Bilið á milli ríkra og fátækra muni fara vaxandi

Miðstjórn ASÍ hefur ályktað um fjárlagafrumvarpið 2018 en í þeirri ályktun segir að lestur fjárlagafrumvarps nýrrar ríkisstjórnar gefi lítið tilefni til bjartsýni.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands.
Auglýsing

Að óbreyttu fjár­laga­frum­varpi nýrrar rík­is­stjórnar mun bilið á milli ríkra og fátækra í sam­fé­lag­inu enn fara vax­andi. Þetta kemur fram í ályktun mið­stjórnar ASÍ um fjár­laga­frum­varið fyrir árið 2018 sem send var fjöl­miðlum í dag. 

Í rann­sókn hag­deildar ASÍ á þróun skatt­byrði launa­fólks síð­ast­liðin 20 ár kemur fram að skatt­byrði launa­fólks hafi auk­ist og þeim mun meira eftir því sem tekj­urnar séu lægri. „Það eru því mikil von­brigði að ekki sé brugð­ist við þess­ari þróun í fjár­laga­frum­varp­inu heldur þvert á móti haldið áfram á sömu braut með því að lækka útgjöld til barna­bóta, vaxta­bóta og hús­næð­is­bóta. Tekju­ó­jöfn­uður mun halda áfram að aukast þar sem dregið er enn frekar úr jöfn­un­ar­hlut­verki skatt­kerf­is­ins,“ segir í álykt­un­inn­i. 

Segir enn fremur í álykt­un­inni að Alþýðu­sam­bandið hafi það að leið­ar­ljósi að hefja sam­starf við nýjar rík­is­stjórnir á jákvæðum nót­um. Þróun þess sam­starfs mót­ist síðan af þeim áherslum og aðgerðum sem komið er í fram­kvæmd. „Þetta á að sjálf­sögðu einnig við um þessa rík­is­stjórn. Þannig styður ASÍ áform nýrrar rík­is­stjórnar um efl­ingu mennta­kerf­is­ins og opin­bera heil­brigð­is­kerf­is­ins, m.a. með auknum fjár­veit­ingum og áherslu­breyt­ing­um.“

Auglýsing

Lestur fjár­laga­frum­varps nýrrar rík­is­stjórnar gefi hins vegar lítið til­efni til bjart­sýn­i. 

Því þrátt fyrir að aukin fram­lög til heil­brigð­is­kerf­is­ins séu vissu­lega til bóta þá dugi þau með engu móti til að mæta þeirri miklu fjár­þörf sem til staðar er.  „Greiðslu­þátt­taka sjúk­linga er allt of mikil og enn er gert ráð fyrir því að fram­lög til einka­rekst­urs í heil­brigð­is­kerf­inu auk­ist umtals­vert meira en til opin­beru þjón­ust­unn­ar.“ 

Jafn­framt mót­mælir ASÍ harð­lega vilja­leysi rík­is­stjórn­ar­innar til að auka jöfnuð og end­ur­reisa rétt­indi launa­fólks. Þetta birt­ist meðal ann­ars í veik­ingu á barna- og vaxta­bóta­kerf­inu og virð­inga­leysi fyrir afkomu­trygg­ingu launa­fólks í atvinnu­leys­is­trygg­ing­um, ábyrgða­sjóði launa og fæð­ing­ar­or­lofi. Gríð­ar­legur hús­næð­is­vandi þeirra tekju­lægstu sé ekki tek­inn alvar­lega og sá hluti mennta­kerf­is­ins sem þjónar launa­fólki með litla form­lega menntun er van­rækt­ur. Þá sjá­ist engin merki um að efna eigi lof­orð um efl­ing verk- og starfs­náms.

Mið­stjórn ASÍ kallar eftir þeim áherslum í fjár­lögum sem boð­aðar eru í stjórn­ar­sátt­mála nýrrar rík­is­stjórnar um sam­ráð og sam­starf við aðila vinnu­mark­að­ar­ins um efna­hags­legan og sam­fé­lags­legan stöð­ug­leika. Ljóst megi vera að þetta fjár­laga­frum­varp dugi ekki til þess að leggja grunn að slíku sam­starfi. Mið­stjórn lýsir jafn­framt von­brigðum sínum með að rík­is­stjórnin ætli ekki að hafa neitt frum­kvæði að bættum lífs­kjörum og auknu afkomu­ör­yggi félags­manna ASÍ.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent