Í kappi við tímann - Meiri útgjöld í pípunum

Þrýst er á um meiri útgjöld til ýmissa innviðaverkefna.

Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Stóra myndin í fjár­laga­frum­varp­inu er að skýrast, en rík­is­stjórnin vinnur nú að því að koma saman helstu áherslum ráðu­neyta, áður en Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra, leggur fram nýtt frum­varp.

Ljóst er að mikið kapp við tím­ann er framund­an, þar sem sam­þykkjar þarf fjár­lög fyrir næsta ár fyrir ára­mót, en skammur tími verður til umfjöll­unar á Alþingi. Nú er stefnt að því að Alþingi komi saman 14. des­em­ber.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, sagði í fréttum RÚV í kvöld að hún hefði „góð orð“ frá leið­togum ann­arra flokka fyrir því að þetta muni ganga upp.

Auglýsing

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.

Í fjár­laga­frum­varpi Bene­dikts Jóhann­es­son­ar, þáver­andi fjár­mála­ráð­herra, var ráð fyrir því gert að afgangur yrði 44 millj­arðar af fjár­lögum næsta árs, en útlit er nú fyrir að hann verði eitt­hvað minni í fjár­laga­frum­varpi Bjarna. 

Sér­stak­lega er þrýst á um aukin útgjöld til heil­brigð­is- og mennta­mála, auk þess sem auknar áherslur á sam­göngu­fram­kvæmdir munu birt­ast í fjár­lög­un­um. Þá munu breyt­ingar á gjöldum og skatt­heimtu einnig setja sitt mark á frum­varp­ið. Betri afkomu af rík­is­rekstr­in­um, þegar kemur að tekj­um, mun þó koma á móti og hafa áhrif til góðs á heild­ar­út­kom­una.

Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­flokk­anna, Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins, er fjallað um efna­hags­málin meðal ann­ars útfrá mik­il­vægi þess að styrkja inn­viði lands­ins. „Tek­ist hefur að ná jafn­vægi í rík­is­fjár­málum en þegar horft er til inn­viða sam­fé­lags­ins og nýrra við­fangs­efna blasa við brýn og umfangs­mikil verk­efni. Efna­hagur á lands­vísu hefur vænkast hratt und­an­farin ár en gæta þarf að jafn­vægi með þjóð­inni og tæki­færum allra sem landið byggja. Stefna þarf að stöð­ug­leika til lengri tíma og auka gagn­sæi í athafna­lífi og allri stjórn­sýslu til að efla traust almenn­ings á rekstri fyr­ir­tækja, fjár­mála­lífi, stjórn­málum og stofn­unum sam­fé­lags­ins,“ segir í stefnu­yf­ir­lýs­ingu stjórn­ar­inn­ar.

Konurnar sem saka Trump um áreitni eiga skilið að fá áheyrn
Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að allar konur sem telja á sér brotið eigi skilið að fá áheyrn, og það eigi líka við um þær sem hafa sakað Trump Bandaríkjaforseta um áreitni.
11. desember 2017
Fimmtán milljarða innviðainnspýting
Stjórnarflokkarnir ætla sér að auka verulega við fjármagn til heilbrigðis- og menntakerfisins, samkvæmt umfjöllun Fréttablaðsins í dag.
11. desember 2017
Í þá tíð… Dauði fjölmiðlamógúlsins
Blaðaútgefandinn Robert Maxwell var einn fyrirferðarmesti útgefandi Bretlands um árabil. Hann fór með himinskautum á hátindi veldis síns, en fallið var hátt og endalokin voveifleg.
10. desember 2017
Fjölmenni og samstaða á #Metoo viðburðum
Fjölmenni er nú á #Metoo viðburði í Borgarleikhúsinu. Viðburðir eru haldir um allt land þar sem minnst er á mikilvægi byltingarinnar.
10. desember 2017
Nær Ive að blása lífi í nýsköpunina hjá Apple?
Bretinn Jonathan Ive hefur tekið við stjórnun hönnunar og notendaupplifunar hjá Apple á nýjan leik. Þetta verðmætasta fyrirtæki heimsins hefur fengið á sig mikla gagnrýni að undanförnu fyrir að koma ekki fram með nægilega miklar nýjungar.
10. desember 2017
Starfsemi Tencent er marghliða en þróun fyrirtækisins tengist mjög náið vexti millistéttarinnar og snjallsímavæðingarinnar í Kína.
Tencent tekur fram úr Facebook
Kínverska tæknifyrirtækið Tencent hefur tekið fram úr Facebook í markaðsvirði og er nú meðal fimm stærstu fyrirtækja í heimi. Ör vöxtur Tencent og Alibaba á síðustu árum sýnir að kínverski tækniiðnaðurinn hefur tekið stakkaskiptum.
10. desember 2017
Lars Lökke Rasmussen
Á bláþræði
Danska ríkisstjórn hefur átt í vök að verjast að undanförnu. Danski Þjóðarflokkurinn er í lykilstöðu á hinu kvika pólitíska sviði í Danmörku.
10. desember 2017
Þriðji dagur Katrínar í stjórnarráðinu
Katrín Jakobsdóttir fékk lyklana að stjórnarráðinu á föstudegi, á þriðjudeginum fékk Auður Jónsdóttir rithöfundur að elta hana í nýju starfi og spyrja spurninga; annan dag fyrstu vikunnar í stjórnarráðinu.
9. desember 2017
Meira úr sama flokkiInnlent