Kosningar skili ekki endilega betri stöðu

Margir kostir eru í stöðunni sem komnir eru upp í kjölfar stjórnarslita og telur Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur að ekki sé endilega einfaldast að boða til kosninga.

7DM_9724_raw_1790.JPG
Auglýsing

Erfitt er að átta sig á stöð­unni sem komin er upp eftir stjórn­ar­slit­in. Þetta seg­ir Eva Heiða Önnu­dótt­ir, nýdoktor við stjórn­mála­fræði­deild við Háskóla Íslands. Betur muni koma í ljós hvað verður þegar for­menn flokk­anna hafa talað saman í dag. For­menn stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna hafa hent á milli sín í morgun hvort betra sé að boða til kosn­inga eða mynda nýja rík­is­stjórn. 

Eva Heiða Önnudóttir.Eva Heiða telur að nýjar kosn­ingar muni ekki endi­lega skila auð­veld­ari stöðu í íslenskum stjórn­mál­um. Því miðað við síð­ustu kosn­ingar og nýj­ustu skoð­ana­kann­anir þá yrðu stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður jafn vanda­samar og þær voru í fyrra. 

Kosn­ingar 45 daga eftir þing­rof

For­sæt­is­ráð­herra fer í reynd með það vald að rjúfa þing en for­set­inn gerir það að beiðni hans. Þing­rof hefur fyrst og fremst þau áhrif að boðað er til kosn­inga og þing­störfum lýkur fljót­lega eftir að til­kynn­ingin hefur verið lesin upp eða gefin út. 

Auglýsing

Í stjórn­ar­skránni kemur fram að áður en 45 dagar eru liðnir frá því að til­kynnt var um þing­rofið skuli boða til kosn­inga. Í for­seta­bréfi um þing­rof kemur því dag­setn­ing kosn­ing­anna fram enda fellur þá saman gild­is­taka þing­rofs og kosn­ing nýs þings. Þetta var hins vegar gert árið 1931 og 1974 til að koma í veg fyrir að Alþingi lýsti van­trausti á stjórn­ina og til að knýja fram kosn­ingar strax. 

Í 24. gr. stjórn­ar­skrár­innar kemur fram að for­seti lýð­veld­is­ins geti rofið Alþingi og skuli þá stofnað til nýrra kosn­inga áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunn­ugt um þing­rof­ið. Enda komi Alþingi saman eigi síðar en tíu vikum eftir að það var rof­ið. Alþing­is­menn skulu halda umboði sínu til kjör­dags.

Tím­inn knappur

For­sæt­is­ráð­herr­ann hefur umboð til stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðna þangað til hann skilar því form­lega til for­seta. Eva Heiða telur að hann gæti reynt að mynda nýja stjórn en ef ekki þá muni hann skila umboð­inu. Eftir það muni for­set­inn ákveða næstu skref eftir að hafa rætt við for­menn ann­arra flokka. Fjórði mögu­leik­inn sé að þing­rof verði en þá verði boðið til nýrra kosn­inga ekki seinna en eftir 45 daga. 

Eva Heiða segir að ekk­ert form­legt ferli sé fyrir svona stöðu. „Það kæmi mér ekki á óvart ef for­set­inn myndi vilja ræða við aðra leið­toga,“ segir hún. Ef þing­rof yrði núna kæmu til önnur álita­mál. Flokkar þyrftu tíma til að setja upp lista og safna með­mæl­um. Þetta eigi ekki ein­ungis við um flokka á þingi heldur hina sem eru fyrir utan þing. Hún bendir á að þetta snú­ist ekki ein­ungis um sann­girni gagn­vart fram­boðum heldur gagn­vart kjós­endum lík­a. 

Mörgum spurn­ingum er enn ósvarað eins og ástandið er núna. Eva Heiða segir að huga þurfi að hvað verði um fjár­lög­in. Ef starfs­stjórn taki til starfa þá þurfi hún að afgreiða fjár­lögin sem nú eru til­bú­in. Í fyrra afgreiddi starfs­stjórn fjár­lög sem hún sjálf kom með en ef starfs­stjórn yrði sam­an­sett af stjórn­ar­and­stöðu þá myndu málin flækj­ast. Staðan sé því alls ekki ein­föld.

Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent