Auglýsingatekjur fjölmiðla helmingi minni en árið 2007

Auglýsingamarkaðurinn hérlendis sker sig í veigamiklum atriðum úr því sem gerist á öðrum Norðurlöndum og víðar. Hljóðvarp og fréttablöð taka til sín stærri hluta af auglýsingatekjum á sama tíma og hlutur vefmiðla er næsta rýr við það sem víðast gerist.

Hátt í önnur hver króna sem greidd var fyrir birtingu og flutning auglýsinga í íslenskum fjölmiðlum árið 2015 rann til prentmiðla, þ.e. fréttablaða og tímarita.
Hátt í önnur hver króna sem greidd var fyrir birtingu og flutning auglýsinga í íslenskum fjölmiðlum árið 2015 rann til prentmiðla, þ.e. fréttablaða og tímarita.
Auglýsing

Aug­lýs­inga­tekjur íslenskra fjöl­miðla voru að raun­virði helm­ingi minni árið 2015 en árið 2007 þegar best lét. Frá þessu er greint á vef Hag­stof­unnar.

Tekjur fjöl­miðla af aug­lýs­ingum árið 2015 námu tæpum 12 millj­örðum króna. Það sam­svarar um 36 þús­und krónum á hvern lands­mann. Í frétt Hag­stof­unnar segir að frétta­blöð séu mik­il­væg­asti aug­lýs­inga­mið­ill­inn hér á landi en í þeirra hlut hafi nær önnur hver króna fallið af aug­lýs­inga­tekjum árið 2015. 

Hlutur vef­miðla rýr

Aug­lýs­inga­mark­að­ur­inn hér­lendis sker sig í mik­il­vægum atriðum úr því sem ger­ist á öðrum Norð­ur­löndum og víð­ar. Hljóð­varp og frétta­blöð taka til sín stærri hluta af aug­lýs­inga­tekjum á sama tíma og hlutur vef­miðla er næsta rýr við það sem víð­ast ger­ist. 

Auglýsing

Lægri upp­hæð er jafn­framt varið hér á landi til aug­lýs­inga­kaupa í fjöl­miðlum en á Norð­ur­löndum hvort heldur reiknað er á íbúa eða sem hlut­fall af vergri lands­fram­leiðslu, sam­kvæmt Hag­stof­unn­i. 

Hátt í önnur hver króna sem greidd var fyrir birt­ingu og flutn­ing aug­lýs­inga í íslenskum fjöl­miðlum árið 2015 rann til prent­miðla, þ.e. frétta­blaða og tíma­rita. Dag­blöð og viku­blöð, sem flokk­ast undir frétta­blöð, voru mik­il­væg­asti aug­lýs­inga­mið­ill­inn en 43 pró­sent aug­lýs­inga­tekna fjöl­miðla féll þeim í skaut. Sjón­varp kom næst að mik­il­vægi með 21 pró­sent hlut, segir í frétt Hag­stof­unn­ar. 

Því næst kom hljóð­varp með ríf­lega 15 pró­sent og vef­miðlar með 13 pró­sent. Hlut­deild ann­arra miðla í aug­lýs­inga­tekjum var tals­vert lægri en sex af hundraði tekn­anna féllu til tíma­rita ásamt blaða sem gefin eru út sjaldnar en viku­lega og tæp tvö pró­sent runnu til kvik­mynda­húsa ásamt útgáfu og dreif­ingu mynddiska.

Tekjur hafa auk­ist síðan 2010




Í kjöl­far efna­hags­hruns­ins 2008 féllu aug­lýs­inga­tekjur fjöl­miðla um 27 af hundraði, reiknað á verð­lagi hvers árs. Frá árinu 2010 hafa tekj­urnar auk­ist nær jafnt og þétt mælt á breyti­legu verð­lagi og er svo komið að sam­an­lagðar aug­lýs­inga­tekjur fjöl­miðla eru ívið hærri en þegar best lét árið 2007 þegar þær voru hæst­ar. 

Reiknað í raun­virði á verð­lagi árs­ins 2015 féllu aug­lýs­inga­tekj­urnar um 68 af hundraði milli áranna 2007 og 2009 en þær hafa síðan vaxið lít­il­lega og eru nú 53 af hundraði lægri en þegar þær voru hæst­ar. Tekjur fjöl­miðla af aug­lýs­ingum árið 2015 voru nær þær sömu og árið 2000, reiknað á raun­virð­i. 

Sam­dráttur áþekkur í sumum Norð­ur­land­anna

Jafn­framt kemur fram hjá Hag­stof­unni að sam­dráttur í aug­lýs­inga­tekjum fjöl­miðla hér á landi frá 2008 sé næsta áþekkur því sem orðið hefur á sumum Norð­ur­landa. Á ára­bil­inu 2008 til 2015 dróg­ust aug­lýs­inga­tekjur fjöl­miðla reikn­aðar á föstu verð­lagi árs­ins 2008 saman um 22 af hundraði í Dan­mörku, í Finn­landi nam sam­drátt­ur­inn 25 af hundraði, í Nor­egi 15 af hundraði og aðeins fjórum af hundraði í Sví­þjóð. Sam­bæri­legar tölur fyrir Ísland eru 23 af hundraði.



Frá 1996 að telja hefur skipt­ing aug­lýs­inga­tekna milli ein­stakra flokka fjöl­miðla tekið nokkrum breyt­ing­um. Það á einkum við um prent­miðla, þ.e. frétta­blöð og tíma­rit, en hlutur þeirra hefur fallið úr 60 í 49 af hundraði. Mestu munar þar um þverr­andi hlut frétta­blaða en hlut­deild þeirra hefur fallið úr góðum helm­ing í ríf­lega 40 af hundrað­i. 

Þetta má að tals­verðu leyti rekja til tveggja sam­hang­andi þátta, sam­kvæmt Hag­stof­unni, ann­ars vegar til­komu og útbreiðslu vef­miðla og hins vegar til sam­dráttar í útbreiðslu og lestri blaða í kjöl­far­ið. Í frétt­inni segir að framan af hafi hlut­deild vef­miðla í aug­lýs­inga­tekjum verið næsta tak­mörk­uð, eða innan við fimm af hundrað­i. 

Það sem liðið er af þessum ára­tug hefur hlutur þeirra vaxið hægt en örugg­lega og er nú svo komið að þrett­ánda hver króna sem varið er til aug­lýs­inga í fjöl­miðlum rennur til þeirra. Árið 2015 runnu tæpar sex af hverjum tíu krónum aug­lýs­inga­tekna á vefnum til vefja í tengslum við hefð­bundna fjöl­miðla. 

Mik­il­vægi sjálf­stæðra vef­miðla fer vax­andi

Hag­stofan greinir enn fremur frá því að mik­il­vægi sjálf­stæðra vef­miðla hafi farið jafnt og þétt vax­andi und­an­farin ár. Árið 2015 öfl­uðu sjálf­stæðir vef­miðlar fjórðu hverrar krónu sem varið var til aug­lýs­inga­kaupa í vef­miðl­um. Inni í tölum um aug­lýs­inga­tekjur vef­miðla eru ekki tekjur útlendra vef­miðla af íslenskum aug­lýs­ing­um. Sam­kvæmt Hag­stof­unni má ætla að sú upp­hæð, sem runnið hefur árlega til útlendra vefja fyrir greiðslu á birt­ingu íslenskra aug­lýs­inga, sé tals­vert lægri en það sem íslenskir vefir bera úr bít­um, eða innan við fjórð­ungur af tekjum þeirra, sé miðað við upp­lýs­ingar Fjöl­miðla­nefndar frá birt­ing­ar­húsum um skipt­ingu birt­ing­ar­fjár 2015 og 2016.



Þann sam­drátt sem orðið hefur í aug­lýs­inga­tekjum fjöl­miðla hér á landi frá því 2008 má frekar greina með því að skoða aug­lýs­inga­tekjur sem hlut­fall af vergri lands­fram­leiðslu. Aug­lýs­inga­tekjur sem hlut­fall af vergri lands­fram­leiðslu hafa lækkað nokkuð frá því á árunum fyrir hrun, en árið 2015 var hlut­fallið komið niður 0,5 pró­sent sam­an­borið við 0,8 af hundraði að jafn­aði á tíma­bil­inu 1996-2008.

Þetta er tals­vert lægra hlut­fall en ger­ist víð­ast á Vest­ur­löndum þar sem aug­lýs­inga­tekjur fjöl­miðla hafa um tals­vert skeið verið í kringum eitt pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu. Árið 2015 var hlut­fallið 0,8 af hundraði í Dan­mörku og Sví­þjóð og 0,7 í Finn­landi, 0,6 í Nor­egi, eða að jafn­aði 0,7 á Norð­ur­lönd­um.

Sam­an­lagðar tekjur fjöl­miðla af birt­ingu og flutn­ingi aug­lýs­inga reiknað í Evrum á íbúa er næst lægst hér á landi af Norð­ur­lönd­um, litlu hærri en í Finn­landi.

Hlut­deild frétta­blaða og hljóð­varps hærri en víð­ast

Sér­kenni íslensks aug­lýs­inga­mark­aðar eru tals­verð þegar litið er til hlut­falls­legar skipt­ingar aug­lýs­inga­tekna milli mis­mun­andi teg­unda fjöl­miðla. Hlut­deild frétta­blaða og hljóð­varps er hér hærri en víð­ast ger­ist. Sömu­leiðis sker Ísland sig úr frá hinum nor­rænu ríkj­unum og öðrum löndum varð­andi rýran hlut vef­miðla í aug­lýs­inga­tekj­um. Hlut­deild frétta­blaða í aug­lýs­inga­tekjum hér á landi ásamt í Finn­landi er með því hæsta. Hljóð­varp tekur hvergi til sín hærra hlut­fall af aug­lýs­inga­tekjum fjöl­miðla en hér á landi. Þessu er á þver­öfugan veg farið með vef­miðla, en hér er hlutur þeirra miklum mun rýr­ari en ann­ars stað­ar.

Hag­stofan bendir á að slá verði ákveð­inn varnagla við fjöl­þjóð­legum sam­an­burði sem þessum þar sem aðferðir við söfnun upp­lýs­inga sé á afar mis­jafnan veg farið eftir löndum og umfang aug­lýs­inga­mark­að­ar­ins bygg­ist víð­ast að tals­verðu leyti á mati.

Upp­lýs­ingar um aug­lýs­inga­tekjur fjöl­miðla eru fengnar úr árs­reikn­ingum og sam­kvæmt upp­lýs­ingum rekstr­ar­að­ila til Fjöl­miðla­nefndar frá 2011 og áður Hag­stofu Íslands. Í þeim til­fellum þegar upp­lýs­ingar frá rekstr­ar­að­ilum skortir eru aug­lýs­inga­tekjur áætl­aðar út frá virð­is­auka­skatti. Sam­kvæmt Hag­stof­unni verður að hafa hug­fast að tölur um aug­lýs­inga­tekjur fjöl­miðla eru að nokkru áætl­að­ar. Það á einkum við um tekjur hefð­bund­inna fjöl­miðla af vef. Tölur Hag­stof­unnar um aug­lýs­inga­tekjur fjöl­miðla taka ekki til umhverf­is­aug­lýs­inga, vöru­lista og skráa, né til tekna útlendra vefja af birt­ingu íslenskra aug­lýs­inga.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent