Tekjur viðskiptabanka gætu minnkað um fjórðung

Miklar breytingar eru framundan á starfsemi fjármálafyrirtækja vegna breytinga á regluverki og betri tækni.

Ásgeir Jónsson, formaður nefndar um endurskoðun á peningastefnu
Auglýsing

Ásgeir Jóns­son, dós­ent í hag­fræði við HÍ, segir ríkið ekki vel til þess fallið að leiða bank­ana í gegnum þær grund­vall­ar­breyt­ing­ar ­sem eru fram undan á banka­mark­að­i á kom­andi árum. Þetta kemur fram í Frétta­blað­inu í dag, þar sem fjallað er um breyt­ingar á reglu­verki um banka­starf­semi.

Í umfjöll­un­inni kemur fram að tekjur af við­skipta­banka­starf­semi evr­ópskra banka gætu dreg­ist saman um allt að fjórð­ung vegna nýrrar reglu­gerðar Evr­ópu­sam­bands­ins um greiðslu­þjón­ustu sem tekur gildi hér á land­i á næsta ári, sam­kvæmt grein­ing­u Sopra Bank­ing. 

Íslenska ríkið á mikla hags­muni undir þegar kemur að fjár­mála­kerf­inu, en sam­an­lagt nemur hlut­deild rík­is­ins í eigin fé end­ur­reistu bank­anna meira en 450 millj­örðum króna. Eigið fé Lands­bank­ans nemur um 260 millj­örð­um, eigið fé Íslands­banka um 180 millj­örðum og Arion banka 211 millj­örð­um, sé mið tekið af stöð­unni eins og hún var um síð­ustu ára­mót. Ríkið á Lands­bank­ann að nær öllu leyti (98 pró­sent) og Íslands­banka að öllu leyti. Hlutur rík­is­ins í Arion banka nemur 13 pró­sent­um.

Auglýsing

Sér­fræð­ingar sem Frétta­blaðið vitnar til segja að inn­leið­ing ­reglu­gerð­ar­inn­ar, sem mun skylda ­banka til að veita öðrum fyr­ir­tækj­u­m að­gang að greiðslu­kerf­um sín­um, eigi eftir að ger­breyta íslenskum fjár­mála­mark­aði og umbylta fjár­mála­þjón­ustu áður en langt um líð­ur. 

Íslensku bank­arnir eru sagð­ir mis­vel í stakk búnir til að takast á við þær breyt­ingar en tekjur af við­skipta­banka­starf­semi standa und­ir­ um 90 pró­sentum af heild­ar­tekj­u­m þeirra. 

Gera megi ráð fyr­ir­ að færslu- og þóknana­gjöld banka, ­sem eru stór hluti af við­skipta­banka­tekj­u­m þeirra, lækki um 40 til 80 ­pró­sent þegar leik­endum í greiðslu­miðl­un ­fjölgi. „Þeir muni byggja við­skipta­módel sín á allt öðrum tekju­grunn­i en bankar og korta­fyr­ir­tæki í dag,“ segir í umfjöllun Frétta­blaðs­ins.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.
Kjarninn 3. desember 2020
Þórólfur: Ekki hægt að ganga að því vísu að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót
Sóttvarnalæknir hvetur til raunhæfrar bjartsýni þegar kemur að tímasetningu bólusetningar við COVID-19 á Íslandi. Það megi ekki láta jákvæðar fréttir leiða til þess að landsmenn passi sig ekki í sóttvörnum.
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Vilhjálmsson
Lítil eru geð guma – Um Landsrétt og Sjálfstæðisflokkinn
Kjarninn 3. desember 2020
Borgarfulltrúi vill ráðningarbann hjá Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg ætlar að verja milljarði króna til að búa til ný störf fyrir fólk sem annars þyrfti fjárhagsaðstoð eða færi á atvinnuleysisbætur. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, vill ráðningarbann í borginni.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent