Opna neyslurými fyrir langt leidda fíkla

Markmiðið er að koma betur til móts við veika fíkla, og draga úr ótímabærum dauðsföllum vegna neyslu.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra
Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra hefur sett af stað vinnu í vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu til að und­ir­búa opnun neyslu­rýma fyrir langt leidda vímu­efna­neyt­end­ur. Neyslu­rými sem þessi eru þekkt úrræði erlendis og byggj­ast á hug­mynda­fræði skaða­minnk­un­ar.

Frá þessu er greint í til­kynn­ingu frá heil­brigð­is­ráð­herra. „Alþingi sam­þykkti í maí árið 2014 ályktun um að stefna í vímu­efna­málum skyldi end­ur­skoðuð „á grund­velli lausn­a­mið­aðra og mann­úð­legra úrræða, á for­sendum heil­brigð­is­kerf­is­ins og félags­lega kerf­is­ins, til aðstoðar og verndar neyt­endum efn­anna og félags­legum rétt­indum þeirra, aðstand­endum þeirra og sam­fé­lag­inu í heild. Á grund­velli til­lögu Alþingis var unnin skýrsla um stefnu­mótun á þessum for­sendum þar sem meðal ann­ars var lagt til að rann­sökuð yrði þörf fyrir upp­setn­ingu neyslu­rýma fyrir fólk sem sprautar sig með vímu­efn­um. Rökin fyrir sér­stökum neyslu­rýmum byggj­ast á því að þeir sem eiga við mestan vímu­efna­vanda að etja stunda neyslu sína oft við hættu­legar og heilsu­spill­andi aðstæður sem valda enn meiri skaða en ella og stuðla að veik­indum og jafn­vel dauða. Mark­miðið er fyrst og fremst að þeir not­endur fíkni­efna sem um ræðir geti neytt þeirra við eins mikið öryggi og kostur er við þessar aðstæð­ur,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Svan­dís segir í til­kynn­ing­unni, að það sé óhjá­kvæmi­legt að horfast í augu við stað­reyndir varð­andi vanda þess hóps sem um ræðir og bregð­ast við með raun­hæfum aðgerð­um. „Þetta snýst ekki um að sam­þykkja neysl­una, heldur að við­ur­kenna að þessir ein­stak­lingar þurfa aðstoð á for­sendum sem þeir geta nýtt sér. Þetta snýst um for­varnir og skaða­minnk­andi aðgerð­ir, líkt og Rauði kross­inn hefur sinnt í nokkrum mæli með starf­semi Frú Ragn­heið­ar. Þar er fyrir hendi mik­il­væg þekk­ing á þessum málum og ég von­ast því eftir góðu sam­starfi við Rauða kross­inn varð­andi und­ir­bún­ing að opnun sér­stakra neyslu­rýma“ segir Svan­dís.

Auglýsing

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Climate Strikes and Societal Responsibility
Kjarninn 22. október 2019
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Women in prison
Kjarninn 21. október 2019
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent