Halldór Auðar ekki í framboði fyrir Pírata í vor

Píratar í Reykjavík fá nýjan oddvita fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Þórlaug Borg Ágústsdóttir hefur tilkynnt um framboð..

leii-jons-sigurssonar_14449987694_o.jpg
Auglýsing

Hall­dór Auðar Svans­son, odd­viti Pírata í Reykja­vík hefur til­kynnt að hann muni ekki bjóða sig fram til borg­ar­stjórnar í kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum sem fram fara í lok maí 2018.  Þór­laug Borg Ágústs­dóttir hefur til­kynnt um fram­boð Í odd­vita­sæt­ið.

Í stöðu­upp­færslu á Face­book segir Hall­dór: „Á aðal­fundi Pírata í Reykja­vík til­kynnti ég nú rétt í þessu um erf­iða ákvörðun sem hefur verið lengi í fæð­ingu. Hún hefur - líkt og allar ákvarð­anir - sína kosti og galla en ég tel að hún sé hrein­lega sú rétta. Ákvörð­unin er sú að gefa ekki kost á mér til áfram­hald­andi setu í borg­ar­stjórn að núver­andi kjör­tíma­bili liðn­u. 

Ég fór alltaf inn í þessa vinnu með það fyrir augum að vera í mesta lagi tvö kjör­tíma­bil og meta eftir því sem á liði hvort ég treysti mér í tvö eða bara eitt.  Ég tek hér strax fram að ég kem að sjálf­sögðu til með að taka áfram virkan þátt í gras­rót­ar­starfi Pírata. Ég er ekki að fara neitt nema úr borg­ar­stjórn en það geri ég ekki fyrr en kjör­tíma­bil­inu lýk­ur.  Í nafni heið­ar­leika og gagn­sæis til­kynni ég þessa ákvörðun mína núna. Það eru spenn­andi tímar í vændum og ég mun miðla af minni reynslu til þeirra sem bjóða sig fram til að taka við kefl­inu.

Auglýsing

Píratar fóru fram í Reykja­vík með frekar ein­faldar og hnit­mið­aðar áherslur sem ég tel að hafi skilað sér ágæt­lega á kjör­tíma­bil­inu. Ég hef nýtt öll tæki­færi sem ég sé til að koma þessum áherslum inn í borg­ar­kerfið með var­an­legum hætti, með því að leiða stefnu­mót­un­ar­vinnu í upp­lýs­inga­málum og þjón­ustu, og með því að koma á raf­rænni þjón­ustu­mið­stöð sem vinnur þvert á borg­ar­kerfið við að nýta nútíma­tækni til að bæta þjón­ustu­ferla borg­ar­innar - íbúum hennar og starfs­fólki til hægð­ar­auka. Einnig get ég verið stoltur af því að bók­hald borg­ar­innar hefur verið opnað bæði á gagn­virkri gátt á vefnum og með útgáfu þess í formi opinna gagna. Allt eru þetta verk­efni sem hafa notið góðs þverpóli­tísks stuðn­ings, sem er mjög mik­il­vægt upp á að þessar kerf­is­breyt­ingar verði var­an­leg­ar. Ég hef alla trú á því að þær muni á næstu árum skila sér í miklum sýni­legum breyt­ingum á ásýnd stjórnsýslu borg­ar­innar og öllum hennar stjórn­sýslu­ferl­um.

Ég held sumsé að þessar áherslur Pírata hafi verið hár­rétt­ar. Skil­virk upp­lýs­inga­miðlun og aðgangur að upp­lýs­ingum eru frum­for­senda fyrir slíkri aðkomu og það er einmitt þess vegna sem Píratar leggja mikla áherslu á gagn­sæi. Næstu skref munu án efa fel­ast í því að nýta þennan grunn til að opna enn frekar á aðkomu íbúa borg­ar­innar að stjórn­sýslu henn­ar. Við stjórn­endur hennar höfum verið að fikra okkur áfram í þá átt, meðal ann­ars með því að nýta Betri Reykja­vík til að fá fram skoð­anir almenn­ings á mennta­stefnu borg­ar­inn­ar, sem nú er í mót­un. 

Sitt­hvað mælir með því að það verði ég sem stend áfram í brúnni til að fylgja allri þess­ari vinnu fast eftir - en málið er að það er ekki bráð­nauð­syn­legt að það verði ég. Aðal­málið er að Píratar komi sér upp góðri stefnu fyrir Reykja­vík og sveit­ar­stjórn­ar­stigið almennt og keyri hana áfram næsta vor. Það er líka mjög í anda okkar aðferða­fræði að póli­tík eigi ekki að vera flókið fag sem krefst atvinnu­mennsku heldur eigi kerfið að virka þannig að fólk geti stokkið inn í að vinna með það með til­tölu­lega lít­illi fyr­ir­höfn, sé það sæmi­lega klárt. Mín þekk­ing og reynsla munu gagn­ast þó ég verði ekki í fram­lín­unni. Að sinna því hlut­verki hefur bæði verið tölu­vert álag en ég hef líka öðl­ast gríð­ar­lega dýr­mæt reynsla. Ég er hrærður yfir því að hafa verið veitt þetta ein­staka tæki­færi og ég hef kynnst og unnið með mörgu frá­bæru fólki - bæði innan borg­ar­innar og utan henn­ar. Starf hins kjörna full­trúa er erfitt og snúið en þannig á það líka að ver­a. 

Eins og áður segir er ég auð­vitað ekki alveg far­inn. Síð­asta stærsta verk­efni mitt verður að tryggja að kláruð verði almenn lýð­ræð­is­stefna fyrir borg­ina. Ég held sem fyrr segir að gildi form­legrar stefnu­mót­unar sem tæki til að inn­leiða breyt­ingar verði síst van­met­ið. Þegar þessi verk­efni eru komin í gegn get ég gengið sáttur frá borði og mun bjóða nýja félaga vel­komna í stýr­is­húsið í vor, sem verða sam­kvæmt hefðum og reglum Pírata valdir af félags­mönnum í próf­kjöri.”

Þór­laug Borg Ágústs­dóttir hefur til­kynnt um fram­boð. Í yfir­lýs­ingu hennar seg­ir: „Kæru félag­ar, ég hef tekið ákvörðun um að sækj­ast eftir 1. sæti á fram­boðs­lista Pírata fyrir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingar í Reykja­vík næsta vor. 

Mitt stærsta áhuga­mál og mark­mið hefur lengi verið að breyta heim­inum og síð­ustu 5 árin hef ég gert það með Pírötum þar sem ég hef verið sjálf­boða­liði frá stofnun flokks­ins - og er enn :) Ég hef bæði starfað sem 'Pírati á plani' og var kjörin með­limur í Fram­kvæmda­ráði 2016-17, kafteinn Pírata í Reykja­vík 2014-15 og skip­aði 3. sæti á fram­boðs­lista Pírata til borg­ar­stjórnar Reykja­víkur 2014 ásamt Hall­dóri Auðar Svans, sem hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér aft­ur.

Sem full­trúi Pírata í sveit­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­anum hef ég setið síð­ustu ár í stjórn Faxa­flóa­hafna, er áheyrn­ar­full­trúi Pírata í Skóla- og frí­stunda­ráði og vara­maður Hall­dórs í Stjórn­kerf­is- og lýð­ræð­is­ráði. Ég hef að baki marga stóra slagi og er mætt end­ur­nærð - og bak­veik - til leiks. Sem betur fer hef ég kom­ist að því und­an­farið að bak­veiki er eitt­hvað sem er hægt er að vinna sig fram­hjá þegar maður vinnur með höfð­inu :)

Kæru Reyk­vík­ing­ar, ég tel okkur standa saman á tíma­mótum og býð ykkur ein­læg­lega alla krafta mína í upp­bygg­ingu á gagn­særra og betra sam­fé­lag­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent