Samstarfsnefnd um sóttvarnir: Neysluvatn á höfuðborgarsvæðinu er öruggt

Stjórnskipuð samstarfsnefnd um sóttvarnir segir enga þörf á að sjóða vatn fyrir neyslu og að óhætt sé að nota neysluvatn á höfuðborgarsvæðinu í matvæla- og drykkjarframleiðslu.

Krani
Auglýsing

Stjórnskipuð samstarfsnefnd um sóttvarnir hélt fund í dag um þá mengun sem mælst hefur í neysluvatni á ýmsum stöðum höfuðborgarinnar og á Seltjarnarnesi. Niðurstaða fundarins var sú að mælingar bendi ekki til þess að hætta sé talin á heilsufarslegum afleiðingum við neyslu vatnsins. Því telur samstarfsnefndin ekki þörf á að almenningur á svæðum þar sem mengunin mældist sjóði vatn fyrir neyslu og að ekki sé þörf á sérstökum varúðarráðstöfunum. Þá sé óhætt að nota neysluvatnið í matvæla- og drykkjarframleiðslu. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu embættis landlæknis

Fundinn sátu fulltrúar sóttvarnalæknisheilbrigðiseftirlita Reykjavíkur, Kjósarsvæðis, Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, sýkingavarna- og sýklafræðideildar Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Matvælastofnunar, MATÍS, Veitna OHF og Geislavarna ríkisins.

Gerlar höfðu mælst í neysluvatni á ýmsum stöðum höfuðborgarinnar og á Seltjarnarnesi nema Grafarvogi, Norðingaholti, Úlfarsárdal, Kjalarnesi og Mosfellsbæ. Engin mengun hafði hins vegar mælst í neysluvatni í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði.

Auglýsing

Í fréttinni segir að ofangreind mengun hafi verið  „einangrað fyrirbæri í kjölfar mikilla vatnavaxta sem leiddi til að gæði neysluvatns hefur nú í nokkra daga ekki staðist ýtrustu gæðakröfur. Niðurstöður mælinga á vatninu benda til að ekki er talin hætta á heilsufarslegum afleiðingum við neyslu þess á ofangreindum svæðum.“

Veitur og heilbrigðiseftirlitin á höfuðborgarsvæðinu munu áfram fylgjast með gæðum neysluvatns og mun birta niðurstöður mælinga á sínum vefsíðum. Samstarfsnefndin mun einnig áfram fylgjast náið með ofangreindri mengun og mun birta leiðbeiningar til almennings þegar tilefni gefst til.

Umræða tekin á borgarstjórnarfundi í dag

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir í stöðuuppfærslu á Facebook að í upphafi borgarstjórnarfundar í dag hafi hann óskað eftir umræðu um tilkynningu heilbrigðiseftirlitsins um jarðvegsgerla í vatni sem gefin var út í gærkvöldi. Þar hafi hann einnig gefið kost á að svara þeim spurningum sem borgarfulltrúar kynnu að hafa vegna málsins. „Mér fannst sérstaklega mikilvægt að koma á framfæri þeim upplýsingum sem komið hefðu fram frá því hún var gefin út. Þeirra hafði ég meðal annars aflað með góðum samtölum við heilbrigðiseftirlitið, Veitur og sóttvarnarlækni.

Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum vildi heilbrigðiseftirlitið með yfirlýsingu sinni í gær gæta ítrustu varúðar þótt ólíklegt væri að hætta stafaði af jarðvegsgerlum í vatni. Leiðbeiningarnar um að sjóða vatn sem viðkvæmir neyta er í samræmi við ákvæði reglugerðar þegar slík frávik sjást í mælingum. Það er svo hlutverk stjórnskipaðrar samstarfsnefndar um sóttvarnir sem hittist í morgun og er undir forystu sóttvarnarlæknis, að kveða upp úr um það hvort óhætt væri að neyta vatnsins fyrir alla. Niðurstaðan var afgerandi[...]Áfram verða þó tekin sýni og fylgst með.“

í upphafi borgarstjórnarfundar í dag óskaði ég eftir umræðu um tilkynningu heilbrigðiseftirlitsins um jarðvegsgerla í...

Posted by Dagur B. Eggertsson on Tuesday, January 16, 2018

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent