Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg kveður upp dóm sinn í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, gegn íslenska ríkinu í dag.
Málið höfðaði Geir vegna þess að hann taldi málið höfðað á pólitískum rótum og að málatilbúnaður hefði verið í vegamiklum þáttum gallaður. Hann neitaði staðfastlega sök og hafnaði því með öllu, að hafa brotið af sér, eins og ákæra bar með sér.
Geir var einn ákærður í málinu.
Geir var fundinn sekur fyrir Landsdómi í apríl 2012 um að hafa í aðdraganda efnahagshrunsins brotið gegn 17. grein stjórnarskrárinnar þar sem kveðið er á um skyldu til að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni. Sýknað var í öllum vegamestu atriðunum, meðal annars þeim sem snéru að því hvers vegna Icesave reikningar Landsbankans voru ekki fluttir í dótturfélag.
Aðalmeðferð í málinu fór fram 5. til 16. mars 2012 og voru 40 vitni kölluð fyrir landsdóm í spennuþrunginni málsmeðferð. Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, flutti málið fyrir hönd Alþingis og Andri Árnason hrl. var verjandi Geirs.
Allar helstu persónur sem stóðu í framvarðarsveit íslensku bankanna og stjórnmála, fyrir hrunið, komu fyrir dóminn og báru vitni um allt sem snéri að efnisatriðum ákærunnar.
Kvörtun Geirs til dómstólsins sneri að því ákæra gegn honum hefði verið á pólitískum grundvelli, að gallar hefðu verið á málatilbúnaði auk þess sem Landsdómur hefði ekki verið sjálfstæður og hlutlaus.
Dómur í málinu féll 23. apríl og kemur fram í honum yfirgripsmikil yfirferð yfir tímann fyrir hrun, sem snýr að hruni bankakerfisins. Dómurinn er 415 blaðsíður að lengd.
Geir var sakfelldur fyrir síðasta ákæruliðinn af fjórum, þ.e.a.s. að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni. #landsdomur
— Fréttastofa RÚV (@RUVfrettir) April 23, 2012
Málið dæmdur Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, Ástríður Grímsdóttir, Benedikt Bogason, Brynhildur Flóvenz, Eggert Óskarsson, Eiríkur Tómasson, Fannar Jónasson, Garðar Gíslason, Hlöðver Kjartansson, Ingibjörg Benediktsdóttir, Linda Rós Michaelsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Sigrún Magnúsdóttir, Viðar Már Matthíasson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson.
Aðalmeðferð í málinu fór fram í Þjóðmenningarhúsinu og var ekki heimilt að sýna beint frá málsmeðferðinni. Fjölmiðlar lýstu því sem fram fór með hjálp Twitter og veffrétta, og voru beinar útsendingar frá vettvangi alla dagana sem málið fór fram. Mikill áhugi var á málinu erlendis frá, og komu margir erlendir fjölmiðlar til landsins vegna málsins þegar það hófst, og fylgdust með framgangi þess.
Eftir að dómur féll í málinu ávarpaði Geir viðstadda stuttlega og sagðist ósáttur við að hafa verið fundinn sekur um það atriði sem sú niðurstaða byggði á. Hann fagnaði því að vera saklaus af meginatriðum málsins, og sagði málið allt niðurlægingu fyrir stjórnmálin á Íslandi, þar sem um pólitísk réttarhöld væri að ræða.