Minnsta hækkun á fasteignamarkaðinum í tvö ár

Verð hækkaði einungis um 0,17 prósent í október sem er minnsta hækkun milli mánaða frá því í júní 2015.

Raunverð fasteigna hefur hækkað nær stöðugt frá því í upphafi ársins 2013 en lækkar nú örlítið milli mánaða.
Raunverð fasteigna hefur hækkað nær stöðugt frá því í upphafi ársins 2013 en lækkar nú örlítið milli mánaða.
Auglýsing

Verð hækk­aði ein­ungis um 0,17 pró­sent í októ­ber sem er minnsta hækkun milli mán­aða í rúm tvö ár eða frá því í júní 2015. Þar af hækk­aði verð á sér­býli um 0,3 pró­sent og verð á fjöl­býli um 0,1 pró­sent. Hækk­anir frá fyrra ári eru á hraðri leið niður en eftir sem áður mjög mikl­ar. Í gær birti Þjóð­skrá Íslands tölur um fast­eigna­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í októ­ber og greint er frá því í Hag­sjá Lands­bank­ans. 

Sam­kvæmt tölum Þjóð­skrár hefur verð á fjöl­býli hækkað um 17 pró­sent á síð­ustu 12 mán­uðum og verð á sér­býli um 19 pró­sent. Heild­ar­hækk­unin nemur 17,6 pró­sent, sem er eilítið meira en í síð­asta mán­uð­i. 

Fast­eigna­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur hækkað um 4,5 pró­sent á síð­ustu sex mán­uðum en hækk­aði um 12,5 pró­sent næstu sex mán­uði þar á und­an.

Auglýsing

Segir enn­fremur í Hag­sjá að raun­verð fast­eigna hafi hækkað nær stöðugt frá því í upp­hafi árs­ins 2013 en lækki nú örlítið milli mán­aða. Verð­bólga hefur verið lítil og stöðug síð­ustu miss­eri og því hefur raun­verð fast­eigna hækkað mun meira en ella. Að und­an­skildum hús­næð­is­kostn­aði hefur ríkt verð­hjöðnun í hag­kerf­inu frá því um mitt ár 2016. Vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis í nýliðnum októ­ber var þannig 2,3 pró­sent lægri en í októ­ber 2016. Raun­verð fast­eigna hefur því hækkað um rúm 20 pró­sent á einu ári, frá októ­ber 2016 til októ­ber 2017.

Sé litið á fjölda við­skipta með íbúð­ar­hús­næði má sjá að þró­unin hefur verið mjög sveiflu­kennd á síð­ustu mán­uð­um, greinir . Fjölda við­skipta með fjöl­býli hefur frekar fækkað allt frá því í nóv­em­ber 2016, þó með stökkum upp á við inn á milli, t.d. nú í októ­ber. 

Tölur um fjölda við­skipta fyrir fjöl­býli eru þannig mun lægri en fyrir ári síð­an.

Sé fjöldi við­skipta yfir lengri tíma skoð­aður má sjá að tími sam­fellds vaxtar milli ára er lið­inn, að minnsta kosti í bili. Sé með­al­fjöldi við­skipta á þessu ári bor­inn saman við sömu stærðir á síð­ustu árum má sjá að tölu­vert hefur dregið úr við­skiptum bæði með fjöl­býli og sér­býli, eða sem nemur rúmum níu pró­sentu­stig­um.

Íbúðum til sölu fjölgar á þessu ári

Íbúðum til sölu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur fjölgað nokkuð á þessu ári og magnið er nú svipað og það var á seinni hluta árs­ins 2015. Þá hefur sölu­tími fast­eigna einnig lengst. Hvort tveggja ætti að geta stuðlað að meiri ró á mark­aðn­um, að mati hag­fræði­deildar Lands­bank­ans. 

„Tölu­verð umræða hefur verið um mögu­lega kólnun fast­eigna­mark­að­ar­ins eftir að nokkuð dró úr verð­hækk­unum í sum­ar. Litlar hækk­anir áttu hins vegar ein­ungis við um fjöl­býli á þessum tíma; hækk­anir á sér­býli voru áfram mikl­ar. Nú í októ­ber voru verð­hækk­anir litlar á bæði fjöl­býli og sér­býli sem styrkir þá skoðun að tíma­bili mik­illa verð­hækk­ana fast­eigna fari að linna,“ segir í grein­inni.

Jafn­framt segir að eftir sem áður beri að und­ir­stika að ætíð sé vara­samt að túlka breyt­ingar milli ein­stakra mán­aða. En sé litið yfir lengra tíma­bil nú, til dæmis með því að bera saman síð­ustu sex mán­uði og sex mán­uði þar á undan lítur út fyrir að tíma­bil hóf­legri verð­hækk­ana sé runnið upp.

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent