Frambjóðendur óákveðnir um framhaldið

Kjartan Magnússon frambjóðandi í oddvitaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins útilokar ekki að sækjast eftir sæti á lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum. Vilhjálmur Bjarnason og Viðar Guðjohnsen vilja ekki sæti á listanum.

collage af frambjóðendum.jpg
Auglýsing

Kjartan Magn­ús­son borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins úti­lokar ekki að sækj­ast eftir sæti á lista flokks­ins fyrir kosn­ing­arnar í vor. Kjartan hlaut 460 atkvæði í leið­toga­próf­kjöri í gær sem gerir alls 11,8 pró­sent af greiddum atkvæð­um, en Eyþór Arn­alds, fyrr­ver­andi odd­viti flokks­ins á Sel­fossi og vara­borg­ar­full­trúi, sigr­aði með afger­andi hætti og hlaut 3.826 atkvæði eða 61 pró­sent.

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Kjartan að nú muni kjör­nefnd taka við og stilla upp á list­ann og fram­haldið verði bara að koma í ljós.

„Það getur vel verið að ég taki sæti á lista. Ég mun bara sjá hvernig þetta verður unn­ið, það er kannski svo­lítið snemma að ákveða þetta. Þetta er bara á for­ræði kjör­nefndar og ég mun bara hlusta á hvað hún hefur að segja.“

Auglýsing

Kjartan segir Eyþór hafa fengið glæsi­lega kosn­ingu og óskar honum inni­lega til ham­ingju með það. En í kosn­ing­unni í gær hafi að aðeins verið kosið um efsta sæti á lista. „Ef það hefði verið kosið í venju­legu próf­kjöri þá held ég að maður hefði fengið góðan stuðn­ing í annað sæti á lista en það er held ég bara of snemmt að segja hvað verð­ur,“ segir Kjart­an.

Ásamt þeim Kjart­ani og Eyþóri voru þau Áslaug Frið­riks­dóttir borg­ar­full­trúi, Vil­hjálmur Bjarna­son fyrr­ver­andi Alþing­is­maður og Viðar Guðjohn­sen leigu­sali í fram­boði.

Vil­hjálmur seg­ist ekki munu sækj­ast eftir sæti á lista flokks­ins í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um.

Ég ætla ekki að sækj­ast eftir sæti á list­an­um. Ég er fluttur til baka í Garða­bæ. Ég bauð mig fram til for­ystu til að taka leið­toga­sæti og ég hugs­aði nú með mér: „er þetta rétta fólkið sem er í fram­boð­i?“ En þetta er bara nið­ur­staðan og ég er alveg sáttur við hana,“ sagði Vil­hjálmur í sam­tali við Kjarn­ann. Vil­hjálmur fékk 193 atkvæði eða 4,9 pró­sent.

Viðar Guðjohn­sen ætlar ekki heldur að sækj­ast eftir sæti á lista. Hann seg­ist hafa farið í fram­boð til að vekja athygli á vissum mál­efnum í póli­tík­inni. Viðar fékk 65 atkvæði sem gerir 1,6 pró­sent.

Þannig að þetta fram­boð mitt það tókst að því leiti að fjöl­miðlar sögðu alla­vega frá alls konar vinklum á póli­tík sem að mér finnst vera í miklum doða. Ég er ekki að leita eftir öðru starfi, en mér finnst póli­tíkin í Reykja­vík og ekki síður á lands­vísu og þá sér­stak­lega hvernig fjöl­miðlar hafa hagða sér komna út í vit­leysu. En það tókst að vekja athygli á þessu og ég er full­kom­lega sáttur og held að Sjálf­stæði­flokknum muni vegna mjög vel með Eyþóri Arn­alds,“ sagði Við­ar.

Áslaug Frið­riks­dóttir fékk rúm 20 pró­sent atkvæða í leið­toga­kjör­inu, eða 788 í sinn hlut. Hún þakk­aði stuðn­ings­mönnum sínum fyrir stuðn­ing­inn í stöðu­upp­færslu sem hún setti á Face­book í dag. „Þetta var snörp og góð bar­átta sem ég er stolt af. Úrslit eru ljós og Eyþór Arn­alds er sig­ur­veg­ari próf­kjörs­ins, ég óska honum til ham­ingju með það. Næsta verk­efni er að stilla upp sig­ur­strang­legum lista og sú vinna í höndum kjör­nefnd­ar,“ segir Áslaug. 

Elsku vinir mínir ég þakka ykkur fyrir allan stuðningin og fal­legu skilaboðin❤️❤️❤️. Þetta var snörp og góð barátta sem ...

Posted by Áslaug Frið­riks­dóttir on Sunday, Janu­ary 28, 2018


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Telur Reykjavíkurborg reyna að gera Sundabraut óarðbæra
Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir tímabært og mikilvægt að ráðast í samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar eigi enn eftir að skýrast hvernig 120 milljarða samgöngusáttmáli ríkis og sveitarfélaga verði fjármagnaður.
Kjarninn 20. september 2020
Sungið um samband í öfugri og réttri tímaröð
Til stendur að setja upp söngleikinn Fimm ár í Kaldalóni í Hörpu í október. Safnað er fyrir uppsetningunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.
Þórólfur: Ekki tilefni til harðari aðgerða
Sóttvarnarlæknir mun leggja til að krár og skemmtistaðir verði áfram lokaðir fram yfir næstu helgi. Ekki sé þó tilefni til að grípa til harðari takmarkana á allt landið en þeim sem eru við lýði.
Kjarninn 20. september 2020
Víðir Reynisson var viðmælandi hjá Rás 2 nýverið. Starfsmaður útvarpsstöðvarinnar hefur greinst með COVID-19 og Víðir er kominn í sóttkví.
Starfsmaður Rásar 2 greindist með kórónuveirusmit og sendi Víði í sóttkví
Sex starfsmenn Rásar 2 eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður útvarpsstöðvarinnar greindist með COVID-19 í gærkvöldi.
Kjarninn 20. september 2020
Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Sigríður Andersen segir til umhugsunar hvort Vinstri græn séu stjórntækur flokkur
Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að það hafi verið horft í forundran á það innan Sjálfstæðisflokks að hluti þingmanna samstarfsflokks styddu ekki ríkisstjórnina. Þeir væru oft með óbragð í munni vegna ýmissa mála sem hafi samt fengið framgang.
Kjarninn 20. september 2020
Smitum fækkar á milli daga – 38 greindust með veiruna í gær
Und­an­farna fimm daga hafa 166 smit greinst inn­an­lands. Mun færri sýni voru tekin í gær en daginn áður.
Kjarninn 20. september 2020
Mun NATO þola annað kjörtímabil af Trump?
Nýjar ógnir – Almannaöryggi og vopnakapphlaup
COVID-19 hefur beint sjónum að því hversu viðkvæm öflugustu ríki heims, sem byggja öryggi sitt meðal annrs á hernaðarlegum mætti, eru gagnvart slíkum ógnum. Að þegar límið sem heldur samfélaginu saman þverr, er hinu samfélagslega öryggi ógnað.
Kjarninn 20. september 2020
Bill Clinton og Poul Nyrup Rasmussen.
Leyndarmálið í skjalaskápnum
Árið 1997 kom Bill Clinton í heimsókn til Danmerkur, fyrstur bandarískra forseta. Með hástemmdum lýsingarorðum, þakkaði forsetinn Dönum gott fordæmi, en sagði ekki fyrir hvað. Þangað til nú hafa einungis örfáir vitað hvað hann meinti.
Kjarninn 20. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent