Frambjóðendur óákveðnir um framhaldið

Kjartan Magnússon frambjóðandi í oddvitaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins útilokar ekki að sækjast eftir sæti á lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum. Vilhjálmur Bjarnason og Viðar Guðjohnsen vilja ekki sæti á listanum.

collage af frambjóðendum.jpg
Auglýsing

Kjartan Magn­ús­son borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins úti­lokar ekki að sækj­ast eftir sæti á lista flokks­ins fyrir kosn­ing­arnar í vor. Kjartan hlaut 460 atkvæði í leið­toga­próf­kjöri í gær sem gerir alls 11,8 pró­sent af greiddum atkvæð­um, en Eyþór Arn­alds, fyrr­ver­andi odd­viti flokks­ins á Sel­fossi og vara­borg­ar­full­trúi, sigr­aði með afger­andi hætti og hlaut 3.826 atkvæði eða 61 pró­sent.

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Kjartan að nú muni kjör­nefnd taka við og stilla upp á list­ann og fram­haldið verði bara að koma í ljós.

„Það getur vel verið að ég taki sæti á lista. Ég mun bara sjá hvernig þetta verður unn­ið, það er kannski svo­lítið snemma að ákveða þetta. Þetta er bara á for­ræði kjör­nefndar og ég mun bara hlusta á hvað hún hefur að segja.“

Auglýsing

Kjartan segir Eyþór hafa fengið glæsi­lega kosn­ingu og óskar honum inni­lega til ham­ingju með það. En í kosn­ing­unni í gær hafi að aðeins verið kosið um efsta sæti á lista. „Ef það hefði verið kosið í venju­legu próf­kjöri þá held ég að maður hefði fengið góðan stuðn­ing í annað sæti á lista en það er held ég bara of snemmt að segja hvað verð­ur,“ segir Kjart­an.

Ásamt þeim Kjart­ani og Eyþóri voru þau Áslaug Frið­riks­dóttir borg­ar­full­trúi, Vil­hjálmur Bjarna­son fyrr­ver­andi Alþing­is­maður og Viðar Guðjohn­sen leigu­sali í fram­boði.

Vil­hjálmur seg­ist ekki munu sækj­ast eftir sæti á lista flokks­ins í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um.

Ég ætla ekki að sækj­ast eftir sæti á list­an­um. Ég er fluttur til baka í Garða­bæ. Ég bauð mig fram til for­ystu til að taka leið­toga­sæti og ég hugs­aði nú með mér: „er þetta rétta fólkið sem er í fram­boð­i?“ En þetta er bara nið­ur­staðan og ég er alveg sáttur við hana,“ sagði Vil­hjálmur í sam­tali við Kjarn­ann. Vil­hjálmur fékk 193 atkvæði eða 4,9 pró­sent.

Viðar Guðjohn­sen ætlar ekki heldur að sækj­ast eftir sæti á lista. Hann seg­ist hafa farið í fram­boð til að vekja athygli á vissum mál­efnum í póli­tík­inni. Viðar fékk 65 atkvæði sem gerir 1,6 pró­sent.

Þannig að þetta fram­boð mitt það tókst að því leiti að fjöl­miðlar sögðu alla­vega frá alls konar vinklum á póli­tík sem að mér finnst vera í miklum doða. Ég er ekki að leita eftir öðru starfi, en mér finnst póli­tíkin í Reykja­vík og ekki síður á lands­vísu og þá sér­stak­lega hvernig fjöl­miðlar hafa hagða sér komna út í vit­leysu. En það tókst að vekja athygli á þessu og ég er full­kom­lega sáttur og held að Sjálf­stæði­flokknum muni vegna mjög vel með Eyþóri Arn­alds,“ sagði Við­ar.

Áslaug Frið­riks­dóttir fékk rúm 20 pró­sent atkvæða í leið­toga­kjör­inu, eða 788 í sinn hlut. Hún þakk­aði stuðn­ings­mönnum sínum fyrir stuðn­ing­inn í stöðu­upp­færslu sem hún setti á Face­book í dag. „Þetta var snörp og góð bar­átta sem ég er stolt af. Úrslit eru ljós og Eyþór Arn­alds er sig­ur­veg­ari próf­kjörs­ins, ég óska honum til ham­ingju með það. Næsta verk­efni er að stilla upp sig­ur­strang­legum lista og sú vinna í höndum kjör­nefnd­ar,“ segir Áslaug. 

Elsku vinir mínir ég þakka ykkur fyrir allan stuðningin og fal­legu skilaboðin❤️❤️❤️. Þetta var snörp og góð barátta sem ...

Posted by Áslaug Frið­riks­dóttir on Sunday, Janu­ary 28, 2018


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent