Þörf á mikilli uppbyggingu húsnæðis um allt land

Félagsmálaráðherra talar fyrir því að mikil þörf sé á uppbyggingu húsnæðis. Ekki aðeins á höfuðborgarsvæðinu heldur einnig á landsbyggðinni.

Ásmundur Einar
Auglýsing

Nauð­syn­legt er að ráð­ast í umfangs­mikla upp­bygg­ingu hús­næðis um allt land. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri ályktun stjórnar Íbúða­lána­sjóðs, en stjórnin fund­aði á Sauð­ár­króki í morg­un. 

Frá þessu er greint í til­kynn­ingu frá sjóðn­um.

Ásmundur Einar Daða­son, félags­mála­ráð­herra, segir að það sé einnig nauð­syn­legt að byggja upp hús­næði í stórum stíl á lands­byggð­inn­i. „Lands­byggðin hefur því miður allt of lengi setið eftir í úrræðum stjórn­valda. Það er nauð­syn­legt að fara í aðgerðir til þess að tryggja betur hús­næð­is­ör­yggi lands­manna, óháð búsetu. Við getum ekki látið það við­gang­ast að fólki mæti hús­næð­is­skortur og oft á tíðum val um ann­ars flokks hús­næði þegar það flyst út á land, því það er oft eina hús­næðið sem er laust. Þetta er óvið­un­andi og skekkir enn frekar sam­keppn­is­stöðu minni sveit­ar­fé­laga. Hús­næði er grunn­þörf og að sjálf­sögðu þarf að byggja nýtt hús­næði og ráð­ast í end­ur­bætur á fleiri stöðum en SV-horn­inu. Atvinnu­lífið á lands­byggð­inni er afar þrótt­mikið um þessar mund­ir. Ég tel að fólki sem hefur svig­rúm til að greiða af hús­næði, þurfa að standa til boða að fá hús­næð­is­lán eða fá almenni­legt leigu­hús­næði. Það er kýr­skýrt að þarna eru mark­aðs­öflin að bregð­ast og þá verðum við að mæta því. Fólk verður að hafa aðgang að hús­næði. Það liggur í augum upp­i,“ segir Ásmundur Einar í til­kynn­ingu.

Auglýsing

Til­efni fund­ar­ins þar var opnun nýs hús­næð­is­bóta­sviðs Íbúða­lána­sjóðs sem varð til með yfir­töku sjóðs­ins á útgreiðslum hús­næð­is­bóta. 

Stjórnin sam­þykkti einnig að grípa til aðgerða til að bæta stöðu leigj­enda sem rann­sóknir sýna að búa við mun hærri hús­næð­is­kostnað en aðrir hópar, að því er segir í til­kynn­ingu.

Tölu­verð umræða hefur verið um stöðu mála á hús­næð­is­mark­aði að und­an­förnu en Íbúða­lána­sjóður telur þörf vera á því að byggja upp 17 þús­und nýjar íbúðir á næstu árum, til að stuðla að jafn­vægi milli fram­boðs og eft­ir­spurn­ar. Síðan mun þurfa að byggja upp 2.200 íbúðir árlega.

Þarf að huga að lands­byggð­inni

Nýfram­kvæmdir á hús­næð­is­mark­aði hafa síð­ustu ár að mestu ein­skorð­ast við SV-hornið en grein­ing Íbúða­lána­sjóðs bendir til að mikil þörf sé á upp­bygg­ingu hent­ugs íbúð­ar­hús­næðis á ýmsum þétt­býl­is­svæðum allt í kringum land­ið. „Þörfin fyrir nýtt hús­næði er meðal ann­ars vegna fólks­fjölg­unar í kjöl­far auk­inna atvinnu­tæki­færa. Þá er oft eina lausa hús­næðið í boði fyrir nýja íbúa illa farið eða hús­næði sem upp­fyllir á ýmsan hátt ekki kröfur nútím­ans. Hækkun fast­eigna­verðs sem valdið hefur fyrstu kaup­endum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vand­ræðum er ekki stórt vanda­mál á lands­byggð­inni heldur sú stað­reynd að lítil sem engin upp­bygg­ing hefur átt sér stað. Þegar tölur um bygg­ingu íbúða fyrir og eftir hrun eru skoð­aðar sést að fyrir hrun fylgd­ist þróun hús­næð­is­upp­bygg­ingar á land­inu öllu hlut­falls­lega að. En eftir hrun er nær öll upp­bygg­ingin á SV-horn­in­u,“ segir í til­kynn­ingu frá sjóðnum.

Íbúða­lána­sjóður hefur á árinu 2017 fundað með yfir 50 sveit­ar­fé­lögum vegna vinnu við gerð hús­næð­is­á­ætl­ana. Á fund­unum hefur komið fram að áskor­anir sveit­ar­fé­laga í hús­næð­is­málum eru ólíkar inn­byrðis en öll sveit­ar­fé­lögin eigi sam­eig­in­legt búa við skort á íbúð­ar­hús­næði. Alvar­leg­asti vand­inn er í þeim sveit­ar­fé­lögum þar sem þetta ástand er farið að hamla upp­bygg­ingu atvinnu­vega, vegna þess eins að starfs­fólk fær ekki hús­næði.

Uppbygging húsnæðis. Þörf er á átaki víða á landsbyggðinni.

Haukur Ingi­bergs­son, stjórn­ar­for­maður Íbúða­lána­sjóðs, segir að upp­bygg­ingu á hús­næði á lands­byggð­inni verða lyk­il­þátt í því að styrkja atvinnu­starf­sem­ina sem þar bygg­ist upp, og sam­fé­lögin sömu­leið­is. „Bætt staða fólks á leigu­mark­aði og örvun nýbygg­inga á lands­byggð­inni eru hvoru tveggja stór verk­efni. Aðgangur að við­un­andi hús­næði er lyk­il­at­riði til að okkur vegni vel sem ein­stak­ling­um, sem fjöl­skyldum og sem sam­fé­lagi í heild. Und­an­farin ára­tug hefur nær ekk­ert nýtt hús­næði verið byggt á mörgum stöðum á land­inu og skýr­ing­arnar á því eru ekki full­nægj­andi. Lána­stofn­anir hafa verið tregar til að veita lán til margra staða utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og bygg­ing­ar­að­ilar eru þar ekki heldur á hverju strái. Við höfum ákveðið að bregð­ast við þessu. Það þýðir ekki að við ætlum að finna upp hjól­ið. Hus­banken í Nor­egi, sem er þar­lend syst­ur­stofnun Íbúða­lána­sjóðs, hefur fjár­magnað og stutt við hús­næð­is­upp­bygg­inu með­fram ströndum Nor­egs og í dreif­býl­inu þar um ára­bil. Hann hefur þrátt fyrir það ekki orðið fyrir alvar­legum útlána­töpum enda getur þol­in­móður lán­veit­andi leyft sér að velja fleiri mark­aði en þá sem þykja mest spenn­andi hverju sinni. Það er þjóð­fé­lags­lega hag­kvæmt að fólk búi í við­un­andi hús­næði. Við sjáum að fjöl­mörg öflug fyr­ir­tæki vítt og breitt um landið í iðn­aði, sjáv­ar­út­vegi og ferða­þjón­ustu kalla eftir að byggt sé hús­næði fyrir þeirra fólk. Íbúða­lána­sjóður hefur þá ábyrgð að fram­fylgja hús­næð­is­stefnu stjórn­valda og það er alveg morg­un­ljóst að það verður ekki lengur unað við þetta stöðn­unar­á­stand,“ segir Hauk­ur. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent