Leikkonan Rose McGowan segir kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein hafa nauðgað sér. Bætist hún þar í hóp fjölda kvenna sem stigið hafa fram á síðustu dögum og lýst framferði Weinstein, og kynferðislegu ofbeldi af hans hálfu. Margir hafa einnig stigið fram og sagt að hátternir og glæpir Weinsteins hafi verið „opinbert leyndarmál“ í Hollywood.
Þetta kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC.
Rannsókn eru nú hafin í bæði Bretlandi og Bandaríkjunum, vegna ásakana á hendur Weinstein.
McGowan er jafnframt fjórða konan sem sakar hann um nauðgun, frá því rannsóknarblaðamenn New York Times birtu umfjöllun um Weinstein með viðtölum við þrettán konur sem sökuðum hann um að hafa brotið gegn sér.
McGowan hefur notað Twitter til þess að þrýsta á um breytingar í kvikmyndageiranum, og hefur sagt Jeff Bezos, forstjóra Amazon, að hætta viðskiptum við Weinsteins og fyrirtæki hans. Jafnframt segist hún hafa sagt yfirmönnum Amazon frá hegðun Weinsteins, en að þeir hafi ekki gert neitt.
1) @jeffbezos I told the head of your studio that HW raped me. Over & over I said it. He said it hadn’t been proven. I said I was the proof.
— rose mcgowan (@rosemcgowan) October 12, 2017
Til þessa hefur Weinstein neitað sök, en hann hefur verið rekinn úr starfi sínu og vikið úr stjórn, vegna ásakananna.