Fjármálageirinn mun ganga í gegnum mikið breytingartímabil á næstu árum og nú þegar er farin af stað þróun sem mun leiða til umbrots á bankaþjónustu eins og við höfum þekkt hana. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegri grein Friðriks Þórs Snorrasonar, forstjóra Reiknistofu bankanna, í nýjasta tölublaði Vísbendingar sem kom út í gær.
Í Vísbendingu er einnig fjallað um þær miklu breytingar sem eru þegar farnar af stað í smásölu, en samkvæmt skýrslu Oxford háskóla og Citi banka, má gera ráð fyrir að 80 prósent starfa sem tilheyra smásölugeiranum muni hverfa á næstu árum. Í þessum miklu breytingum eru talin vera mikil tækifæri og ógnanir í senn.