Frambjóðendur óákveðnir um framhaldið

Kjartan Magnússon frambjóðandi í oddvitaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins útilokar ekki að sækjast eftir sæti á lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum. Vilhjálmur Bjarnason og Viðar Guðjohnsen vilja ekki sæti á listanum.

collage af frambjóðendum.jpg
Auglýsing

Kjartan Magn­ús­son borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins úti­lokar ekki að sækj­ast eftir sæti á lista flokks­ins fyrir kosn­ing­arnar í vor. Kjartan hlaut 460 atkvæði í leið­toga­próf­kjöri í gær sem gerir alls 11,8 pró­sent af greiddum atkvæð­um, en Eyþór Arn­alds, fyrr­ver­andi odd­viti flokks­ins á Sel­fossi og vara­borg­ar­full­trúi, sigr­aði með afger­andi hætti og hlaut 3.826 atkvæði eða 61 pró­sent.

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Kjartan að nú muni kjör­nefnd taka við og stilla upp á list­ann og fram­haldið verði bara að koma í ljós.

„Það getur vel verið að ég taki sæti á lista. Ég mun bara sjá hvernig þetta verður unn­ið, það er kannski svo­lítið snemma að ákveða þetta. Þetta er bara á for­ræði kjör­nefndar og ég mun bara hlusta á hvað hún hefur að segja.“

Auglýsing

Kjartan segir Eyþór hafa fengið glæsi­lega kosn­ingu og óskar honum inni­lega til ham­ingju með það. En í kosn­ing­unni í gær hafi að aðeins verið kosið um efsta sæti á lista. „Ef það hefði verið kosið í venju­legu próf­kjöri þá held ég að maður hefði fengið góðan stuðn­ing í annað sæti á lista en það er held ég bara of snemmt að segja hvað verð­ur,“ segir Kjart­an.

Ásamt þeim Kjart­ani og Eyþóri voru þau Áslaug Frið­riks­dóttir borg­ar­full­trúi, Vil­hjálmur Bjarna­son fyrr­ver­andi Alþing­is­maður og Viðar Guðjohn­sen leigu­sali í fram­boði.

Vil­hjálmur seg­ist ekki munu sækj­ast eftir sæti á lista flokks­ins í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um.

Ég ætla ekki að sækj­ast eftir sæti á list­an­um. Ég er fluttur til baka í Garða­bæ. Ég bauð mig fram til for­ystu til að taka leið­toga­sæti og ég hugs­aði nú með mér: „er þetta rétta fólkið sem er í fram­boð­i?“ En þetta er bara nið­ur­staðan og ég er alveg sáttur við hana,“ sagði Vil­hjálmur í sam­tali við Kjarn­ann. Vil­hjálmur fékk 193 atkvæði eða 4,9 pró­sent.

Viðar Guðjohn­sen ætlar ekki heldur að sækj­ast eftir sæti á lista. Hann seg­ist hafa farið í fram­boð til að vekja athygli á vissum mál­efnum í póli­tík­inni. Viðar fékk 65 atkvæði sem gerir 1,6 pró­sent.

Þannig að þetta fram­boð mitt það tókst að því leiti að fjöl­miðlar sögðu alla­vega frá alls konar vinklum á póli­tík sem að mér finnst vera í miklum doða. Ég er ekki að leita eftir öðru starfi, en mér finnst póli­tíkin í Reykja­vík og ekki síður á lands­vísu og þá sér­stak­lega hvernig fjöl­miðlar hafa hagða sér komna út í vit­leysu. En það tókst að vekja athygli á þessu og ég er full­kom­lega sáttur og held að Sjálf­stæði­flokknum muni vegna mjög vel með Eyþóri Arn­alds,“ sagði Við­ar.

Áslaug Frið­riks­dóttir fékk rúm 20 pró­sent atkvæða í leið­toga­kjör­inu, eða 788 í sinn hlut. Hún þakk­aði stuðn­ings­mönnum sínum fyrir stuðn­ing­inn í stöðu­upp­færslu sem hún setti á Face­book í dag. „Þetta var snörp og góð bar­átta sem ég er stolt af. Úrslit eru ljós og Eyþór Arn­alds er sig­ur­veg­ari próf­kjörs­ins, ég óska honum til ham­ingju með það. Næsta verk­efni er að stilla upp sig­ur­strang­legum lista og sú vinna í höndum kjör­nefnd­ar,“ segir Áslaug. 

Elsku vinir mínir ég þakka ykkur fyrir allan stuðningin og fal­legu skilaboðin❤️❤️❤️. Þetta var snörp og góð barátta sem ...

Posted by Áslaug Frið­riks­dóttir on Sunday, Janu­ary 28, 2018


Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magnús Halldórsson
Raskaði rónni
Kjarninn 18. febrúar 2020
Maní og fjölskylda
Skora á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð
Stjórn Solaris fordæmir yfirvofandi brottvísun á Maní, 17 ára trans drengs frá Íran, og skorar á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð og tryggja að hann fá hér skjól og vernd.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bankasýslan vill að bankaráð dragi úr fjárhagslegri áhættu Landsbankans vegna nýrra höfuðstöðva
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur svarað skriflegri fyrirspurn þingmanns Miðflokksins um byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans, sem munu kosta að minnsta kosti um tólf milljarða. Þar er staðfest að ákvörðunin hafi ekki verið borin undir hluthafafund.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Ráðherra er ekki að skoða að takmarka sölu á orkudrykkjum
Þrátt fyrir að embætti Landlæknis telji að banna eigi sölu á ákveðnum tegundum orkudrykkja er ráðherra matvælaeftirlits ekki sömu skoðunar. Til að meta neyslu ungmenna á orkudrykkjum sem innihalda koffín verður framkvæmd neyslukönnun á meðal ungmenna.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Helmingur landsmanna telur fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar réttar
Karlar halda frekar en konur að fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar séu almennt ýktar, en um þriðjungur karla telur þær vera það.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lögðu fram tillögur að lausn kjaradeilu – Aftur fundað á morgun
Fundi vegna kjaradeilu félagsmanna Eflingar og Reykjavíkurborgar er lokið. „Samninganefnd Eflingar hefur fundað stíft síðustu daga ásamt starfsfólki og trúnaðarmönnum til að útfæra og ná sátt um tillögur,“ segir í tilkynningu Eflingar.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðuneytið leggur til breytingar á frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla
Ef tillögur sérfræðingar mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða teknar til greina mun endurgreiðsluhlutfall á ritsjórnarkostnaði einkarekinna fjölmiðla hækka og sjónarmiðum héraðsfréttamiðla mætt til að gera þá styrkjahæfa.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Nú er háð mikilvægasta kjarabaráttan um áratugaskeið.
Leslistinn 18. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent