Boðar aðgerðir til að mæta tæknibreytingum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðaði ýmsar aðgerðir til að mæta komandi tæknibreytingum á samfélaginu í ræðu sinni á Viðskiptaþingi í dag og sett þær á dagskrá ólíkra vettvanga.

TækniKata
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra boð­aði ýmsar aðgerðir til að mæta kom­andi tækni­breyt­ingum á sam­fé­lag­inu í ræðu sinni á Við­skipta­þingi í dag.

Katrín sagði sam­fé­lagið vera að breyt­ast og setja þurfi mark­mið til að hægt sé að nýta hraðar tækni­breyt­ingar til góðs fyrir okkur öll. Taka þurfi þátt í rann­sóknum og þróun á gervi­greind og sjálf­virkni, tryggja menntun og fræðslu í takt við nýja tíma, tryggja ábyrgan og rétt­látan vinnu­mark­að, rétt­indi launa­fólks og nýta tækni­breyt­ingar til að bæta kjör. Taka þurfi for­ystu í að end­ur­skoða lög­gjöf og reglu­verk sam­fé­lags­ins til að mæta tækni­breyt­ing­um.

Í þessu skyni hefur for­sæt­is­ráð­herra sett tækni­breyt­ingar á dag­skrá nokk­urra ólíkra vett­vanga. Þannig hefur hún óskað eftir því að Sam­ráðs­vett­vangur um aukna hag­sæld taki fjórðu iðn­bylt­ing­una á dag­skrá og vinni aðgerð­ar­á­ætlun fyrir íslenskt atvinnu­líf og vinnu­mark­að. Sam­ráðs­vett­vang­ur­inn er undir for­ystu Katrínar Olgu Jóhann­es­dótt­ur, for­manns Við­skipta­ráðs og Rögnu Árna­dótt­ur, aðstoð­ar­for­stjóra Lands­virkj­un­ar, en þar sitja einni full­trúar stjórn­mála­flokka, atvinnu­lífs­ins og verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. Sam­ráðs­vett­vang­ur­inn var settur á lagg­irnar árið 2013 að til­lögu alþjóð­lega ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­is­ins McK­insey & Company.

Auglýsing

Þá verður þáttur vís­inda og rann­sókna settur á dag­skrá Vís­inda- og tækni­ráðs. Katrín sagði að þar þurfi að horfa til lengri tíma, gera áætl­anir um menntun frá fyrstu skóla­stig­um, grunn­rann­sóknir og hvernig við getum tryggt að nýsköpun á þessu sviði eins og raunar fleirum, geti vaxið og dafnað hér á landi. Vís­inda- og tækni­ráð starfar sam­kvæmt sam­nefndum lög­um. For­sæt­is­ráð­herra er for­maður ráðs­ins en þar sitja einnig mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra. For­maður skipar tvo menn í ráðið auk þess sem 14 full­trúar eru til­nefndir í ráðið af ráðu­neyt­um, háskólum og aðilum vinnu­mark­að­ar­ins.

Að auki verður sett á lagg­irnar svokölluð fram­tíð­ar­nefnd á Alþingi, eins og kveðið var á um í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þessi nefnd verður að sögn Katrínar að finnskri fyr­ir­mynd en þar hefur í um 25 ár verið starf­andi nefnd með þing­mönnum úr öllum flokkum sem er eins­konar hug­veita þings­ins um fram­tíð­ar­mál­efni. Fram­tíð­ar­nefnd­inni í Finn­landi hefur verið ætlað að skapa umræðu við stjórn­völd um tæki­færi og ógn­anir til fram­tíðar og senda reglu­lega frá sér vandað efni um fram­tíð­ar­mál­efni. „Starf finnsku nefnd­ar­innar hefur reynst mik­il­vægt við að for­gangs­raða mark­miðum sem Finnar setja á dag­skrá en þeir hafa að mörgu leyti verið til fyr­ir­myndar með því að vinna mark­visst að því að efla stöðu finnsks sam­fé­lags á mik­il­vægum fram­fara­svið­u­m,“ sagði Katrín.

Hundruðir sækja um íbúðir Bjargs
Gríðarlegur áhugi er meðal félagsmanna aðildarfélaga BSRB og Alþýðusambands Íslands á íbúðum sem Bjarg íbúðafélag mun leigja tekjulágu fólki á vinnumarkaði. Afhending íbúða til leigutaka gæti hafist 1. júlí á næsta ári.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Guðjón Sigurbjartsson
Landsbyggðin, útlendingar og við
Kjarninn 21. ágúst 2018
Framlag Kjarnans á árinu 2014
Kjarninn er fimm ára í vikunni. Af því tilefni verður rifjað upp það helsta sem hann hafði til málanna að leggja á hverju því starfsári sem hann hefur verið til, á hverjum degi í þessari viku. Í dag er farið yfir árið 2014.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Svanur Kristjánsson
Endurreisn íslenska lýðveldisins?
Kjarninn 21. ágúst 2018
155 milljónir söfnuðust í Reykjavíkurmaraþoni
Yfir 155 milljónir hafa safnast í hlaupastyrk í Reykjavíkurmaraþoninu sem fór fram síðustu helgi. Þetta er töluverð aukning frá fyrra ári þegar söfnuðust 118 milljónir.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Hlutabréf í Skeljungi hækka
Hlutabréf í Skeljungi hækkuðu um rúm 9 prósent í rúmlega 400 milljóna króna viðskiptum í morgun.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Áfallasaga kvenna á Íslandi
Kjarninn 21. ágúst 2018
Útflutningsverðmæti sjávarafurða minnka milli ára
Útflutningsverðmæti sjávarafurða minnka um 15,2% milli áranna 2016 og 2017. Flutt voru út tæplega 610 þúsund tonn árið 2017 sem er 30 þúsund tonnum meira en árið áður.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Meira úr sama flokkiInnlent