Hraðsuðuketillinn verði notaður óspart

Landspítalinn var ekki upplýstur um fjölgun jarðvegsgerla í neysluvatni.

krani vatn
Auglýsing

Eins og greint var frá í gær, þá hefur mælst fjölgun jarð­vegs­gerla í kalda vatn­inu í Reykja­vík, og hefur Heil­brigð­is­eft­ir­lit Reykja­víkur mælst til þess að neyslu­vatn í nær öllum hverfum borg­ar­innar sé soðið ef fólk er við­kvæmt fyr­ir. 

Til dæmis með lélegt ónæm­is­kerfi, unga­börn, aldr­aðir eða fólk með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma.

Á Land­spít­al­anum er mælst til þess að starfs­fólk sjóði vatn áður en því er neytt. „Sýk­inga­varna­deild Land­spít­ala beinir því til starfs­fólks að sjóða allt neyslu­vatn fyrir jafnt sjúk­linga sem starfs­fólk þar til þessu neyð­ar­á­standi hefur verið aflétt. Ein­faldasta leiðin er að nota hraðsuðukatla á öllum deild­um, hella í vatns­könnur og kæla,“ segir í orð­send­ingu á vef Land­spít­al­ans. Þar segir enn fremur að Land­spít­ala hafi ekki verið til­kynnt um mál­ið. „Áríð­andi til­kynn­ingum verður komið jafnt og þétt á fram­færi gegnum vef­svæði og sam­fé­lags­miðla í sam­ræmi við fram­vindu máls­ins,“ segir á vef Land­spít­al­ans.

Auglýsing

Í frétta­til­kynn­ingu frá Heil­brigð­is­eft­ir­liti Kjós­ar­svæð­is­ins er tekið fram að jarð­vegs­gerlar séu í neyslu­vatni á Sel­tjarn­ar­nesi, og að við­kvæmir verði að fara var­lega. „Heil­brigð­is­eft­ir­lit Kjós­ar­svæðis tók tvö sýni föstu­dag­inn 12. jan­úar á Sel­tjarn­ar­nesi og stóðst annað sýnið ekki við­mið í reglu­gerð um fjölda kulda­kærra gerla svo kall­aðra jarð­vegs­gerla. Þetta á ekki við í Mos­fells­bæ, sem fær vatn frá öðrum svæðum í Heið­mörk þar sem ekki hefur mælst gerla­fjöldi yfir við­mið­un­ar­mörk­um,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brynjar sakar Pírata um popúlisma – Björn Leví segir Brynjar vera latan og gera ekkert
Tveir þingmenn, annar úr Sjálfstæðisflokki og hinn frá Pírötum, tókust hart á á samfélagsmiðli í gær. Sá fyrrnefndi ásakaði hinn um popúlisma. Sá síðarnefndi sagði hinn vera latan og reyna að gera sem minnst.
Kjarninn 30. september 2020
Ríkisbankarnir tveir á meðal þriggja stærstu eigenda Icelandair Group
Þeir 23 milljarðar hluta sem seldust í hlutafjárútboði Icelandair fyrr í mánuðinum voru teknir til viðskipta í Kauphöllinni í dag. Icelandair hefur uppfært lista yfir 20 stærstu hluthafa félagsins.
Kjarninn 30. september 2020
Seðlabankinn hyggst selja 66 milljónir evra í október
Í næsta mánuði ætlar Seðlabankinn að selja um 3 milljónir evra hvern viðskiptadag til að auka dýpt á gjaldeyrismarkaðnum.
Kjarninn 30. september 2020
Á öðrum ársfjórðungi varð 97 prósenta tekjusamdráttur í rekstri móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar.
Isavia tapaði 7,6 milljörðum á hálfu ári
Tap opinbera hlutafélagsins Isavia nam 7,6 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Sveinbjörn Indriðason forstjóri segir að jafnvel sé útlit fyrir að flugumferð fari ekki af stað fyrr en í lok fyrsta ársfjórðungs á næsta ári.
Kjarninn 30. september 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Baneitraðir Rússar
Kjarninn 30. september 2020
Ben van Beurden, framkvæmdastjóri Royal Dutch Shell
Allt að níu þúsund uppsagnir hjá Shell á næstu tveimur árum
Olíufyrirtækið Shell hyggst leggjast í endurskipulagningu á næstu árum og segja upp allt að níu þúsund starfsmanna sinna. Eitt af nýju verkefnum fyrirtækisins er kolefnisförgun í Noregshafi.
Kjarninn 30. september 2020
Gauti Jóhannesson (D) og Stefán Bogi Sveinsson (B) leiða flokkana tvo sem mynda meirihluta.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn vinna saman í Múlaþingi
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í Múlaþingi, nýja sameinaða sveitarfélaginu á Austurlandi.
Kjarninn 30. september 2020
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Stoðir töpuðu tæpum hálfum milljarði króna á fyrri hluta ársins 2020
Stoðir, sem eru einn umsvifamesti einkafjárfestirinn á íslenska markaðnum, á eignir upp á tæpa 25 milljarða króna og skuldar nánast ekkert. Verði af sameiningu TM og Kviku munu stoðir verða stærsti einkafjárfestirinn í báðum einkareknu bönkum landsins.
Kjarninn 30. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent