Ekkert verður af kaupum íslenskra lífeyrissjóða á hlut í Arion banka fyrir útboð og skráningu bankans síðar á árinu.
Hafa allir sjóðirnir tekið ákvörðun um að fjárfesta ekki í bankanum áður en ársuppgjör hans verður birt næstkomandi miðvikudag.
Frá þessu er greint í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í dag.
Stærstu lífeyrissjóðirnir, LSR, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi og Birta ákváðu að kaupa í ekki bankanum á þessu stigi, og segir í Fréttablaðinu að það sé mat þeirra, að jafnvel sé áhættuminna að fjárfesta frekar í gegnum útboðinu sjálfu.
Enn er því haldið opnu að tryggingafélög og verðbréfasjóðir kaupi mögulega lítinn hlut í bankanum á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs Kaupþings sem gerir ráð fyrir verði sem er rétt yfir genginu 0,8 miðað við eigið fé Arion banka í lok þriðja ársfjórðungs 2017.
Íslenska ríkið á 13 prósent hlut í Arion banka. Sé miðað við bókfært eigið fé er virði hlutarins um 29 milljarðar króna.