Formaður Læknafélags Íslands: Greiðslufyrirkomulag þarf að einfalda

Nýr formaður Læknafélags Íslands segir að fjármagnið sem kemur frá ríkinu inn í heilbrigðiskerfið þurfi að fylgja sjúklingnum sjálfum og með því móti endurspeglist hver hin raunverulega þörf er fyrir þjónustuna og hvar hagkvæmast er að veita hana.

landspitalinn_15416920093_o.jpg
Auglýsing

Reynir Arn­gríms­son var kjör­inn for­maður Lækna­fé­lags Íslands með raf­rænni kosn­ingu í maí síð­ast­liðn­um. Hann tók við emb­ætt­inu á aðal­fundi félags­ins nú í októ­ber af frá­far­andi for­manni, Þor­birni Jóns­syni. Hann segir í við­tali við Lækna­blað­ið að einn vandi sem Íslend­ingar standa frammi fyrir sé að tvö greiðslu­kerfi séu við lýði í heil­brigð­is­kerf­inu og þess vegna þurfi greiðslu­fyr­ir­komu­lagið á Íslandi að ein­falda og sam­ræma.

Hann var fyrsti for­maður LÍ sem kos­inn er með raf­rænni kosn­ingu og með þátt­töku allra félags­manna. Áður var for­maður kjör­inn á aðal­fundi af full­trúum aðild­ar­fé­lag­anna.

„Ég er mjög hlynntur lýð­ræð­i­svæð­ingu félags­ins og að allir félagar þess geti greitt atkvæði þegar kos­inn er for­maður og stjórn. Það end­ur­speglar frekar vilja félags­manna og einnig kemur betur fram fyrir hvað fram­bjóð­endur standa. Hverju þeir vilja ná fram með for­mennsku í félag­inu. Mínar áherslur sner­ust ekki hvað síst um að efla þurfi heilsu­gæsl­una en með því tel ég að leysa megi þannig aðgeng­is­hnút sem mynd­ast hefur í heil­brigð­is­kerf­inu og Land­spít­al­inn er ekki hvað síst að kikna und­an,“ segir hann í við­tal­inu.

Auglýsing

Hann seg­ist einnig hafa lagt mikla áherslu á kjara­mál lækna á spít­öl­unum og í heilsu­gæsl­unni og bæði í stöðu sinni sem for­maður Lækna­ráðs Land­spít­al­ans und­an­farin þrjú ár og í verk­falli sjúkra­hús­lækna hafi hann talað fyrir því að þetta væru þeir lækna­hópar sem bæta þyrfti kjörin hjá og sér­stak­lega í síð­ustu kjara­samn­ingum að hækka grunn­laun almennra lækna. Það tók­st, að hans mati. „Ég hef sagt að í næstu kjara­samn­ingum sé mik­il­vægt að end­ur­skoða og bæta vakta­greiðslur og ég held að það hafi ráðið miklu hjá flestum sem kusu mig.“

Læknar eiga að hafa atvinnu­frelsi

Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands.Reynir telur að grunn­stefna Lækna­fé­lags Íslands eigi að vera sú að læknar hafi atvinnu­frelsi eins og aðrir þegnar þessa lands. Að læknar geti farið í atvinnu­rekstur undir þeim skil­merkjum sem sett eru á hverjum tíma og þetta þurfi LÍ að standa vörð um. Enn fremur að kröfur sem gerðar eru til lækna sem vilja starfa sjálf­stætt séu sann­gjarnar og hóf­stillt­ar. 

Þegar fyrir liggur nið­ur­staða úr stefnu­mótun aðild­ar­fé­lag­anna sé mik­il­vægt að halda lækna­þing með ein­hvers­konar þjóð­fund­ar­sniði þar sem öllum félags­mönnum gefst sam­eig­in­lega kostur á að móta stefnu LÍ út á við og hvaða sýn læknar hafa á þróun heil­brigð­is­mála og stefnu í mála­flokkn­um. Læknar þurfi að skerpa afstöðu sína og koma henni á fram­færi nú þegar sótt er að starf­semi lækna og hún jafn­vel gerð tor­tryggi­leg.

Sjúkra­húsin best komin í höndum hins opin­bera

Þegar Reynir er spurður út í hvort félagið eigi að hafa ákveðna stefnu gagn­vart stjórn­völdum um heil­brigð­is­mál svarar hann því að hann telji að það sé ekki svig­rúm fyrir fleiri sjúkra­hús en nú eru og þau séu best komin í höndum hins opin­bera. „Þau þarf að efla veru­lega frá því sem nú er og ef til vill skerpa á skil­greindum verk­efnum þeirra. Hins vegar er þörfin fyrir ýmiss konar lækn­is­þjón­ustu greini­lega mikil og læknar sem vilja starfa sjálf­stætt eiga að geta veitt þjón­ustu sína. Það á að gilda hið sama um lækna og aðra heil­brigð­is­þjón­ustu enda eru engin rök fyrir öðru,“ segir hann.

Ekki er mik­ill áhugi fyrir einka­væð­ingu eða einka­rekstri í heil­brigð­is­þjón­ustu og segir Reynir að allir stjórn­mála­flokkar hafi lýst sig and­víga einka­væð­ingu en skiptar skoð­anir séu á meðal þeirra um einka­rekst­ur. „Al­menn sátt er um að hið opin­bera sé kaup­andi og greið­andi þjón­ust­unnar óháð rekstr­ar­formi þeirra sem veita hana og þá geri ég engan grein­ar­mun á lækn­um, sjúkra­þjálf­ur­um, ljós­mæðrum eða stofn­unum eins og öldr­un­ar­heim­il­um, Reykja­lundi eða Heilsu­stofnun NLFÍ eða heilsu­gæsl­unni og sjúkra­hús­um. Vand­inn sem við stöndum frammi fyrir er að við erum með tvö greiðslu­kerfi, þó ríkið sé greið­and­inn í báðum til­fellum og greiðslu­fyr­ir­komu­lagið þarf að ein­falda og sam­ræma.“

Hann er þeirrar skoð­unar að fjár­magnið eigi að fylgja sjúk­lingnum og með því móti end­ur­speglist hver hin raun­veru­lega þörf er fyrir þjón­ust­una og hvar hag­kvæm­ast er að veita hana. Hags­munir sjúk­linga eigi að ráða för þegar ákvarð­anir eru tekn­ar, með það að leið­ar­ljósi að tryggja gott aðgengi að lækn­is­þjón­ustu án veru­legra biðlista.

Vill sjá emb­ætti land­læknis virkara

Aðspurður út í hlut­verk land­læknis bendir Reynir á að emb­ættið sé mjög gam­alt og virðu­legt og gegni ýmsum hlut­verk­um. Hann segir að það eigi að vera ráð­gef­andi fyrir stjórn­völd um heil­brigð­is­mál og einnig að sinna eft­ir­liti með heil­brigð­is­þjón­ustu og gæta hags­muna almenn­ings gagn­vart heil­brigð­is­kerf­inu. „Það er mjög mik­il­vægt að í svo flóknu kerfi sé greiður aðgangur fyrir ein­stak­linga sem þurfa að koma kvört­unum eða athuga­semdum á fram­færi við eft­ir­lits­að­il­ann. Við höfum viljað sjá að emb­ætti land­læknis væri virkara í eft­ir­liti sínu og myndum alls ekki leggj­ast gegn því að full­trúar emb­ætt­is­ins kæmu oftar á vett­vang og fylgd­ust með því hvernig þjón­ustan er veitt, ef því finnst fram komnar vís­bend­ingar um eitt­hvað mis­jafnt hafi átt sér stað,“ segir hann.

Að hans mati á emb­ættið að vera leið­andi í því að setja sam­ræmda gæða­staðla fyrir alla heil­brigð­is­þjón­ustu og hafa sam­ráð við kaup­anda þjón­ust­unn­ar, Sjúkra­trygg­ingar Íslands, um hvaða kröfur skuli gerðar til gæða þjón­ust­unnar og mæl­an­legra gæða­vísa. Þá þyrfti emb­ættið að taka á vax­andi hjá- og skottu­lækn­ingum sem virð­ist þríf­ast óáreitt og fara vax­andi ef marka megi aug­lýs­inga­kálfa í dag­blöðum og á sam­fé­lags­miðl­um.

Ekki of miklir fjár­munir farið í sjálf­stætt starf­andi lækna

„Ég er hins vegar ekki viss um að það sé hlut­verk land­læknis að hafa skoðun á því hvaða rekstr­ar­form séu við­höfð í heil­brigð­is­kerf­inu en hann hefur komið með ágæta ábend­ingu um ágalla á hinu tví­þátta greiðslu­fyr­ir­komu­lagi sem við­gengst hér og ég nefndi hér áðan. Hann hefur enn fremur bent á að tugi millj­arða vantar inn í heil­brigð­is­kerfið og upp­bygg­ingu inn­viða þess og rekst­ur. Um þetta hvort tveggja get ég verið sam­mála hon­um,“ segir hann og bætir við að hann sé hins vegar ekki sam­mála þeim sem halda því fram að of miklum fjár­munum hafi verið varið til kaupa á þjón­ustu hjá sjálf­stætt starf­andi lækn­um.

Aukin þjón­usta sjálf­stætt starf­andi lækna telur hann að hafi fyrst og fremst fylgt vax­andi eft­ir­spurn vegna fjölg­unar og breyt­inga í ald­urs­sam­setn­ingu þjóð­ar­innar og almennri verð­lags­þróun í land­inu og að Íslend­ingar séu kröfu­harðir neyt­endur þegar kemur að því að fá úrlausn heilsu­far­s­vanda síns. Hin árlegu föstu fjár­fram­lög til rík­is­reknu heil­brigð­is­stofn­an­anna hafi hins vegar ekki alltaf fylgt nægj­an­lega verð­lags­þró­un­inni og lítið eða nán­ast ekk­ert svig­rúm hafi verið til að þróa starf­sem­ina og bæta í mörg ár og jafn­vel megi fara að tala um ára­tugi.

„Þarna hefur því skap­ast ákveðið mis­ræmi sem bent er á milli þess­ara greiðslu­kerfa en lausnin er ekki að fara að skera niður enn einn þjón­ustu­þátt­inn í heil­brigð­is­kerf­inu, eins og heyrst hefur meðal ann­ars í nýlið­inni kosn­inga­bar­áttu til Alþing­is. Heldur ein­henda sér í að tryggja að nægj­an­legu fjár­magni sé veitt til sjúkra­hús­anna, öldr­un­ar­þjón­ust­unnar og heilsu­gæsl­unnar svo þau geti þró­ast eðli­lega og gegnt hlut­verki sínu á full­nægj­andi og skil­virkan hátt,“ segir Reynir og bætir við að verk­efni þeirra þurfi líka að skil­greina og að það verði von­andi sett á odd­inn í náinni fram­tíð.

Við­talið í heild sinni má lesa á vef Lækna­blaðs­ins

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent