Gunnar Bragi hættur í Framsóknarflokknum

Oddviti Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur sagt sig úr flokknum og dregið framboð sitt til baka.

gunnar bragi
Auglýsing

Gunnar Bragi Sveins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, hefur sagt sig úr flokknum og verður ekki í fram­boði fyrir hann í kom­andi kosn­ing­um.  Þetta upp­lýsir hann í stöðu­upp­færslu á Face­book. Þar segir hann enn fremur að ekki sé ljóst hvað hann geri nú en að það verði ákveðið á næstu dög­um.

Í stöðu­upp­færslu Gunn­ars Braga fjallar hann meðal ann­ars um að menn sem hann hafi hingað til talið til hrein­skipt­inna vina sinna séu nú farnir að grafa undan per­sónu hans. Þau óheil­indi séu leidd af fólki í trún­að­ar­störfum fyrir Fram­sókn­ar­flokk­inn í hans heima­byggð og öðrum ein­stak­lingum sem telji sig eiga að ráða fram­vindu mála. 

Síðan segir m.a.: „Fram­sókn­ar­fé­lagið mitt er klofið og ég sé að fólki er skipt í fylk­ing­ar. Gamla góða vina­lega kveðjan er í sumum til­fellum orðin í besta falli kurt­eis­is­leg. Þetta á ekki að vera svona, þetta þarf ekki að vera svona. Öllu þessu mátti forða hefðu menn hlustað eða komið hreint fram. Því miður er það nú að ræt­ast sem ég og fleiri vöruðum við og ég sagði við marga vini mína síðla sum­ars 2016 í upp­hafi inn­an­flokksátak­anna.

Auglýsing

Þegar svona er komið þá veltir maður fram­tíð­inni fyrir sér. Vil ég vinna í þessu umhverfi? Get ég unnið með fólki sem starfar með þessum hætti eða lætur það við­gangast? Ég hef und­an­farið hitt eða hringt í fjöld­ann allan af frá­bæru fólki sem ýmist hvetur mig til að taka slag­inn, “ekki láta þá kom­ast upp með þetta” eða þá að það hvetur mig til að draga mig í hlé vegna ástands­ins í flokkn­um.

Þegar ég rita þetta þá sit ég með hnút í mag­anum enda ekki létt að hverfa á braut. Eflaust gæti ég unnið for­systu­sætið en hvað er unnið með því ef sam­starfið verður óbæri­legt? Er heið­ar­legt að bjóða sig fram vit­andi að allar líkur eru á að maður myndi hrökkl­ast úr þing­flokkn­um?

Eftir að hafa ráð­fært mig við fjöl­skyldu og vini hef ég ákveðið að draga fram­boð mitt til baka. Ég hef jafn­framt ákveðið að segja mig úr Fram­sókn­ar­flokkn­um.

Hef ég upp­lýst for­mann Kjör­dæm­is­sam­bands fram­sókn­ar­manna í Norð­vest­ur­kjör­dæmi auk for­manns og vara­for­manns Fram­sókn­ar­flokk­ins um þetta.

Ég kveð flokk­inn minn með mik­illi sorg en sáttur við fram­lag mitt til hans. Ég mun sakna alls þess frá­bæra fólks sem þar er en margir þeirra hafa verið mér sam­ferða þennan tíma. 

Mér finnst miður að hafa ekki náð að tala við alla þá sem ég hefði viljað tala við und­an­farna daga og þá vil ég biðja afsök­un­ar.

Hvað ég geri nú er ekki ljóst en ég mun ákveða það næstu daga.“

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði sig úr flokknum á sunnu­dag og hefur nú stofnað nýjan flokk, Mið­flokk­inn. Sá mæld­ist með 7,3 pró­sent fylgi í nýrri skoð­ana­könnun MMR og mæld­ist þar stærri en Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn. Gunnar Bragi hefur lengi verið stuðn­ings­maður Sig­mundar Dav­íðs og staðið með honum í inn­an­flokksá­tökum sem átt hafa sér stað í flokknum að und­an­förnu. Gunnar Bragi var til að mynda skráður í stjórn Fram­fara­fé­lags Sig­mundar Dav­íðs sam­kvæmt þeim skjölum sem upp­runa­lega voru send til fyr­ir­tækja­skráar vegna skrán­ingar þess í upp­hafi sept­em­ber­mán­að­ar. Sú skrán­ing hefur nú verið leið­rétt og nafn Gunn­ars Braga fjar­lægt af lista yfir stjórn­ar­menn. Í hans stað er Sunna Gunn­ars Mart­eins­dótt­ir, fyrr­ver­andi aðstoð­ar­maður Gunn­ars Braga, í stjórn­inn­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals um ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent