Ríkissjóður verður rekinn með 35 milljarða afgangi – Útgjöld aukast um 15 milljarða

Ný ríkisstjórn kynnti fjárlagafrumvarp sitt í morgun. Tekjur verða meiri en áætlað var fyrr í haust en útgjöld munu sömuleiðis aukast umtalsvert.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur 2017
Auglýsing

Fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur gerir ráð fyrir því að rík­is­sjóður verði rekin með 35 millj­arða króna afgangi á næsta ári. Það er umtals­vert minni afgangur en frum­varp síð­ustu rík­is­stjórn­ar, sem var lagt fram í sept­em­ber, gerði ráð fyr­ir. Þá átti afgang­ur­inn að vera 44 millj­arðar króna. Áætl­aðar tekjur rík­is­sjóðs hafa auk þess hækkað á und­an­förnum mán­uð­um. Í sept­em­ber voru þær áætl­aðar 834 millj­arðar króna en eru nú áætl­aðar 840 millj­arðar króna. Áætluð útgjöld rík­is­ins á næsta ári hafa því verið aukin um 15 millj­arða króna af nýrri rík­is­stjórn. Skuldir rík­is­sjóðs eiga að lækka um 50 millj­arða á næsta ári.

Í til­kynn­ingu frá fjár­mála- og efna­hags­mála­ráðu­neyt­inu segir að veru­leg aukn­ing verði til mennta-, umhverf­is- og sam­göngu­mála. Á kjör­tíma­bil­inu stefnir rík­is­stjórnin að því að draga úr álög­um, gera skatt­heimtu sann­gjarn­ari og tryggja skil­virkt skatt­eft­ir­lit. „Áhersla verður lögð á lækkun tekju­skatts í neðra skatt­þrepi á kjör­tíma­bil­inu og for­gangs­mál er að lækka trygg­inga­gjald. Hvort tveggja er háð fram­vindu á vinnu­mark­aði og tekju­skatts­lækkun tekur að auki mið af öðrum aðstæðum í hag­kerf­in­u.“

Kjarn­inn mun fjalla ítar­lega um helstu áherslur frum­varps­ins í frétta­skýr­ingu síðar í dag.

Auglýsing

Helstu áherslur sam­kvæmt frum­varp­inu eru:

  • Aukið er við fram­lög til heil­brigð­is­mála,­meðal ann­ars með inn­spýt­ingu í heilsu­gæsl­una, með auknum nið­ur­greiðslum á tann­lækna­kostn­aði aldr­aðra og örorku­líf­eyr­is­þega og með auknum fram­lögum til lyfja­kaupa. Einnig er sjúkra­húss­þjón­usta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og á lands­byggð­inni styrkt, bæði til rekstrar og tækja­kaupa, og sér­stakt fram­lag er veitt til þjón­ustu við þolendur kyn­ferð­is­brota utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Heild­ar­hækkun fram­laga til heil­brigð­is­mála milli fjár­laga 2017 og 2018 nemur ríf­lega 21 millj­arði króna.

  • Útgjöld til barna­bóta hækka um tæpan 1 ma.kr. frá árinu 2017, í 10,5 ma.kr. úr 9,6 ma.kr. Fram­lög vegna fæð­ing­ar­or­lofs hækka um rúm­lega 1 millj­arð króna og frí­tekju­mark vegna atvinnu­tekna elli­líf­eyr­is­þega verður hækkað í upp­hafi árs 2018 úr 25.000 kr. í 100.000 kr. á mán­uði, sem eykur útgjöld um 1,1 ma.kr.

  • Á sviði mennta, menn­ingar og íþrótta­mála verða tals­verðar breyt­ingar til hækk­un­ar, sé miðað við for­sendur fjár­mála­á­ætl­un­ar. Þar má nefna 450 milljón króna fram­lag til mál­tækni­verk­efnis og þá eru fram­lög til fram­halds­skóla aukin um 400 millj­ónir króna og fram­lög til háskóla um 1 millj­arð króna. Er þetta liður í að auka gæði náms á þessum skóla­stigum og er mark­miðið að hækka fram­lög á hvern ársnem­enda háskól­anna þar til þau verða orðin sam­bæri­leg við OECD ríkin árið 2020 og síðan við Norð­ur­löndin árið 2025. Alls aukast fram­lög til mennta-, menn­ing­ar- og íþrótta­mála um 5,5 ma.kr.

  • Veru­leg aukn­ing er til ýmissa verk­efna á sviði sam­göngu- og fjar­skipta­mála, sam­tals 3,6 millj­arðar króna, og til umhverf­is­mála eða 1,7 millj­arðar króna til að vinna upp mála­halla úrskurð­ar­nefnd­ar, byggja upp inn­viði til verndar nátt­úru og menn­ing­ar­sögu­legum minj­um, til átaks­verk­efnis um frið­lýs­ingar og til að stofna lofts­lags­ráð. Einnig er veitt 90 milljón króna fram­lag til vökt­unar á ám vegna mögu­legrar erfða­blönd­unar frá lax­eldi í sjó­kví­um.

  • Að auki er gert ráð fyrir fjár­heim­ildum til að standa vörð um hags­muni Íslands vegna útgöngu Breta úr ESB og til að greiða sér­fræði­að­stoð fyrir þing­flokka, í sam­ræmi við stefnu rík­is­stjórnar um að efla Alþingi.Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent