Björt Ólafsdóttir var í dag kjörin nýr formaður Bjartrar framtíðar, en aukaársfundur flokksins fór fram í dag á Hótel Cabin. Hún var ein í framboði.
Þrjú gáfu kost á sér í embætti stjórnarformanns. Þau voru: Nichole Leigh Mosty, Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir og Ágúst Már Garðarsson.
Auglýsing
Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir var kjörin stjórnarformaður flokksins með 55 prósent atkvæða.