Lögreglurannsókn hafin í Bretlandi og Bandaríkjunum á Weinstein

Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein er sakaður um kynferðislegt ofbeldi gagnvart fjölda kvenna.

Harvey
Auglýsing

Leik­konan Rose McGowan segir kvik­mynda­fram­leið­and­ann Har­vey Wein­stein hafa nauðgað sér. Bæt­ist hún þar í hóp fjölda kvenna sem stigið hafa fram á síð­ustu dögum og lýst fram­ferði Wein­stein, og kyn­ferð­is­legu ofbeldi af hans hálfu. Margir hafa einnig stigið fram og sagt að hátt­ernir og glæpir Wein­steins hafi verið „op­in­bert leynd­ar­mál“ í Hollywood.

Þetta kemur fram í umfjöllun breska rík­is­út­varps­ins BBC.

Rann­sókn eru nú hafin í bæði Bret­landi og Banda­ríkj­un­um, vegna ásak­ana á hendur Wein­stein.

Auglýsing

McGowan er jafn­framt fjórða konan sem sakar hann um nauðg­un, frá því rann­sókn­ar­blaða­menn New York Times birtu umfjöllun um Wein­stein með við­tölum við þrettán konur sem sök­uðum hann um að hafa brotið gegn sér. 

McGowan hefur notað Twitter til þess að þrýsta á um breyt­ingar í kvik­mynda­geir­an­um, og hefur sagt Jeff Bezos, for­stjóra Amazon, að hætta við­skiptum við Wein­steins og fyr­ir­tæki hans. Jafn­framt seg­ist hún hafa sagt yfir­mönnum Amazon frá hegðun Wein­steins, en að þeir hafi ekki gert neitt. Til þessa hefur Wein­stein neitað sök, en hann hefur verið rek­inn úr starfi sínu og vikið úr stjórn, vegna ásakan­anna. Meira úr sama flokkiInnlent