Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins ætlar ekki í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík fyrir næstu borgarstjórnarkosningar.
Frá þessu er greint í frétt mbl.is.
Unnur Brá var gestur í þættinum Vikulokin á Rás 1 í dag. Í frétt mbl segir að hún hafi legið undir feldi í nokkurn tíma þar sem hún íhugaði að bjóða sig fram fyrir flokkinn í borgarstjórnarkosningunum í vor.
Hún var alþingismaður Suðurkjördæmis 2009 til 2017 fyrir Sjálfstæðisflokkinn, 6. varaforseti Alþingis 2009 til 2013 og forseti Alþingis árið 2017.
Enn fremur segir í fréttinni að fram hafi komið í máli Unnar Brár að leitað hefði verið til hennar í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna í vor. „Það hefur verið leitað til mín, ég hef reynsluna úr sveitarstjórnarmálum,“ segir hún.
Þrátt fyrir þessa ákvörðun segist hún enn hafa áhuga á borgarmálum en að hún ætli að halda áfram að einbeita sér að landsmálunum og bjóða sig fram í næstu alþingiskosningum.