Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Heiða Björg Hilmisdóttir og Skúli Helgason verða í þremur efstu sætum á lista Samfylkingarinnar fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor.
Dagur fékk 1610 atkvæði, eða 87 prósent, í 1. sæti en Heiða Björg Hilmisdóttir hlaut 1126 atkvæði og er í öðru sæti.
Fimm efstu sætin eru eftirfarandi:
1. sæti - Dagur B. Eggertsson með 1610 atkvæði i fyrsta sæti, eða 87%
2. sæti – Heiða Björg Hilmisdóttir með 1126 atkvæði í fyrst og annað sæti
3. sæti – Skúli Helgason með 708 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti
4. sæti - Kristín Soffía Jónsdóttir með 732 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti
5. sæti – Hjálmar Sveinsson með 779 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti
Kosningu lauk kl. 19 á laugardaginn 10. febrúar og neyttu 1852 félagsmenn atkvæðisréttar síns í flokksvalinu. Kjörsókn var 33,55%. Auð og ógild atkvæði voru 7.