Fimm taka þátt í oddvitakjöri Sjálfstæðisflokksins

Fimm hafa gefið kost á sér oddvitasæti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

collage af frambjóðendum.jpg
Auglýsing

Fimm munu bít­ast um að verða leið­togar Sjálf­stæð­is­flokks­ins í kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. Þetta stað­festir Gísli Kr. Björns­son for­maður Varð­ar, félags sjálf­stæð­is­manna í Reykja­vík í sam­tali við Kjarn­ann. Borg­ar­full­trú­arnir Kjartan Magn­ús­son og Áslaug Frið­riks­dóttir til­kynntu um fram­boð í leið­toga­kjör­inu sem fram fer 27. jan­úar fyrir nokkru síð­an. Á síð­ustu dögum hafa Eyþór Arn­alds, einn aðal­eig­anda Morg­un­blaðs­ins og fjár­fest­ir, og Vil­hjálmur Bjarna­son, fyrr­ver­andi þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, bæst í hóp­inn.

Fimmti fram­bjóð­and­inn er Viðar Guðjohn­sen eldri sem til­kynnti um fram­boð sitt stuttu áður en fram­boðs­frestur rann út nú klukkan 16 í dag.

Síð­ustu daga hafa margir sem orð­aðir voru við fram­boð í leið­toga­kjör­inu gefið afsvar um fram­boð. Á meðal þeirra eru Ásdís Halla Braga­dótt­ir, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri í Garða­bæ, Unnur Brá Kon­ráðs­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­seti Alþing­is, Borgar Þór Ein­ars­son, aðstoð­ar­maður utan­rík­is­ráð­herra, Halla Tóm­as­dótt­ir, sem bauð sig fram til for­seta sum­arið 2016, og Svan­hildur Hólm Vals­dótt­ir, aðstoð­ar­maður Bjarna Bene­dikts­son­ar. Þá lá Jón Karl Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri hjá Isa­via, undir feldi en hann gaf afsvar í byrjun viku.

Auglýsing

Hall­dór Hall­dórs­son, sem var odd­viti Sjálf­stæð­is­manna í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum 2014, til­kynnti um það í ágúst síð­ast­liðnum að hann ætl­aði ekki að bjóða sig fram að nýju.

Leið­toga­kjör Sjálf­stæð­is­manna í Reykja­vík fer fram hinn 27. jan­úar næst­kom­andi. Fram­boðs­frestur verður tvær vik­ur. Fyr­ir­komu­lagið verður á þann veg að kosið verður um odd­vita list­ans en upp­still­ing­ar­nefnd mun sjá um að raða í önnur sæti list­ans.

Sveita­stjórn­ar­kosn­ing­arnar fara svo fram 26. maí næst­kom­andi.

Ýmsir íhug­uðu fram­boð

Þrír fram­bjóð­endur sem höfðu alvar­lega íhugað fram­boð, þau Björn Jón Braga­son, Vala Páls­dóttir og Ólafur Arn­ar­son, ákváðu í dag að gefa ekki kost á sér.

Í sam­tali við Kjarn­ann í dag sagði Björn Jón, sem er sagn­fræð­ingur og rit­höf­und­ur, að hann muni ekki gefa kost á sér í leið­toga­kjör­inu en að hann hygg­ist sækj­ast eftir sæti á fram­boðs­lista flokks­ins í Reykja­vík fyrir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar.

Vala, sem er for­maður Lands­sam­bands sjálf­stæð­iskvenna, birti yfir­lýs­ingu á Face­book-­síðu sinni þar sem hún sagði að það hefði ekki hvarflað að sér að hún ætti jafn góðan og víð­tækan stuðn­ing í borg­ar­mál­inu og raun bar vitni, og það úr ólíkum átt­um. „Ég hef hugsað málið mjög vel og hef tekið þá ákvörðun að bjóða mig ekki fram í leið­toga­próf­kjör­ið. Ég er þó mjög þakk­lát fyrir alla þá hvatn­ingu og stuðn­ing sem ég hef fundið fyr­ir.“

Ólafur birti sömu­leiðis yfir­lýs­ingu á sama vett­vangi. Þar segir Ólafur að fyr­ir­fram hafi hann ekki haft nein áform um fram­boð, en að honum hafi borist áskor­anir um að gera slíkt. „Ég hef hugsað það gaum­gæfi­lega hvort nú sé rétti tím­inn fyrir mig að bjóða mig fram til þessa verks. Þetta er mjög per­sónu­leg ákvörð­un. Svona ákvörðun snertir ekki bara þann sem veltir fyrir sér fram­boði heldur líka fjöl­skyldu hans. Svo er nauð­syn­legt að horfa til yfir­stand­andi verk­efna og skuld­bind­inga. Að lokum varð það mín nið­ur­staða að ég hef of margar skuld­bind­ingar vegna verk­efna sem ég hef tekið að mér til að geta á þess­ari stundu gefið kost á mér í það krefj­andi verk­efni að leiða lista sjálf­stæð­is­manna í borg­inn­i.“

Meira úr sama flokkiInnlent