Í kappi við tímann - Meiri útgjöld í pípunum

Þrýst er á um meiri útgjöld til ýmissa innviðaverkefna.

Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Stóra myndin í fjár­laga­frum­varp­inu er að skýrast, en rík­is­stjórnin vinnur nú að því að koma saman helstu áherslum ráðu­neyta, áður en Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra, leggur fram nýtt frum­varp.

Ljóst er að mikið kapp við tím­ann er framund­an, þar sem sam­þykkjar þarf fjár­lög fyrir næsta ár fyrir ára­mót, en skammur tími verður til umfjöll­unar á Alþingi. Nú er stefnt að því að Alþingi komi saman 14. des­em­ber.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, sagði í fréttum RÚV í kvöld að hún hefði „góð orð“ frá leið­togum ann­arra flokka fyrir því að þetta muni ganga upp.

Auglýsing

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.

Í fjár­laga­frum­varpi Bene­dikts Jóhann­es­son­ar, þáver­andi fjár­mála­ráð­herra, var ráð fyrir því gert að afgangur yrði 44 millj­arðar af fjár­lögum næsta árs, en útlit er nú fyrir að hann verði eitt­hvað minni í fjár­laga­frum­varpi Bjarna. 

Sér­stak­lega er þrýst á um aukin útgjöld til heil­brigð­is- og mennta­mála, auk þess sem auknar áherslur á sam­göngu­fram­kvæmdir munu birt­ast í fjár­lög­un­um. Þá munu breyt­ingar á gjöldum og skatt­heimtu einnig setja sitt mark á frum­varp­ið. Betri afkomu af rík­is­rekstr­in­um, þegar kemur að tekj­um, mun þó koma á móti og hafa áhrif til góðs á heild­ar­út­kom­una.

Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­flokk­anna, Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins, er fjallað um efna­hags­málin meðal ann­ars útfrá mik­il­vægi þess að styrkja inn­viði lands­ins. „Tek­ist hefur að ná jafn­vægi í rík­is­fjár­málum en þegar horft er til inn­viða sam­fé­lags­ins og nýrra við­fangs­efna blasa við brýn og umfangs­mikil verk­efni. Efna­hagur á lands­vísu hefur vænkast hratt und­an­farin ár en gæta þarf að jafn­vægi með þjóð­inni og tæki­færum allra sem landið byggja. Stefna þarf að stöð­ug­leika til lengri tíma og auka gagn­sæi í athafna­lífi og allri stjórn­sýslu til að efla traust almenn­ings á rekstri fyr­ir­tækja, fjár­mála­lífi, stjórn­málum og stofn­unum sam­fé­lags­ins,“ segir í stefnu­yf­ir­lýs­ingu stjórn­ar­inn­ar.

WOW air er á uppleið á ný.
Indigo gæti fjárfest í WOW air fyrir 9,4 milljarða króna
Indigo Partners kemur inn í hluthafahóp WOW air og gefur mögulega út breytilegt skuldabréf til að fjármagna endurreisn félagsins.
Kjarninn 14. desember 2018
Skýrt í starfsreglum að meirihluti ræður niðurstöðum
Formaður tilnefningarnefndar VÍS segir engar heimildir vera í reglum nefndarinnar til að skila sératkvæði. Meirihlutinn ráði einfaldlega hverjum hún mæli með til stjórnarsetu.
Kjarninn 14. desember 2018
Vladimir Pútín, forseti Rússlands
Útflutningur til Rússlands dregist saman um 90 prósent vegna viðskiptaþvingana
Rúm þrjú ár eru síðan Rússland svaraði viðskiptaþvingunum íslenska ríkisins með innflutningsbanni á nær öll matvæli frá Íslandi. Í kjölfar innflutningsbannsins hefur útflutningur til Rússlands dregist saman um 90 prósent og tugi milljarða króna.
Kjarninn 14. desember 2018
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór pantar sér gult vesti
Formaður VR segir að ekkert sé að marka kosningaloforð stjórnmálamanna því þeir virðist eingöngu hafa hugsjónir og drifkraft í að breyta á fjögurra ára fresti, og þá aðeins í nokkra daga.
Kjarninn 14. desember 2018
Stakksberg telur íbúakosningu um stóriðju í Helguvík ólögmæta og geta leitt til bótaskyldu
Stakksberg, félag í eigu Arion banka, hefur sent Reykjanesbæ bréf þar sem félagið segir sveitarfélagið skaðabótaskylt ef komið verður í veg fyrir starfsemi kísilmálmverksmiðjunar sem áður var í eigu United Silicon.
Kjarninn 14. desember 2018
Miðflokkurinn hrynur í fylgi og Framsókn eykur við sig
Töluverðar sviptingar eru á fylgi stjórnmálaflokka samkvæmt nýrri könnun MMR.
Kjarninn 14. desember 2018
Vilhjálmur Árnason, stjórnarformaður Siðfræðistofnunar.
Siðfræðistofnun verður stjórnvöldum til ráðgjafar í siðfræðilegum efnum
Siðfræðistofnun verður stjórnvöldum til ráðgjafar í siðfræðilegum efnum tímabilið 1. janúar 2019 til 31. desember 2021. Greiðslur úr ríkissjóði fyrir verkið munu nema 10 milljónum króna árlega.
Kjarninn 14. desember 2018
Græðgi og spilling kemur enn upp í huga almennings - Bankasala framundan
Kannanir sem gerðar voru fyrir starfshóp stjórnvalda sem skilaði af sér Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið benda til þess að hrun fjármálakerfisins sé enn ferskt í minni almennings.
Kjarninn 14. desember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent