Í kappi við tímann - Meiri útgjöld í pípunum

Þrýst er á um meiri útgjöld til ýmissa innviðaverkefna.

Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Stóra myndin í fjár­laga­frum­varp­inu er að skýrast, en rík­is­stjórnin vinnur nú að því að koma saman helstu áherslum ráðu­neyta, áður en Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra, leggur fram nýtt frum­varp.

Ljóst er að mikið kapp við tím­ann er framund­an, þar sem sam­þykkjar þarf fjár­lög fyrir næsta ár fyrir ára­mót, en skammur tími verður til umfjöll­unar á Alþingi. Nú er stefnt að því að Alþingi komi saman 14. des­em­ber.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, sagði í fréttum RÚV í kvöld að hún hefði „góð orð“ frá leið­togum ann­arra flokka fyrir því að þetta muni ganga upp.

Auglýsing

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.

Í fjár­laga­frum­varpi Bene­dikts Jóhann­es­son­ar, þáver­andi fjár­mála­ráð­herra, var ráð fyrir því gert að afgangur yrði 44 millj­arðar af fjár­lögum næsta árs, en útlit er nú fyrir að hann verði eitt­hvað minni í fjár­laga­frum­varpi Bjarna. 

Sér­stak­lega er þrýst á um aukin útgjöld til heil­brigð­is- og mennta­mála, auk þess sem auknar áherslur á sam­göngu­fram­kvæmdir munu birt­ast í fjár­lög­un­um. Þá munu breyt­ingar á gjöldum og skatt­heimtu einnig setja sitt mark á frum­varp­ið. Betri afkomu af rík­is­rekstr­in­um, þegar kemur að tekj­um, mun þó koma á móti og hafa áhrif til góðs á heild­ar­út­kom­una.

Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­flokk­anna, Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins, er fjallað um efna­hags­málin meðal ann­ars útfrá mik­il­vægi þess að styrkja inn­viði lands­ins. „Tek­ist hefur að ná jafn­vægi í rík­is­fjár­málum en þegar horft er til inn­viða sam­fé­lags­ins og nýrra við­fangs­efna blasa við brýn og umfangs­mikil verk­efni. Efna­hagur á lands­vísu hefur vænkast hratt und­an­farin ár en gæta þarf að jafn­vægi með þjóð­inni og tæki­færum allra sem landið byggja. Stefna þarf að stöð­ug­leika til lengri tíma og auka gagn­sæi í athafna­lífi og allri stjórn­sýslu til að efla traust almenn­ings á rekstri fyr­ir­tækja, fjár­mála­lífi, stjórn­málum og stofn­unum sam­fé­lags­ins,“ segir í stefnu­yf­ir­lýs­ingu stjórn­ar­inn­ar.

Íbúðalánasjóður vill endurskilgreina viðmið um hvað sé hæfilegt leiguverð
Þau leigufélög sem eru með lán frá Íbúðalánasjóði eru að rukka leigu í samræmi við markaðsleigu eða aðeins undir henni. Íbúðalánasjóður segir markaðsleigu hins vegar ekki vera réttmætt viðmið og vill endurskilgreina hvað sé hæfilegt leiguverð.
Kjarninn 24. september 2018
ESB krefst rannsóknar á Danske Bank
Stærsti banki Danmerkur er nú í vondum málum vegna ásakana um peningaþvætti.
Kjarninn 24. september 2018
Niðurgreiðslur á póstsendingum milli landa að sliga Íslandspóst
Alþjóðasamningar um kostnaðarþátttöku í póstsendingum eru Íslandspósti og ríkisjóði dýrir.
Kjarninn 24. september 2018
Jákvæð áhrif staðla á norrænt efnahagslíf
Samkvæmt nýrri rannsókn hefur aukin notkun staðla jákvæð áhrif á efnahagslega þróun á Norðurlöndum.
Kjarninn 23. september 2018
Jáeindaskanni
Jáeindaskanninn stórt og tímafrekt verkefni
Forstjóri Landspítalans segir ákveðins misskilnings hafa gætt varðandi uppsetningu jáeindaskannans sem nú er kominn í notkun.
Kjarninn 23. september 2018
Ísland stendur sig ekki vel í meðhöndlun fráveitu
Ísland er í 2. sæti af 146 þjóðum þegar kemur að lífsgæðum og styrk félagslegra framfara samkvæmt nýjum lista Social Progress Imperative stofnunarinnar. Það sem dregur einkunn landsins niður er m.a. meðhöndlun fráveitu.
Kjarninn 23. september 2018
Úr mestu hækkun í heimi í snögga kólnun
Verulega hefur hægt á verðhækkunum á húsnæði að undanförnu. Verðlækkun mældist í ágúst. Þrátt fyrir það vantar ennþá þúsundir íbúa inn á markað til að mæta framboði, einkum litlar og meðalstórar íbúðir.
Kjarninn 23. september 2018
Af handaböndum og faðmlögum
Stundum er haft á orði að ekkert sé svo einfalt að ekki sé hægt að gera úr því stórmál. Fram til þessa hefur handaband og einfalt faðmlag ekki talist til stórmála en umræða um slíkt hefur nú ratað inn í sveitastjórnir í Danmörku, og danska þingið.
Kjarninn 23. september 2018
Meira úr sama flokkiInnlent