Fimmtán milljarða innviðainnspýting

Stjórnarflokkarnir ætla sér að auka verulega við fjármagn til heilbrigðis- og menntakerfisins, samkvæmt umfjöllun Fréttablaðsins í dag.

7DM_0664_raw_2184.JPG
Auglýsing

Gert er ráð fyrir allt að fimmtán millj­arða inn­spýt­ingu í rekstur bæði heil­brigð­is­kerf­is­ins og ­mennta­kerf­is­ins umfram það sem ­stefnt var að með fjár­laga­frum­varpi ­síð­ustu rík­is­stjórnar í nýju fjár­laga­frum­varpi. 

Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag, en í fjár­laga­frum­varpi Bene­dikts Jóhann­es­son­ar, þáver­andi fjár­mála­ráð­herra, var gert ráð fyrir 44 millj­arða króna afgangi á rekstri rík­is­sjóðs.

Fjár­laga­frum­varp Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála­ráð­herra, verður lagt fram á fimmtu­dag, þegar nýtt þing kemur sam­an. Ljóst er að umfjöllun um fjár­laga­frum­varpið þarf að ganga hratt fyrir sig, til að fjár­lög fáist sam­þykkt fyrir hátíðar eða ára­mót, en Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, hefur sagt að hún von­ist til umræðan muni ganga vel og að það náist góð sátt um fjár­laga­frum­varp­ið.

Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, heil­brigð­is­ráð­herra, segir í við­tali við Frétta­blaðið að auknir fjár­munir muni fara í grunn­heil­brigð­is­þjón­ust­una. „Inn­spýt­ingin fer í hina opin­beru heil­brigð­is­þjón­ustu; Land­spít­al­ann, heilsu­gæsl­una og hinar almenn­u ­sjúkra­stofn­anir um landið [...] Þessi hluti af al­manna­þjón­ust­unni hefur þurft að bíða allt of lengi og fólk hefur þurft að hlaupa hraðar og gera meira í all­ri heil­brigð­is­þjón­ust­unni allt frá hrun­i og í raun­inni leng­ur. Þannig að það er kom­inn tími til að þessir inn­við­ir fari að finna fyrir því að okkur er að ­ganga bet­ur,“ segir Svan­dís.

Í stjórn­ar­sátt­mála Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins er sér­stök áhersla lögð á að efla inn­viði í land­inu, og er sér­stak­lega fjallað um heil­brigð­is-, mennta-, og sam­göngu­mál í því sam­hengi, og einnig fjar­skipt­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent