Í kappi við tímann - Meiri útgjöld í pípunum

Þrýst er á um meiri útgjöld til ýmissa innviðaverkefna.

Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Stóra myndin í fjár­laga­frum­varp­inu er að skýrast, en rík­is­stjórnin vinnur nú að því að koma saman helstu áherslum ráðu­neyta, áður en Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra, leggur fram nýtt frum­varp.

Ljóst er að mikið kapp við tím­ann er framund­an, þar sem sam­þykkjar þarf fjár­lög fyrir næsta ár fyrir ára­mót, en skammur tími verður til umfjöll­unar á Alþingi. Nú er stefnt að því að Alþingi komi saman 14. des­em­ber.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, sagði í fréttum RÚV í kvöld að hún hefði „góð orð“ frá leið­togum ann­arra flokka fyrir því að þetta muni ganga upp.

Auglýsing

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.

Í fjár­laga­frum­varpi Bene­dikts Jóhann­es­son­ar, þáver­andi fjár­mála­ráð­herra, var ráð fyrir því gert að afgangur yrði 44 millj­arðar af fjár­lögum næsta árs, en útlit er nú fyrir að hann verði eitt­hvað minni í fjár­laga­frum­varpi Bjarna. 

Sér­stak­lega er þrýst á um aukin útgjöld til heil­brigð­is- og mennta­mála, auk þess sem auknar áherslur á sam­göngu­fram­kvæmdir munu birt­ast í fjár­lög­un­um. Þá munu breyt­ingar á gjöldum og skatt­heimtu einnig setja sitt mark á frum­varp­ið. Betri afkomu af rík­is­rekstr­in­um, þegar kemur að tekj­um, mun þó koma á móti og hafa áhrif til góðs á heild­ar­út­kom­una.

Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­flokk­anna, Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins, er fjallað um efna­hags­málin meðal ann­ars útfrá mik­il­vægi þess að styrkja inn­viði lands­ins. „Tek­ist hefur að ná jafn­vægi í rík­is­fjár­málum en þegar horft er til inn­viða sam­fé­lags­ins og nýrra við­fangs­efna blasa við brýn og umfangs­mikil verk­efni. Efna­hagur á lands­vísu hefur vænkast hratt und­an­farin ár en gæta þarf að jafn­vægi með þjóð­inni og tæki­færum allra sem landið byggja. Stefna þarf að stöð­ug­leika til lengri tíma og auka gagn­sæi í athafna­lífi og allri stjórn­sýslu til að efla traust almenn­ings á rekstri fyr­ir­tækja, fjár­mála­lífi, stjórn­málum og stofn­unum sam­fé­lags­ins,“ segir í stefnu­yf­ir­lýs­ingu stjórn­ar­inn­ar.

Meira úr sama flokkiInnlent