„Ég er á þeirri skoðun að jafnvel þótt staðfestingarmálið muni tapast fyrir lögbannsbeiðendur, sem mér finnst persónulega líklegra heldur en hitt, að þá erum við samt sem áður núna komin í alvarlegt ástand. Þöggunin á sér stað núna. Lögbannið er á. Það á bara eftir að staðfesta það hjá dómstólum. Lögbannið var lagt á af fulltrúa framkvæmdavaldsins. Dómstólar hafa ekki fengið þetta mat, heldur bara fulltrúi framkvæmdavaldsins. Það er bara alvarlegt. Ég lít svo á að núna séum við að upplifa þöggun,“ segir Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar og Reykjavik Media í sjónvarpsþættinum Kjarnanum á Hringbraut sem er á dagskrá klukkan 21 í kvöld.
Þar ræðir hún lögbann sem sett var á frekari umfjöllun Stundarinnar og Reykjavik Media sem byggir á upplýsingum innan úr Glitni banka. Lögbannið var samþykkt af sýslumanni síðastliðinn mánudag.
Hægt er að sjá brot úr þætti kvöldsins í spilaranum hér að ofan.