Ríkissjóður verður rekinn með 35 milljarða afgangi – Útgjöld aukast um 15 milljarða

Ný ríkisstjórn kynnti fjárlagafrumvarp sitt í morgun. Tekjur verða meiri en áætlað var fyrr í haust en útgjöld munu sömuleiðis aukast umtalsvert.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur 2017
Auglýsing

Fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur gerir ráð fyrir því að rík­is­sjóður verði rekin með 35 millj­arða króna afgangi á næsta ári. Það er umtals­vert minni afgangur en frum­varp síð­ustu rík­is­stjórn­ar, sem var lagt fram í sept­em­ber, gerði ráð fyr­ir. Þá átti afgang­ur­inn að vera 44 millj­arðar króna. Áætl­aðar tekjur rík­is­sjóðs hafa auk þess hækkað á und­an­förnum mán­uð­um. Í sept­em­ber voru þær áætl­aðar 834 millj­arðar króna en eru nú áætl­aðar 840 millj­arðar króna. Áætluð útgjöld rík­is­ins á næsta ári hafa því verið aukin um 15 millj­arða króna af nýrri rík­is­stjórn. Skuldir rík­is­sjóðs eiga að lækka um 50 millj­arða á næsta ári.

Í til­kynn­ingu frá fjár­mála- og efna­hags­mála­ráðu­neyt­inu segir að veru­leg aukn­ing verði til mennta-, umhverf­is- og sam­göngu­mála. Á kjör­tíma­bil­inu stefnir rík­is­stjórnin að því að draga úr álög­um, gera skatt­heimtu sann­gjarn­ari og tryggja skil­virkt skatt­eft­ir­lit. „Áhersla verður lögð á lækkun tekju­skatts í neðra skatt­þrepi á kjör­tíma­bil­inu og for­gangs­mál er að lækka trygg­inga­gjald. Hvort tveggja er háð fram­vindu á vinnu­mark­aði og tekju­skatts­lækkun tekur að auki mið af öðrum aðstæðum í hag­kerf­in­u.“

Kjarn­inn mun fjalla ítar­lega um helstu áherslur frum­varps­ins í frétta­skýr­ingu síðar í dag.

Auglýsing

Helstu áherslur sam­kvæmt frum­varp­inu eru:

  • Aukið er við fram­lög til heil­brigð­is­mála,­meðal ann­ars með inn­spýt­ingu í heilsu­gæsl­una, með auknum nið­ur­greiðslum á tann­lækna­kostn­aði aldr­aðra og örorku­líf­eyr­is­þega og með auknum fram­lögum til lyfja­kaupa. Einnig er sjúkra­húss­þjón­usta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og á lands­byggð­inni styrkt, bæði til rekstrar og tækja­kaupa, og sér­stakt fram­lag er veitt til þjón­ustu við þolendur kyn­ferð­is­brota utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Heild­ar­hækkun fram­laga til heil­brigð­is­mála milli fjár­laga 2017 og 2018 nemur ríf­lega 21 millj­arði króna.

  • Útgjöld til barna­bóta hækka um tæpan 1 ma.kr. frá árinu 2017, í 10,5 ma.kr. úr 9,6 ma.kr. Fram­lög vegna fæð­ing­ar­or­lofs hækka um rúm­lega 1 millj­arð króna og frí­tekju­mark vegna atvinnu­tekna elli­líf­eyr­is­þega verður hækkað í upp­hafi árs 2018 úr 25.000 kr. í 100.000 kr. á mán­uði, sem eykur útgjöld um 1,1 ma.kr.

  • Á sviði mennta, menn­ingar og íþrótta­mála verða tals­verðar breyt­ingar til hækk­un­ar, sé miðað við for­sendur fjár­mála­á­ætl­un­ar. Þar má nefna 450 milljón króna fram­lag til mál­tækni­verk­efnis og þá eru fram­lög til fram­halds­skóla aukin um 400 millj­ónir króna og fram­lög til háskóla um 1 millj­arð króna. Er þetta liður í að auka gæði náms á þessum skóla­stigum og er mark­miðið að hækka fram­lög á hvern ársnem­enda háskól­anna þar til þau verða orðin sam­bæri­leg við OECD ríkin árið 2020 og síðan við Norð­ur­löndin árið 2025. Alls aukast fram­lög til mennta-, menn­ing­ar- og íþrótta­mála um 5,5 ma.kr.

  • Veru­leg aukn­ing er til ýmissa verk­efna á sviði sam­göngu- og fjar­skipta­mála, sam­tals 3,6 millj­arðar króna, og til umhverf­is­mála eða 1,7 millj­arðar króna til að vinna upp mála­halla úrskurð­ar­nefnd­ar, byggja upp inn­viði til verndar nátt­úru og menn­ing­ar­sögu­legum minj­um, til átaks­verk­efnis um frið­lýs­ingar og til að stofna lofts­lags­ráð. Einnig er veitt 90 milljón króna fram­lag til vökt­unar á ám vegna mögu­legrar erfða­blönd­unar frá lax­eldi í sjó­kví­um.

  • Að auki er gert ráð fyrir fjár­heim­ildum til að standa vörð um hags­muni Íslands vegna útgöngu Breta úr ESB og til að greiða sér­fræði­að­stoð fyrir þing­flokka, í sam­ræmi við stefnu rík­is­stjórnar um að efla Alþingi.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins er áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent