un­um níu.

Auglýsing
Ekki styðja öll félög Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík þó til­lög­una. Arn­dís er til að mynda for­maður Hvat­ar, félags Sjálf­stæð­iskvenna í Reykja­vík, og hefur gagn­rýnt til­lög­una harð­lega. Eiríkur er for­maður mál­fund­ar­fé­lags­ins Óðins og Hall­dór Ingi er for­maður Sjálf­stæð­is­fé­lags­ins í Miðbæ - Norð­ur­mýri. Auk þess eru tveir aðrir for­menn Sjálf­stæð­is­fé­laga í Reykja­vík sem skrif­uðu ekki undir stuðn­ing við til­lögu Varð­ar.

Í grein sinni í dag gagn­rýna þre­menn­ing­arnir aðferð­ar­fræð­ina sem beitt var við að setja leið­toga­próf­kjörið á dag­skrá harð­lega. Þar segir að ekk­ert hafi bent til þess að stjórn Varðar hefði ætlað að fjalla um val á lista á fundi sem fram fór 9. ágúst síð­ast­lið­inn. Engin dag­skrá hefði verið send fund­ar­mönnum né hafi þeir verið upp­lýstir á annan hátt að til stæði að fjalla um slík mál. Þrátt fyrir þessa ann­marka á fund­ar­sköpum hafi for­maður Varðar að afgreiða umræðu og atkvæða­greiðslu um leið­toga­próf­kjör á einum og sama fund­in­um. 

Þre­menn­ing­arn­ir, sem eru allir stjórn­ar­menn í Verði, voru á meðal þeirra sem sátu ekki fund­inn og brá illi­lega þegar nið­ur­staða hans lá fyr­ir. „Til að gefa öllum stjórn­ar­mönnum tæki­færi til að kynna sér til­lög­una hafði þó verið ákveð­inn fundur stuttu síð­ar. Því var hins vegar breytt með tölvu­pósti frá til­löguflytj­endum þar sem stjórn­ar­menn voru hvattir til að hafna því að annar stjórn­ar­fundur yrði hald­inn. Í kjöl­far þessa komu nokkrir félagar í Verði á fram­færi efa­semdum um leið­toga­próf­kjör í fjöl­miðlum og vef­miðl­um. Við­brögð for­manns Varðar voru þau að ráð­ast gegn þessum aðilum með því að skella fram á opin­berum vett­vangi full­yrð­ingum þar sem rekja mátti hvernig ein­staka stjórn­ar­menn hefðu hagað mál­flutn­ingi og atkvæða­greiðslu á umræddum stjórn­ar­fundi Varð­ar. Hátt­semi for­manns Varðar var aug­ljóst brot á trún­aði við þá stjórn­ar­menn fyrir utan að for­mað­ur­inn fór ekki með rétt mál í öllum til­vik­um.“

Í grein sinni segja þeir að til­lög­unni um leið­toga­próf­kjör fylgi margir óvissu­þættir og því sé nauð­syn­legt að skoða til­lög­una betur áður en end­an­leg ákvörðun sé tek­in. „Það er sorg­legt að verða vitni að þeim vinnu­brögðum hluta stjórnar full­trúa­ráðs­ins í Reykja­vík sem hafa stuðlað að tor­tryggni og óþarfa átökum í aðdrag­anda próf­kjörs sjálf­stæðs­manna.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent