Samstarfsnefnd um sóttvarnir: Neysluvatn á höfuðborgarsvæðinu er öruggt

Stjórnskipuð samstarfsnefnd um sóttvarnir segir enga þörf á að sjóða vatn fyrir neyslu og að óhætt sé að nota neysluvatn á höfuðborgarsvæðinu í matvæla- og drykkjarframleiðslu.

Krani
Auglýsing

Stjórn­skipuð sam­starfs­nefnd um sótt­varnir hélt fund í dag um þá mengun sem mælst hefur í neyslu­vatni á ýmsum stöðum höf­uð­borg­ar­innar og á Sel­tjarn­ar­nesi. Nið­ur­staða fund­ar­ins var sú að mæl­ingar bendi ekki til þess að hætta sé talin á heilsu­fars­legum afleið­ingum við neyslu vatns­ins. Því telur sam­starfs­nefndin ekki þörf á að almenn­ingur á svæðum þar sem meng­unin mæld­ist sjóði vatn fyrir neyslu og að ekki sé þörf á sér­stökum var­úð­ar­ráð­stöf­un­um. Þá sé óhætt að nota neyslu­vatnið í mat­væla- og drykkj­ar­fram­leiðslu. Þetta kemur fram í frétt á heima­síðu emb­ættis land­læknis

Fund­inn sátu full­trú­ar sótt­varna­læknisheil­brigð­is­eft­ir­lita Reykja­vík­ur, Kjós­ar­svæð­is, Hafn­ar­fjarð­ar- og Kópa­vogs­svæð­is, sýk­inga­varna- og sýkla­fræði­deildar Land­spít­ala, Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, Mat­væla­stofn­un­ar, MATÍS, Veitna OHF og Geisla­varna rík­is­ins.

Gerlar höfðu mælst í neyslu­vatni á ýmsum stöðum höf­uð­borg­ar­innar og á Sel­tjarn­ar­nesi nema Graf­ar­vogi, Norð­inga­holti, Úlf­arsár­dal, Kjal­ar­nesi og Mos­fells­bæ. Engin mengun hafði hins vegar mælst í neyslu­vatni í Kópa­vogi, Garðabæ og Hafn­ar­firði.

Auglýsing

Í frétt­inni segir að ofan­greind mengun hafi ver­ið  „ein­angrað fyr­ir­bæri í kjöl­far mik­illa vatna­vaxta sem leiddi til að gæði neyslu­vatns hefur nú í nokkra daga ekki stað­ist ýtr­ustu gæða­kröf­ur. Nið­ur­stöður mæl­inga á vatn­inu benda til að ekki er talin hætta á heilsu­fars­legum afleið­ingum við neyslu þess á ofan­greindum svæð­u­m.“

Veitur og heil­brigð­is­eft­ir­litin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu munu áfram fylgj­ast með gæðum neyslu­vatns og mun birta nið­ur­stöður mæl­inga á sínum vef­síð­um. Sam­starfs­nefndin mun einnig áfram fylgj­ast náið með ofan­greindri mengun og mun birta leið­bein­ingar til almenn­ings þegar til­efni gefst til.

Umræða tekin á borg­ar­stjórn­ar­fundi í dag

Dag­ur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík, segir í stöðu­upp­færslu á Face­book að í upp­hafi borg­ar­stjórn­ar­fundar í dag hafi hann óskað eftir umræðu um til­kynn­ingu heil­brigð­is­eft­ir­lits­ins um jarð­vegs­gerla í vatni sem gefin var út í gær­kvöldi. Þar hafi hann einnig gefið kost á að svara þeim ­spurn­ingum sem ­borg­ar­full­trú­ar kynnu að hafa vegna máls­ins. „Mér fannst sér­stak­lega mik­il­vægt að koma á fram­færi þeim upp­lýs­ingum sem komið hefðu fram frá því hún var gefin út. Þeirra hafði ég meðal ann­ars aflað með góð­u­m ­sam­töl­u­m við heil­brigð­is­eft­ir­lit­ið, Veitur og sótt­varn­ar­lækni.

Líkt og fram hefur komið í fjöl­miðlum vild­i heil­brigð­is­eft­ir­lit­ið ­með yfir­lýs­ingu sinni í gær gæta ítr­ustu var­úðar þótt ólík­legt væri að hætta staf­aði af jarð­vegs­gerlum í vatni. Leið­bein­ing­arnar um að sjóða vatn sem við­kvæmir neyta er í sam­ræmi við ákvæði reglu­gerðar þegar slík frá­vik sjást í mæl­ing­um. Það er svo hlut­verk stjórn­skip­aðrar sam­starfs­nefndar um sótt­varnir sem hitt­ist í morgun og er undir for­ystu sótt­varn­ar­lækn­is, að kveða upp úr um það hvort óhætt væri að neyta vatns­ins fyrir alla. Nið­ur­staðan var afger­and­i[...]Á­fram verða þó tekin sýni og fylgst með.“

í upp­hafi borg­ar­stjórnar­fundar í dag óskaði ég eftir umræðu um til­kynn­ingu heil­brigðiseft­ir­lits­ins um jarðvegs­gerla í...

Posted by Dagur B. Egg­erts­son on Tues­day, Janu­ary 16, 2018


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónuveiran sýkir Kauphöllina
Gengi nær allra félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað hefur lækkað mikið það sem af er ári, og sérstaklega síðastliðinn mánuð. Um er að ræða mesta samdrátt frá því í hruninu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Hvetur verkalýðshreyfinguna til að standa saman og vinna af yfirvegun við úrlausn mála
Formaður Eflingar hefur gefið út yfirlýsingu vegna óróa í verkalýðshreyfingunni eftir að Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði af sér embætti varaforseta ASÍ.
Kjarninn 1. apríl 2020
Tveggja metra fjarlægð skal ávallt vera milli fólks, hvar sem það kemur saman.
Ertu farin að ryðga í reglum um samkomubann? Hér er upprifjun
Meginlínan í samkomubanni er þessi: Það mega ekki fleiri en tuttugu koma saman og alltaf – sama hversu margir eru saman – skal halda tveggja metra fjarlægð frá næsta manni. Það gildir jafnt á vinnustað, úti í búð og í heimahúsum.
Kjarninn 1. apríl 2020
Hertar sóttvarnaaðgerðir á Vestfjörðum
Gripið hefur verið til hertra sóttvarnaaðgerða í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði. Leik- og grunnskólum verður lokað og samkomubann miðast við fimm manns.
Kjarninn 1. apríl 2020
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Stafræn bylting bætir líf borgarbúa
Kjarninn 1. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Starfsemi Hugarafls í samkomubanni
Kjarninn 1. apríl 2020
Steingrímur Ólafsson
Pestir, Inc. og Corp.
Kjarninn 1. apríl 2020
Alma Möller landlæknir á fundinum í dag.
Apple og Google eru að yfirfara íslenska smitrakningaforritið
Bandarísku stórfyrirtækin Apple og Google eru að yfirfara snjallsímaforritið Rakning C-19, sem heilbrigðisyfirvöld hafa látið smíða til að auðvelda smitrakningu á Íslandi. Appið verður aðgengilegt þegar þessari rýni er lokið.
Kjarninn 1. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent