Samstarfsnefnd um sóttvarnir: Neysluvatn á höfuðborgarsvæðinu er öruggt

Stjórnskipuð samstarfsnefnd um sóttvarnir segir enga þörf á að sjóða vatn fyrir neyslu og að óhætt sé að nota neysluvatn á höfuðborgarsvæðinu í matvæla- og drykkjarframleiðslu.

Krani
Auglýsing

Stjórn­skipuð sam­starfs­nefnd um sótt­varnir hélt fund í dag um þá mengun sem mælst hefur í neyslu­vatni á ýmsum stöðum höf­uð­borg­ar­innar og á Sel­tjarn­ar­nesi. Nið­ur­staða fund­ar­ins var sú að mæl­ingar bendi ekki til þess að hætta sé talin á heilsu­fars­legum afleið­ingum við neyslu vatns­ins. Því telur sam­starfs­nefndin ekki þörf á að almenn­ingur á svæðum þar sem meng­unin mæld­ist sjóði vatn fyrir neyslu og að ekki sé þörf á sér­stökum var­úð­ar­ráð­stöf­un­um. Þá sé óhætt að nota neyslu­vatnið í mat­væla- og drykkj­ar­fram­leiðslu. Þetta kemur fram í frétt á heima­síðu emb­ættis land­læknis

Fund­inn sátu full­trú­ar sótt­varna­læknisheil­brigð­is­eft­ir­lita Reykja­vík­ur, Kjós­ar­svæð­is, Hafn­ar­fjarð­ar- og Kópa­vogs­svæð­is, sýk­inga­varna- og sýkla­fræði­deildar Land­spít­ala, Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, Mat­væla­stofn­un­ar, MATÍS, Veitna OHF og Geisla­varna rík­is­ins.

Gerlar höfðu mælst í neyslu­vatni á ýmsum stöðum höf­uð­borg­ar­innar og á Sel­tjarn­ar­nesi nema Graf­ar­vogi, Norð­inga­holti, Úlf­arsár­dal, Kjal­ar­nesi og Mos­fells­bæ. Engin mengun hafði hins vegar mælst í neyslu­vatni í Kópa­vogi, Garðabæ og Hafn­ar­firði.

Auglýsing

Í frétt­inni segir að ofan­greind mengun hafi ver­ið  „ein­angrað fyr­ir­bæri í kjöl­far mik­illa vatna­vaxta sem leiddi til að gæði neyslu­vatns hefur nú í nokkra daga ekki stað­ist ýtr­ustu gæða­kröf­ur. Nið­ur­stöður mæl­inga á vatn­inu benda til að ekki er talin hætta á heilsu­fars­legum afleið­ingum við neyslu þess á ofan­greindum svæð­u­m.“

Veitur og heil­brigð­is­eft­ir­litin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu munu áfram fylgj­ast með gæðum neyslu­vatns og mun birta nið­ur­stöður mæl­inga á sínum vef­síð­um. Sam­starfs­nefndin mun einnig áfram fylgj­ast náið með ofan­greindri mengun og mun birta leið­bein­ingar til almenn­ings þegar til­efni gefst til.

Umræða tekin á borg­ar­stjórn­ar­fundi í dag

Dag­ur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík, segir í stöðu­upp­færslu á Face­book að í upp­hafi borg­ar­stjórn­ar­fundar í dag hafi hann óskað eftir umræðu um til­kynn­ingu heil­brigð­is­eft­ir­lits­ins um jarð­vegs­gerla í vatni sem gefin var út í gær­kvöldi. Þar hafi hann einnig gefið kost á að svara þeim ­spurn­ingum sem ­borg­ar­full­trú­ar kynnu að hafa vegna máls­ins. „Mér fannst sér­stak­lega mik­il­vægt að koma á fram­færi þeim upp­lýs­ingum sem komið hefðu fram frá því hún var gefin út. Þeirra hafði ég meðal ann­ars aflað með góð­u­m ­sam­töl­u­m við heil­brigð­is­eft­ir­lit­ið, Veitur og sótt­varn­ar­lækni.

Líkt og fram hefur komið í fjöl­miðlum vild­i heil­brigð­is­eft­ir­lit­ið ­með yfir­lýs­ingu sinni í gær gæta ítr­ustu var­úðar þótt ólík­legt væri að hætta staf­aði af jarð­vegs­gerlum í vatni. Leið­bein­ing­arnar um að sjóða vatn sem við­kvæmir neyta er í sam­ræmi við ákvæði reglu­gerðar þegar slík frá­vik sjást í mæl­ing­um. Það er svo hlut­verk stjórn­skip­aðrar sam­starfs­nefndar um sótt­varnir sem hitt­ist í morgun og er undir for­ystu sótt­varn­ar­lækn­is, að kveða upp úr um það hvort óhætt væri að neyta vatns­ins fyrir alla. Nið­ur­staðan var afger­and­i[...]Á­fram verða þó tekin sýni og fylgst með.“

í upp­hafi borg­ar­stjórnar­fundar í dag óskaði ég eftir umræðu um til­kynn­ingu heil­brigðiseft­ir­lits­ins um jarðvegs­gerla í...

Posted by Dagur B. Egg­erts­son on Tues­day, Janu­ary 16, 2018


Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Segir verkfallsbrot vera staðfestingu á einbeittum brotavilja
Fréttir hafa birst á vef Mbl.is þrátt fyrir verkfallsaðgerðir Blaðamannafélags Íslands sem standa nú yfir. Formaður félagsins segir það ömurlegt að menn virði ekki vinnustöðvun.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn vill stöðva fjármögnun styrkja til fjölmiðla
Miðflokkurinn lagði til að þeir fjármunir sem eiga að renna í styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári verði teknir af fjárlögum. Flokkurinn ætlar að leggja fram eigin hugmynd um styrki „með annarri aðferðarfræði“.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Siðferði hins ískalda kapítalisma“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að viðskiptasiðferði Samherjamanna sé siðferði hins ískalda kapítalisma þar sem ungu fólki sé innrætt að líta á annað fólk sem bráð frekar en samborgara.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnar Bragi minnir á að stjórnendur Samherja eigi börn
Varaformaður Miðflokksins segist hugsa til starfsmanna Samherja þessa dagana þegar stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið séu í fjölmiðlum. Hann gagnrýnir fjölmiðla og segir það galið að ætla að styrkja þá með ríkisfé.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.
Gagnrýnir að SA hafi ekki tjáð sig um Samherjamálið
Fyrrverandi varaformaður Samtaka atvinnulífsins vill að samtökin stígi fram fyrir hönd atvinnulífsins og lýsi því yfir að mál Samherja sé með öllu óásættanlegt og að svona starfi ekki alvöru fyrirtæki.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Blaðamenn í átta tíma verkfall – Ekkert skuli inn á vefsíðurnar
Blaða­menn, ljós­mynd­arar og mynda­töku­menn á stærstu miðlunum hafa nú lagt niður störf. Blaðamannafélagið er með skýr fyrirmæli hvernig að verkfallinu skuli staðið.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Samherji opinberaður
Sjávarútvegsrisinn Samherji er eitt stærsta og áhrifamesta fyrirtæki á Íslandi. Það teygir anga sína víða og stjórnendur þess hafa ekki farið leynt með vilja sinn til að hafa mikil áhrif í samfélaginu sem þeir búa í.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnþór Ingvarsson
Óskuðu eftir ráðum hjá Samherjamönnum til að blekkja Grænlendinga
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar bað stjórnendur hjá Samherja að ráðleggja sér um hvernig best væri að afla velvildar heimamanna á Grænlandi og blekkja þá til að komast yfir veiðiheimildir.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent