Samstarfsnefnd um sóttvarnir: Neysluvatn á höfuðborgarsvæðinu er öruggt

Stjórnskipuð samstarfsnefnd um sóttvarnir segir enga þörf á að sjóða vatn fyrir neyslu og að óhætt sé að nota neysluvatn á höfuðborgarsvæðinu í matvæla- og drykkjarframleiðslu.

Krani
Auglýsing

Stjórn­skipuð sam­starfs­nefnd um sótt­varnir hélt fund í dag um þá mengun sem mælst hefur í neyslu­vatni á ýmsum stöðum höf­uð­borg­ar­innar og á Sel­tjarn­ar­nesi. Nið­ur­staða fund­ar­ins var sú að mæl­ingar bendi ekki til þess að hætta sé talin á heilsu­fars­legum afleið­ingum við neyslu vatns­ins. Því telur sam­starfs­nefndin ekki þörf á að almenn­ingur á svæðum þar sem meng­unin mæld­ist sjóði vatn fyrir neyslu og að ekki sé þörf á sér­stökum var­úð­ar­ráð­stöf­un­um. Þá sé óhætt að nota neyslu­vatnið í mat­væla- og drykkj­ar­fram­leiðslu. Þetta kemur fram í frétt á heima­síðu emb­ættis land­læknis

Fund­inn sátu full­trú­ar sótt­varna­læknisheil­brigð­is­eft­ir­lita Reykja­vík­ur, Kjós­ar­svæð­is, Hafn­ar­fjarð­ar- og Kópa­vogs­svæð­is, sýk­inga­varna- og sýkla­fræði­deildar Land­spít­ala, Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, Mat­væla­stofn­un­ar, MATÍS, Veitna OHF og Geisla­varna rík­is­ins.

Gerlar höfðu mælst í neyslu­vatni á ýmsum stöðum höf­uð­borg­ar­innar og á Sel­tjarn­ar­nesi nema Graf­ar­vogi, Norð­inga­holti, Úlf­arsár­dal, Kjal­ar­nesi og Mos­fells­bæ. Engin mengun hafði hins vegar mælst í neyslu­vatni í Kópa­vogi, Garðabæ og Hafn­ar­firði.

Auglýsing

Í frétt­inni segir að ofan­greind mengun hafi ver­ið  „ein­angrað fyr­ir­bæri í kjöl­far mik­illa vatna­vaxta sem leiddi til að gæði neyslu­vatns hefur nú í nokkra daga ekki stað­ist ýtr­ustu gæða­kröf­ur. Nið­ur­stöður mæl­inga á vatn­inu benda til að ekki er talin hætta á heilsu­fars­legum afleið­ingum við neyslu þess á ofan­greindum svæð­u­m.“

Veitur og heil­brigð­is­eft­ir­litin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu munu áfram fylgj­ast með gæðum neyslu­vatns og mun birta nið­ur­stöður mæl­inga á sínum vef­síð­um. Sam­starfs­nefndin mun einnig áfram fylgj­ast náið með ofan­greindri mengun og mun birta leið­bein­ingar til almenn­ings þegar til­efni gefst til.

Umræða tekin á borg­ar­stjórn­ar­fundi í dag

Dag­ur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík, segir í stöðu­upp­færslu á Face­book að í upp­hafi borg­ar­stjórn­ar­fundar í dag hafi hann óskað eftir umræðu um til­kynn­ingu heil­brigð­is­eft­ir­lits­ins um jarð­vegs­gerla í vatni sem gefin var út í gær­kvöldi. Þar hafi hann einnig gefið kost á að svara þeim ­spurn­ingum sem ­borg­ar­full­trú­ar kynnu að hafa vegna máls­ins. „Mér fannst sér­stak­lega mik­il­vægt að koma á fram­færi þeim upp­lýs­ingum sem komið hefðu fram frá því hún var gefin út. Þeirra hafði ég meðal ann­ars aflað með góð­u­m ­sam­töl­u­m við heil­brigð­is­eft­ir­lit­ið, Veitur og sótt­varn­ar­lækni.

Líkt og fram hefur komið í fjöl­miðlum vild­i heil­brigð­is­eft­ir­lit­ið ­með yfir­lýs­ingu sinni í gær gæta ítr­ustu var­úðar þótt ólík­legt væri að hætta staf­aði af jarð­vegs­gerlum í vatni. Leið­bein­ing­arnar um að sjóða vatn sem við­kvæmir neyta er í sam­ræmi við ákvæði reglu­gerðar þegar slík frá­vik sjást í mæl­ing­um. Það er svo hlut­verk stjórn­skip­aðrar sam­starfs­nefndar um sótt­varnir sem hitt­ist í morgun og er undir for­ystu sótt­varn­ar­lækn­is, að kveða upp úr um það hvort óhætt væri að neyta vatns­ins fyrir alla. Nið­ur­staðan var afger­and­i[...]Á­fram verða þó tekin sýni og fylgst með.“

í upp­hafi borg­ar­stjórnar­fundar í dag óskaði ég eftir umræðu um til­kynn­ingu heil­brigðiseft­ir­lits­ins um jarðvegs­gerla í...

Posted by Dagur B. Egg­erts­son on Tues­day, Janu­ary 16, 2018


Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Samninganefnd starfsgreinasambandsins.
Starfsgreinasambandið nær samkomulagi við ríkið um nýjan kjarasamning
Starfsgreinasambandið og ríkið náðu í gær saman um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi hjá ríkissáttarsemjara.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling fordæmir Dag fyrir að vilja ekki eiga samtal við sig
Efling segir borgarstjórann í Reykjavík tala niður kjara- og réttlætisbaráttu félagsins. Framsetning hans á tilboðum Reykjavíkurborgar um launahækkanir til félagsmanna Eflingar sé í þeim „tilgangi að fegra mögur tilboð borgarinnar.“
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Verkföll hjá BSRB hefjast að óbreyttu í byrjun mars
Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Hillur verslana eru í dag fullar af fersku brauði.
Uppþot vegna brauðsins stormur í vatnsglasi
„Hvenær verður næst brauð viðvörun?“ „Brauð er búið í borginni, líka hvíta brauðið. Fólk ætlar greinilega að leyfa sér þessar síðustu klukkustundir á jörðu.“ Þeir voru margir brandararnir sem fuku í sprengilægðinni í síðustu viku.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Traust almennings á dómstólum
Auður Jónsdóttir rithöfundur hitti gamalreyndan lögmann, Ragnar Aðalsteinsson, til að ræða hið svokallaða Landsréttarmál en það vekur upp áleitnar spurningar.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Fríða Ísberg og Bergsveinn Birgisson.
Fríða Ísberg og Bergsveinn Birgisson tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Þrettán norrænar skáldsögur, smásagnasöfn og ljóðabækur eru tilnefndar. Verðlaunin verða afhent í Reykjavík í haust.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent