Björt Ólafsdóttir sækist eftir því að verða nýr formaður Bjartrar framtíðar, en aukaársfundur flokksins fer fram á morgun á Hótel Cabin.
Nichole Leigh Mosty sækist eftir því að verða formaður stjórnar flokksins. Björt er starfandi umhverfisráðherra, og var þingmaður Bjartrar framtíðar ásamt Nichole Leigh fram síðustu kosningum, en Björt framtíð þurrkaðist út af þingi þar sem flokkurinn náði ekki 5 prósent lágmarkinu.
Á aukaársfundinum mun verða unnið að sveitarstjórnarmálum en Björt Framtíð er í meirihluta í þremur sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði.
Auglýsing