Opna neyslurými fyrir langt leidda fíkla

Markmiðið er að koma betur til móts við veika fíkla, og draga úr ótímabærum dauðsföllum vegna neyslu.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra
Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra hefur sett af stað vinnu í vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu til að und­ir­búa opnun neyslu­rýma fyrir langt leidda vímu­efna­neyt­end­ur. Neyslu­rými sem þessi eru þekkt úrræði erlendis og byggj­ast á hug­mynda­fræði skaða­minnk­un­ar.

Frá þessu er greint í til­kynn­ingu frá heil­brigð­is­ráð­herra. „Alþingi sam­þykkti í maí árið 2014 ályktun um að stefna í vímu­efna­málum skyldi end­ur­skoðuð „á grund­velli lausn­a­mið­aðra og mann­úð­legra úrræða, á for­sendum heil­brigð­is­kerf­is­ins og félags­lega kerf­is­ins, til aðstoðar og verndar neyt­endum efn­anna og félags­legum rétt­indum þeirra, aðstand­endum þeirra og sam­fé­lag­inu í heild. Á grund­velli til­lögu Alþingis var unnin skýrsla um stefnu­mótun á þessum for­sendum þar sem meðal ann­ars var lagt til að rann­sökuð yrði þörf fyrir upp­setn­ingu neyslu­rýma fyrir fólk sem sprautar sig með vímu­efn­um. Rökin fyrir sér­stökum neyslu­rýmum byggj­ast á því að þeir sem eiga við mestan vímu­efna­vanda að etja stunda neyslu sína oft við hættu­legar og heilsu­spill­andi aðstæður sem valda enn meiri skaða en ella og stuðla að veik­indum og jafn­vel dauða. Mark­miðið er fyrst og fremst að þeir not­endur fíkni­efna sem um ræðir geti neytt þeirra við eins mikið öryggi og kostur er við þessar aðstæð­ur,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Svan­dís segir í til­kynn­ing­unni, að það sé óhjá­kvæmi­legt að horfast í augu við stað­reyndir varð­andi vanda þess hóps sem um ræðir og bregð­ast við með raun­hæfum aðgerð­um. „Þetta snýst ekki um að sam­þykkja neysl­una, heldur að við­ur­kenna að þessir ein­stak­lingar þurfa aðstoð á for­sendum sem þeir geta nýtt sér. Þetta snýst um for­varnir og skaða­minnk­andi aðgerð­ir, líkt og Rauði kross­inn hefur sinnt í nokkrum mæli með starf­semi Frú Ragn­heið­ar. Þar er fyrir hendi mik­il­væg þekk­ing á þessum málum og ég von­ast því eftir góðu sam­starfi við Rauða kross­inn varð­andi und­ir­bún­ing að opnun sér­stakra neyslu­rýma“ segir Svan­dís.

Auglýsing

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Ítrustu varúðar gætt við greftrun manneskju sem lést vegna COVID-19 í Indónesíu. Hálf milljón Indónesa hafa greinst með veiruna.
Bóluefnið ekki „töfralausn“ – dauðsföll vegna COVID komin yfir 1,5 milljónir
Brýnt er að allir haldi vöku sinni áfram næstu vikur og mánuði. Bóluefni gegn COVID-19 er væntanlegt en það mun engan veginn útrýma öllum þeim vandamálum sem faraldurinn hefur skapað.
Kjarninn 4. desember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Víst fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent