Hlutverk félagsþjónustu mikilvægt á óvissutímum og í kreppu

Út er komin lokaskýrsla Norrænu velferðarvaktarinnar. Um er að ræða skýrslu í TemaNord ritröðinni en hún er helguð árangri af starfi vinnuhópa eða verkefna á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar.

10191425194_f9ca748610_c.jpg
Auglýsing

Á und­an­förnum árum hafa Norð­ur­löndin þurft að ganga í gegnum ýmsar ham­farir á borð við nátt­úru- og tækni­ham­farir og ham­farir af manna­völd­um. Slíkar ham­farir eru að aukast og til þess að verja þá sem minnst mega sín í sam­fé­lög­unum er mik­il­vægt að félags­þjón­ustan sé hluti af sér­stöku neyð­arteymi. 

Þetta kemur fram í loka­skýrslu Nor­rænu vel­ferð­ar­vakt­ar­innar. Um er að ræða skýrslu í TemaNord rit­röð­inni en hún er helguð árangri af starfi vinnu­hópa eða verk­efna á vegum Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­inn­ar. 

Segir í skýrsl­unni að til­gang­ur­inn með þeim til­lögum sem lagðar eru fyrir í henni sé að gera nor­ræna vel­ferð­ar­kerfið öfl­ugra og betra í stakk búið til að takast á við áskor­anir fram­tíð­ar­inn­ar. 

Auglýsing

Nor­ræna vel­ferð­ar­vaktin var rann­sókn­ar­verk­efni  í for­mennsku­á­ætlun Íslands 2014 og náði til þriggja ára. Mark­mið verk­efn­is­ins var að finna betri leiðir til að mæla og fylgj­ast með vel­ferð borg­ar­anna, rann­saka áhrif fjár­mála­þreng­inga og tengdra afleið­inga á nor­rænu vel­ferð­ar­kerfin og kort­leggja hlut­verk félags­þjón­ustu við hvers konar vá. 

Umfangs­miklar skýrslur hafa verið gefnar út á vegum verk­efn­is­ins og er fjallað um helstu nið­ur­stöður þeirra í loka­skýrsl­unni. Einnig er fjallað um Nor­rænan vel­ferð­ar­um­ræðu­vett­vang og frek­ari útfærslu nýrra Nor­ræna vel­ferð­ar­vísa. Verk­efnið skipt­ist í þrjá meg­in­þætt­i. 

Finn­land, Nor­egur og Sví­þjóð með sér­staka áherslu á félags­þjón­ustu

Í fyrsta lagi er fjallað um vel­ferð og vá í skýrsl­unn­i. Segir í til­kynn­ingu frá vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu að metið hafi verið hvernig nor­ræn vel­ferð­ar­kerfi eru und­ir­búin undir hvers konar vá með sér­staka áherslu á hlut­verk félags­þjón­ustu. Dreg­inn hafi verið lær­dómur af starfi Vel­ferð­ar­vakt­ar­innar sem var stofn­sett hér á landi í kjöl­far efna­hag­skrepp­unn­ar, við­bragðs­kerfi ann­arra Norð­ur­landa kort­lögð og skoðað hvernig nor­ræn vel­ferð­ar­kerfi þurfa að búa sig undir áskor­anir kom­andi ára. Sér­stök áhersla hafi verið lögð á hlut­verk félags­þjón­ustu og hvernig hún geti aukið við­náms­þrótt ein­stak­linga og sam­fé­laga. 

Í aðal­nið­ur­stöðum segir að Finn­land, Nor­egur og Sví­þjóð leggi sér­staka áherslu á félags­þjón­ustu í reglu­verki þeirra þegar erf­iðir tímar steðja að. Í skýrsl­unni er bent á að í Sví­þjóð séu reglu­verkin fólgin í lög­unum sjálfum sama hverjar aðstæður eru, en sér­stök lög séu í hinum lönd­unum tveimur þegar um óvissu­á­stand er að ræða. 

Öll Norð­ur­löndin ætl­ast til þess að yfir­völd búi til áætlun fyrir óvissu­tíma, þrátt fyrir að á Íslandi og í Dan­mörku sé ekki fjallað sér­stak­lega um hlut­verk félags­þjón­ustu þegar vá stendur yfir. Hins vegar beri henni að gera áætlun ef eitt­hvað kemur upp á. 

Dreg­inn lær­dómur af mis­tökum og sigrum

Í öðru lagi er fjallað um kreppur og vel­ferð í skýrsl­unni. Segja skýrslu­höf­undar að gerð hafi verið víð­tæk rann­sókn á afleið­ingum fjár­málakreppa á Norð­ur­lönd­un­um, bæði á yfir­stand­andi kreppu og kreppum um 1990 og könnuð sér­stak­lega við­brögð stjórn­valda og árangur af þeim. Gerður hafi verið sam­an­burður við valin Evr­ópu­lönd svo sem Eystra­salts­rík­in, Írland, Bret­land, Grikk­land, Ung­verja­land, Spán og Portú­gal. 

Dreg­inn hafi verið lær­dómur af því sem vel var gert og öðru sem skil­aði ekki árangri. Þau segja að Oxford Uni­versity Press hafi sam­þykkt að gefa út bók út frá þessu verk­efni, sem ber vinnu­heitið Welfare and the Great Recessi­o. 

Í úrdrætti úr bók­inni kemur fram að reynslan af efna­hags­hrun­inu hafi verið mjög mis­mun­andi milli þjóða. Slíkt hið sama hafi verið uppi á ten­ingnum í krepp­unni á fjórða ára­tug síð­ustu aldar en mis­mun­ur­inn hafi falist í því að vel­ferð­ar­kerfið er öfl­ugra nú en þá og í öðru lagi að meiri þekk­ing er á því hvernig eigi að koma í veg fyrir efna­hags­legar kreppur og bregð­ast við þeim. Þessi þekk­ing hafi aftur á móti verið notuð með mis­mun­andi hætti eftir þjóð­u­m. 

Mis­jafn árangur milli þjóða

Atvinnu­leysi, fjár­hags­örð­ug­leik­ar, ójöfn­uður og fátækt jókst gríð­ar­lega í krepp­unni. Áhrifin voru mis­jöfn milli landa, jafn­vel milli þeirra landa sem verst komu út úr henni. Í bók­inni segir enn fremur að sum löndin við Mið­jarð­ar­hafið hafi komið ein­stak­lega illa út úr hrun­inu og átt erfitt með að rísa upp á ný. Önnur ríki á borð við Eystra­salts­rík­in, Írland og Íslandi hafi komið illa út úr sömu kreppu en gengið betur og hraðar að byggja upp sam­fé­lagið að nýju. 

Einnig er bent á að Norð­ur­löndin hafi komið til­tölu­lega vel út úr efna­hags­hrun­inu fyrir utan Ísland.

Í þriðja og síð­asta lagi voru unnar til­lögur að Nor­rænum vel­ferð­ar­vísum og segir í skýrsl­unni að til­gang­ur­inn hafi verið að auð­velda stjórn­völdum yfir­sýn yfir sam­fé­lags­þró­un­ina á hverjum tíma. Slíkir vel­ferð­ar­vísar auð­velda stefnu­mótun og ákvarð­ana­töku þannig að unnt verði að efla frekar nor­rænu vel­ferð­ar­kerf­in. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent