Í nýju verðmati sem unnið var af Capacent er verðmæti Arion banka metið á ríflega 194 milljarða króna, að því er fram kemur í ViðskiptaMogganum, sem fylgir Morgunblaðinu, í dag.
Er það hærra mat en liggur til grundvallar því tilboði sem Kaupskil, stærsti eigandi bankans, hafa gert íslenskum lífeyrissjóðum í þeirri viðleitni að fá þá í eigendahóp hans. Til stendur að skrá bankann á markað síðar á árinu.
Samkvæmt því tilboði er virði bankans um 176 milljarðar króna, og virði 13 prósent hlutar ríkisins um 23 milljarðar króna.
Munar því um 18 milljörðum á heildarviði bankans, samkvæmt tilboði Kaupskila og síðan verðmati Capacent.
Í sama verðmati eru vaxtamöguleikar bankans sagðir hverfandi á komandi árum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu.