Eyþór Arnalds: Þétting byggðar hefur „mistekist“

Eyþór Arnalds, sem sækist eftir leiðtogahlutverki Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að byggja megi upp 10 til 15 þúsund manna byggð í Örfirisey.

Eyþór Arnalds
Auglýsing

Eyþór Arn­alds, sem sæk­ist eftir leið­toga­hlut­verki fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn í Reykja­vík, segir í grein í Frétta­blað­inu í dag, að þétt­ing byggðar í Reykja­vík hafi mis­tek­ist. Hann segir marg­vís­leg tæki­færi vera fyrir hendi, þegar kemur að því að byggja upp íbúa­byggð þar sem í dag sé engin byggð. 

Nefnir hann Örfirisey sem dæmi, og segir þar vera hægt að vera með 10 til 15 þús­und manna byggð. „Margir vilja búa í mið­borg­inni en er það ókleift þar sem íbúða­verð er í hæstu hæð­um. Ungt fólk sem vill búa nálægt háskól­anum hefur fáa kosti. Þétt­ing byggðar tókst á margan hátt vel þegar farið var í að leyfa íbúða­byggð í Skugga­hverfi sem áður var með atvinnu­starf­semi. Á sama hátt væri hægt að leyfa háhýsi í Örfirisey svo dæmi sé tekið en þar eru núna olíu­tank­ar. Grand­inn er nú þegar með margs konar hverf­is­verslun og þjón­ustu en þar er ekki ein ein­asta skipu­lögð íbúð enda er svæðið skipu­lagt atvinnu- og hafn­ar­svæð­i,“ segir Eyþór. 

Hann segir að upp­bygg­ingin í Örfirisey geti einnig létt á ójafn­vægi í umferð og verið val­kostur fyrir fólk sem vill búa mið­svæð­is. „Sam­hliða þarf að ráð­ast í að leysa umferð­ar­vand­ann með raun­sæjum lausn­um. Ein leið til að létta á umferð er að tengja Reykja­vík við Garðabæ með Skerja­braut. Slík slagæð myndi létta á umferð innan Reykja­víkur og umferð til og frá borg­inni. Þessi við­bót myndi létta á umferð um alla borg en þeir sem búa í aust­ur­borg­inni þurfa að þola eilífar umferð­ar­tafir sem ekki eru boð­legar í 120 þús­und manna borg,“ segir Eyþór.

Auglýsing

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent