Gunnar Bragi hættur í Framsóknarflokknum

Oddviti Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur sagt sig úr flokknum og dregið framboð sitt til baka.

gunnar bragi
Auglýsing

Gunnar Bragi Sveins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, hefur sagt sig úr flokknum og verður ekki í fram­boði fyrir hann í kom­andi kosn­ing­um.  Þetta upp­lýsir hann í stöðu­upp­færslu á Face­book. Þar segir hann enn fremur að ekki sé ljóst hvað hann geri nú en að það verði ákveðið á næstu dög­um.

Í stöðu­upp­færslu Gunn­ars Braga fjallar hann meðal ann­ars um að menn sem hann hafi hingað til talið til hrein­skipt­inna vina sinna séu nú farnir að grafa undan per­sónu hans. Þau óheil­indi séu leidd af fólki í trún­að­ar­störfum fyrir Fram­sókn­ar­flokk­inn í hans heima­byggð og öðrum ein­stak­lingum sem telji sig eiga að ráða fram­vindu mála. 

Síðan segir m.a.: „Fram­sókn­ar­fé­lagið mitt er klofið og ég sé að fólki er skipt í fylk­ing­ar. Gamla góða vina­lega kveðjan er í sumum til­fellum orðin í besta falli kurt­eis­is­leg. Þetta á ekki að vera svona, þetta þarf ekki að vera svona. Öllu þessu mátti forða hefðu menn hlustað eða komið hreint fram. Því miður er það nú að ræt­ast sem ég og fleiri vöruðum við og ég sagði við marga vini mína síðla sum­ars 2016 í upp­hafi inn­an­flokksátak­anna.

Auglýsing

Þegar svona er komið þá veltir maður fram­tíð­inni fyrir sér. Vil ég vinna í þessu umhverfi? Get ég unnið með fólki sem starfar með þessum hætti eða lætur það við­gangast? Ég hef und­an­farið hitt eða hringt í fjöld­ann allan af frá­bæru fólki sem ýmist hvetur mig til að taka slag­inn, “ekki láta þá kom­ast upp með þetta” eða þá að það hvetur mig til að draga mig í hlé vegna ástands­ins í flokkn­um.

Þegar ég rita þetta þá sit ég með hnút í mag­anum enda ekki létt að hverfa á braut. Eflaust gæti ég unnið for­systu­sætið en hvað er unnið með því ef sam­starfið verður óbæri­legt? Er heið­ar­legt að bjóða sig fram vit­andi að allar líkur eru á að maður myndi hrökkl­ast úr þing­flokkn­um?

Eftir að hafa ráð­fært mig við fjöl­skyldu og vini hef ég ákveðið að draga fram­boð mitt til baka. Ég hef jafn­framt ákveðið að segja mig úr Fram­sókn­ar­flokkn­um.

Hef ég upp­lýst for­mann Kjör­dæm­is­sam­bands fram­sókn­ar­manna í Norð­vest­ur­kjör­dæmi auk for­manns og vara­for­manns Fram­sókn­ar­flokk­ins um þetta.

Ég kveð flokk­inn minn með mik­illi sorg en sáttur við fram­lag mitt til hans. Ég mun sakna alls þess frá­bæra fólks sem þar er en margir þeirra hafa verið mér sam­ferða þennan tíma. 

Mér finnst miður að hafa ekki náð að tala við alla þá sem ég hefði viljað tala við und­an­farna daga og þá vil ég biðja afsök­un­ar.

Hvað ég geri nú er ekki ljóst en ég mun ákveða það næstu daga.“

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði sig úr flokknum á sunnu­dag og hefur nú stofnað nýjan flokk, Mið­flokk­inn. Sá mæld­ist með 7,3 pró­sent fylgi í nýrri skoð­ana­könnun MMR og mæld­ist þar stærri en Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn. Gunnar Bragi hefur lengi verið stuðn­ings­maður Sig­mundar Dav­íðs og staðið með honum í inn­an­flokksá­tökum sem átt hafa sér stað í flokknum að und­an­förnu. Gunnar Bragi var til að mynda skráður í stjórn Fram­fara­fé­lags Sig­mundar Dav­íðs sam­kvæmt þeim skjölum sem upp­runa­lega voru send til fyr­ir­tækja­skráar vegna skrán­ingar þess í upp­hafi sept­em­ber­mán­að­ar. Sú skrán­ing hefur nú verið leið­rétt og nafn Gunn­ars Braga fjar­lægt af lista yfir stjórn­ar­menn. Í hans stað er Sunna Gunn­ars Mart­eins­dótt­ir, fyrr­ver­andi aðstoð­ar­maður Gunn­ars Braga, í stjórn­inn­i. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Leggja fram ólíkar breytingar á erfðafjárskatti
Fjármálaráðherra og þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram tvö ólík frumvörp um breytingar á lögum um erfðafjárskatt. Mikill munur er á frumvörpunum en annað tekur meðal annars mið af skattstofni dánarbúsins en hitt af arfgreiðslum hvers erfingja fyrir sig.
Kjarninn 18. október 2019
Kristbjörn Árnason
Koxgráa spillingar þjóðfélagið Ísland!
Leslistinn 18. október 2019
Punktur Punktur
Punktur Punktur
Punktur Punktur – Nr. 5 Guðmundur Atli Pétursson - ljósahönnuður hjá RÚV.
Kjarninn 18. október 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Stóraukin áhersla á náttúruvernd
Kjarninn 18. október 2019
Molar
Molar
Molar – Lækkanir, Austin Texas og Guðmundur Jaki
Kjarninn 18. október 2019
Seðlabankinn dæmdur til að veita blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar
Seðlabanki Íslands var í morgun dæmdur til að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar um samning sem Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans.
Kjarninn 18. október 2019
Ísland á gráa listann vegna peningaþvættis
Ísland hefur verið sett á gráa lista FATF ásamt Mongólíu og Simbabve. Aðgerðir sem ráðist hefur verið í síðastliðið eitt og hálft ár reyndust ekki nægjanlegar.
Kjarninn 18. október 2019
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent