Minnsta hækkun á fasteignamarkaðinum í tvö ár

Verð hækkaði einungis um 0,17 prósent í október sem er minnsta hækkun milli mánaða frá því í júní 2015.

Raunverð fasteigna hefur hækkað nær stöðugt frá því í upphafi ársins 2013 en lækkar nú örlítið milli mánaða.
Raunverð fasteigna hefur hækkað nær stöðugt frá því í upphafi ársins 2013 en lækkar nú örlítið milli mánaða.
Auglýsing

Verð hækk­aði ein­ungis um 0,17 pró­sent í októ­ber sem er minnsta hækkun milli mán­aða í rúm tvö ár eða frá því í júní 2015. Þar af hækk­aði verð á sér­býli um 0,3 pró­sent og verð á fjöl­býli um 0,1 pró­sent. Hækk­anir frá fyrra ári eru á hraðri leið niður en eftir sem áður mjög mikl­ar. Í gær birti Þjóð­skrá Íslands tölur um fast­eigna­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í októ­ber og greint er frá því í Hag­sjá Lands­bank­ans. 

Sam­kvæmt tölum Þjóð­skrár hefur verð á fjöl­býli hækkað um 17 pró­sent á síð­ustu 12 mán­uðum og verð á sér­býli um 19 pró­sent. Heild­ar­hækk­unin nemur 17,6 pró­sent, sem er eilítið meira en í síð­asta mán­uð­i. 

Fast­eigna­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur hækkað um 4,5 pró­sent á síð­ustu sex mán­uðum en hækk­aði um 12,5 pró­sent næstu sex mán­uði þar á und­an.

Auglýsing

Segir enn­fremur í Hag­sjá að raun­verð fast­eigna hafi hækkað nær stöðugt frá því í upp­hafi árs­ins 2013 en lækki nú örlítið milli mán­aða. Verð­bólga hefur verið lítil og stöðug síð­ustu miss­eri og því hefur raun­verð fast­eigna hækkað mun meira en ella. Að und­an­skildum hús­næð­is­kostn­aði hefur ríkt verð­hjöðnun í hag­kerf­inu frá því um mitt ár 2016. Vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis í nýliðnum októ­ber var þannig 2,3 pró­sent lægri en í októ­ber 2016. Raun­verð fast­eigna hefur því hækkað um rúm 20 pró­sent á einu ári, frá októ­ber 2016 til októ­ber 2017.

Sé litið á fjölda við­skipta með íbúð­ar­hús­næði má sjá að þró­unin hefur verið mjög sveiflu­kennd á síð­ustu mán­uð­um, greinir . Fjölda við­skipta með fjöl­býli hefur frekar fækkað allt frá því í nóv­em­ber 2016, þó með stökkum upp á við inn á milli, t.d. nú í októ­ber. 

Tölur um fjölda við­skipta fyrir fjöl­býli eru þannig mun lægri en fyrir ári síð­an.

Sé fjöldi við­skipta yfir lengri tíma skoð­aður má sjá að tími sam­fellds vaxtar milli ára er lið­inn, að minnsta kosti í bili. Sé með­al­fjöldi við­skipta á þessu ári bor­inn saman við sömu stærðir á síð­ustu árum má sjá að tölu­vert hefur dregið úr við­skiptum bæði með fjöl­býli og sér­býli, eða sem nemur rúmum níu pró­sentu­stig­um.

Íbúðum til sölu fjölgar á þessu ári

Íbúðum til sölu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur fjölgað nokkuð á þessu ári og magnið er nú svipað og það var á seinni hluta árs­ins 2015. Þá hefur sölu­tími fast­eigna einnig lengst. Hvort tveggja ætti að geta stuðlað að meiri ró á mark­aðn­um, að mati hag­fræði­deildar Lands­bank­ans. 

„Tölu­verð umræða hefur verið um mögu­lega kólnun fast­eigna­mark­að­ar­ins eftir að nokkuð dró úr verð­hækk­unum í sum­ar. Litlar hækk­anir áttu hins vegar ein­ungis við um fjöl­býli á þessum tíma; hækk­anir á sér­býli voru áfram mikl­ar. Nú í októ­ber voru verð­hækk­anir litlar á bæði fjöl­býli og sér­býli sem styrkir þá skoðun að tíma­bili mik­illa verð­hækk­ana fast­eigna fari að linna,“ segir í grein­inni.

Jafn­framt segir að eftir sem áður beri að und­ir­stika að ætíð sé vara­samt að túlka breyt­ingar milli ein­stakra mán­aða. En sé litið yfir lengra tíma­bil nú, til dæmis með því að bera saman síð­ustu sex mán­uði og sex mán­uði þar á undan lítur út fyrir að tíma­bil hóf­legri verð­hækk­ana sé runnið upp.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent