Kosningar skili ekki endilega betri stöðu

Margir kostir eru í stöðunni sem komnir eru upp í kjölfar stjórnarslita og telur Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur að ekki sé endilega einfaldast að boða til kosninga.

7DM_9724_raw_1790.JPG
Auglýsing

Erfitt er að átta sig á stöð­unni sem komin er upp eftir stjórn­ar­slit­in. Þetta seg­ir Eva Heiða Önnu­dótt­ir, nýdoktor við stjórn­mála­fræði­deild við Háskóla Íslands. Betur muni koma í ljós hvað verður þegar for­menn flokk­anna hafa talað saman í dag. For­menn stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna hafa hent á milli sín í morgun hvort betra sé að boða til kosn­inga eða mynda nýja rík­is­stjórn. 

Eva Heiða Önnudóttir.Eva Heiða telur að nýjar kosn­ingar muni ekki endi­lega skila auð­veld­ari stöðu í íslenskum stjórn­mál­um. Því miðað við síð­ustu kosn­ingar og nýj­ustu skoð­ana­kann­anir þá yrðu stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður jafn vanda­samar og þær voru í fyrra. 

Kosn­ingar 45 daga eftir þing­rof

For­sæt­is­ráð­herra fer í reynd með það vald að rjúfa þing en for­set­inn gerir það að beiðni hans. Þing­rof hefur fyrst og fremst þau áhrif að boðað er til kosn­inga og þing­störfum lýkur fljót­lega eftir að til­kynn­ingin hefur verið lesin upp eða gefin út. 

Auglýsing

Í stjórn­ar­skránni kemur fram að áður en 45 dagar eru liðnir frá því að til­kynnt var um þing­rofið skuli boða til kosn­inga. Í for­seta­bréfi um þing­rof kemur því dag­setn­ing kosn­ing­anna fram enda fellur þá saman gild­is­taka þing­rofs og kosn­ing nýs þings. Þetta var hins vegar gert árið 1931 og 1974 til að koma í veg fyrir að Alþingi lýsti van­trausti á stjórn­ina og til að knýja fram kosn­ingar strax. 

Í 24. gr. stjórn­ar­skrár­innar kemur fram að for­seti lýð­veld­is­ins geti rofið Alþingi og skuli þá stofnað til nýrra kosn­inga áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunn­ugt um þing­rof­ið. Enda komi Alþingi saman eigi síðar en tíu vikum eftir að það var rof­ið. Alþing­is­menn skulu halda umboði sínu til kjör­dags.

Tím­inn knappur

For­sæt­is­ráð­herr­ann hefur umboð til stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðna þangað til hann skilar því form­lega til for­seta. Eva Heiða telur að hann gæti reynt að mynda nýja stjórn en ef ekki þá muni hann skila umboð­inu. Eftir það muni for­set­inn ákveða næstu skref eftir að hafa rætt við for­menn ann­arra flokka. Fjórði mögu­leik­inn sé að þing­rof verði en þá verði boðið til nýrra kosn­inga ekki seinna en eftir 45 daga. 

Eva Heiða segir að ekk­ert form­legt ferli sé fyrir svona stöðu. „Það kæmi mér ekki á óvart ef for­set­inn myndi vilja ræða við aðra leið­toga,“ segir hún. Ef þing­rof yrði núna kæmu til önnur álita­mál. Flokkar þyrftu tíma til að setja upp lista og safna með­mæl­um. Þetta eigi ekki ein­ungis við um flokka á þingi heldur hina sem eru fyrir utan þing. Hún bendir á að þetta snú­ist ekki ein­ungis um sann­girni gagn­vart fram­boðum heldur gagn­vart kjós­endum lík­a. 

Mörgum spurn­ingum er enn ósvarað eins og ástandið er núna. Eva Heiða segir að huga þurfi að hvað verði um fjár­lög­in. Ef starfs­stjórn taki til starfa þá þurfi hún að afgreiða fjár­lögin sem nú eru til­bú­in. Í fyrra afgreiddi starfs­stjórn fjár­lög sem hún sjálf kom með en ef starfs­stjórn yrði sam­an­sett af stjórn­ar­and­stöðu þá myndu málin flækj­ast. Staðan sé því alls ekki ein­föld.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Kaupþing felldi niður bótamál gegn fyrrverandi stjórnendum
Kaupþing ehf. samdi í september í fyrra við tryggingafélög vegna stjórnendaábyrgða sem bankinn hafði keypt fyrir bankahrun til að tryggja sig fyrir atferli stjórnenda.
Kjarninn 15. október 2019
Lífeyrissjóðir lánuðu þriðjungi minna í ágúst en í fyrra
Aðgerðir lífeyrissjóða til að þrengja aðgengi að lántökum hjá sér, og kólnandi markaður, leiddu til þess að mun lægri upphæð var tekin að láni hjá þeim til íbúðakaupa í ágústmánuði 2019 en í sama mánuði árin á undan.
Kjarninn 15. október 2019
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent