Andrés Ingi: Texti sem hefði allt eins geta komið frá Viðskiptaráði

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, segist óttast að Vinstri græn verði samdauna samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn, og nái ekki að hafa nægilega mikil áhrif.

7DM_5744_raw_170912.jpg Alþingi 12. september 2017. Andrés Ingi Jónsson
Auglýsing

Andrés Ingi Jóns­son, þing­maður Vinstri grænna, sagði í ræðu sinni á flokks­ráðs­fundi flokks­ins í kvöld, þar sem hann færði rök fyrir ákvörðun sinni um að styðja ekki stjórn­ar­sam­starf Vinstri grænna, Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sjálf­stæð­is­flokks­ins, að hann ótt­ist að flokk­ur­inn verði of „samdauna“ sam­starfs­flokk­un­um, og geti ekki haft nægi­lega mikil áhrif. 

Hann segir auk þess að margt í stjórn­ar­sátt­mál­anum sé of líkt því sem frá­far­andi rík­is­stjórn hafi verið með í sínum sátt­mála, og það sé ekki eitt­hvað sem Vinstri græn geti sætt sig við.

Í ræðu sinni sagði hann að text­inn sem tengd­ist umfjöllun um skatta­mál hefði allt eins geta komið frá Við­skipta­ráði en Vinstri græn­um.

Auglýsing

Flokks­ráðs­fundur Vinstri grænna stendur nú yfir, og mun fara fram leyni­leg kosn­ing um stjórn­ar­sam­starfið í lok fund­ar.

Ræð­una hefur Andrés Ingi birt í heild sinni á Face­book síðu sinni, og fer hér eftir orð­rétt:

„Góðir félag­ar.

Frekar en að halda ykkur í óvissu í fjórar mín­útur ætla ég að byrja á end­in­um.

Ég er sann­færður um að Katrín Jak­obs­dóttir verði stór­fínn for­sæt­is­ráð­herra og ég óska henni alls hins besta í þeim verk­efnum sem eru framund­an, en ég er ekki sann­færður um að þetta sé rétta rík­is­stjórnin fyrir hana eða Vinstri græn. Ég sé of mikla ann­marka á stjórn­ar­sátt­mál­anum og mun því ekki styðja hann.

Í fyrsta lagi þá sé ég of margt líkt með stjórn­ar­sátt­mála frá­far­andi rík­is­stjórnar. Það er að segja, ég sé ekki nógu mörg afger­andi merki þess að hér sé að verða ein­hver við­snún­ingur í stjórn rík­is­ins – að Vinstri græn hafi haft áhrif, víkkað út rammann og dregið sam­starfs­flokk­ana í rétta átt. Nefni hér örfá dæmi:

  • Örugg og góð heil­brigð­is­þjón­usta, óháð efna­hag og þjóð­fé­lags­stöðu - með minni greiðslu­þátt­töku.
  • Vernd mið­há­lend­is­ins.
  • Öfl­ugri við­brögð við kyn­ferð­is­brota­mál­um.
  • Skil­greina staf­rænt kyn­ferð­is­of­beldi í lög­um.
  • Taka á móti fleiri flótta­mönn­um.

Þessi ágætu atriði eru öll úr stjórn­ar­sátt­mála Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar frá því í byrjun þessa árs. Af hverju eiga þau að vera trú­verð­ug­ari í dag en þau voru fyrir tæpu ári?

Þó að ég viti að þing­flokkur Vinstri grænna sé barma­fullur af öfl­ugu stjórn­mála­fólki, þá er ég ekki það bjart­sýnn að ég trúi Vinstri grænum til að vera fólkið sem loks­ins tekst að gera Sjálf­stæð­is­flokk­inn að minni Sjálf­stæð­is­flokki.

Í öðru lagi þá byggir of margt í þessum sátt­mála á trausti gagn­vart sam­starfs­flokk­un­um.

Sátt­máli á milli pól­anna í íslenskum stjórn­málum þarf að vera skýr, sér­stak­lega í þeim málum þar sem flokk­ana greinir mest á. Þar þarf að vera nagl­fast hvernig eigi að vinna úr mál­un­um.

Ég hef t.d. áhyggjur af því að ekk­ert sé minnst á það hvernig vinna eigi með ramma­á­ætlun á kjör­tíma­bil­inu. Það er sagt að for­gangs­verk­efni verði að nýta þá orku sem þegar hefur verið virkj­uð, en ekk­ert sagt um fram­hald­ið. Ef það á að byggja á sam­eig­in­legri sýn flokk­anna sem ekki hefur verið skjal­fest, hvað er þá til að hemja mestu virkj­anafíklana í sam­starfs­flokk­unum þegar líður á kjör­tíma­bil­ið?

Eins hef ég áhyggjur af því að ekk­ert sé sagt um rekstr­ar­form á opin­berri þjón­ustu. Hvaða stöðu hefur heil­brigð­is­ráð­herra þá til að hreyfa and­mælum þegar næsta Klíník ætlar að hefja rekst­ur? Hvað gerum við þá næst þegar mennta­mála­ráð­herra dettur í hug að gefa einka­að­ilum opin­beran fram­halds­skóla?

Stóru deilu­málin þarf að útkljá í sam­starfs­sátt­mála. Það hefur ekki verið gert hérna.

Í þriðja lagi þá ótt­ast ég að Vinstri græn geti orðið samdauna sam­starfs­flokk­unum – og þykir text­inn sem liggur hér fyrir fund­inum þegar bera þess merki.

Lítum t.d. á upp­hafs­orð kafl­ans um skatta­mál: „Launa­hækk­anir und­an­far­inna ára ásamt hækk­uðu líf­eyr­is­fram­lagi atvinnu­rek­enda og sterkara gengi gjald­mið­ils­ins hafa dregið úr sam­keppn­is­hæfni atvinnu­lífs­ins“.

Svona orða­lagi hefði ég frekar búist við frá Við­skipta­ráði en sem inn­gang að skatta­stefnu rík­is­stjórnar Vinstri grænna.

Skoðum svo kafl­ann um örygg­is- og þró­un­ar­mál. Þar á að hafa þjóðar­ör­ygg­is­stefnu að leið­ar­ljósi, sem er að ýmsu leyti hið besta mál. Einn af ell­efu liðum stefn­unnar er t.d. frið­lýs­ing Íslands fyrir kjarn­orku­vopn­um.

En þjóðar­ör­ygg­is­stefnan kveður líka á um að aðild Íslands að Nató sé lyk­il­stoð í vörnum Íslands sem og varn­ar­samn­ingur Íslands og Banda­ríkj­anna. Það hefði nú þurft að segja mér það tvisvar að Nató og varn­ar­samn­ing­ur­inn yrðu leið­ar­ljós í stefnu rík­is­stjórnar Vinstri grænna.

Í fjórða lagi þarf að lesa þennan mál­efna­samn­ing í sam­hengi við ástæður þess að boðað var til síð­ustu kosn­inga og hvaða flokkar eru hinum megin við borð­ið. Höfum við for­sendur til að treysta flokknum sem spil­aði með þolendur í málum sem tengd­ust upp­reist æru og reyndi að þagga niður í þeim? Eigum við að ganga í sam­starf við flokk sem braut lög við skipun dóm­ara í Lands­rétt? Er hægt að stóla á sam­komu­lag við flokk sem síð­ast í sept­em­ber snérist gegn sam­komu­lagi við þing­lok og greiddi atkvæði gegn því að skjóta skjóls­húsi yfir flótta­börn?

Ég segi nei.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent