Boðar aðgerðir til að mæta tæknibreytingum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðaði ýmsar aðgerðir til að mæta komandi tæknibreytingum á samfélaginu í ræðu sinni á Viðskiptaþingi í dag og sett þær á dagskrá ólíkra vettvanga.

TækniKata
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra boð­aði ýmsar aðgerðir til að mæta kom­andi tækni­breyt­ingum á sam­fé­lag­inu í ræðu sinni á Við­skipta­þingi í dag.

Katrín sagði sam­fé­lagið vera að breyt­ast og setja þurfi mark­mið til að hægt sé að nýta hraðar tækni­breyt­ingar til góðs fyrir okkur öll. Taka þurfi þátt í rann­sóknum og þróun á gervi­greind og sjálf­virkni, tryggja menntun og fræðslu í takt við nýja tíma, tryggja ábyrgan og rétt­látan vinnu­mark­að, rétt­indi launa­fólks og nýta tækni­breyt­ingar til að bæta kjör. Taka þurfi for­ystu í að end­ur­skoða lög­gjöf og reglu­verk sam­fé­lags­ins til að mæta tækni­breyt­ing­um.

Í þessu skyni hefur for­sæt­is­ráð­herra sett tækni­breyt­ingar á dag­skrá nokk­urra ólíkra vett­vanga. Þannig hefur hún óskað eftir því að Sam­ráðs­vett­vangur um aukna hag­sæld taki fjórðu iðn­bylt­ing­una á dag­skrá og vinni aðgerð­ar­á­ætlun fyrir íslenskt atvinnu­líf og vinnu­mark­að. Sam­ráðs­vett­vang­ur­inn er undir for­ystu Katrínar Olgu Jóhann­es­dótt­ur, for­manns Við­skipta­ráðs og Rögnu Árna­dótt­ur, aðstoð­ar­for­stjóra Lands­virkj­un­ar, en þar sitja einni full­trúar stjórn­mála­flokka, atvinnu­lífs­ins og verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. Sam­ráðs­vett­vang­ur­inn var settur á lagg­irnar árið 2013 að til­lögu alþjóð­lega ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­is­ins McK­insey & Company.

Auglýsing

Þá verður þáttur vís­inda og rann­sókna settur á dag­skrá Vís­inda- og tækni­ráðs. Katrín sagði að þar þurfi að horfa til lengri tíma, gera áætl­anir um menntun frá fyrstu skóla­stig­um, grunn­rann­sóknir og hvernig við getum tryggt að nýsköpun á þessu sviði eins og raunar fleirum, geti vaxið og dafnað hér á landi. Vís­inda- og tækni­ráð starfar sam­kvæmt sam­nefndum lög­um. For­sæt­is­ráð­herra er for­maður ráðs­ins en þar sitja einnig mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra. For­maður skipar tvo menn í ráðið auk þess sem 14 full­trúar eru til­nefndir í ráðið af ráðu­neyt­um, háskólum og aðilum vinnu­mark­að­ar­ins.

Að auki verður sett á lagg­irnar svokölluð fram­tíð­ar­nefnd á Alþingi, eins og kveðið var á um í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þessi nefnd verður að sögn Katrínar að finnskri fyr­ir­mynd en þar hefur í um 25 ár verið starf­andi nefnd með þing­mönnum úr öllum flokkum sem er eins­konar hug­veita þings­ins um fram­tíð­ar­mál­efni. Fram­tíð­ar­nefnd­inni í Finn­landi hefur verið ætlað að skapa umræðu við stjórn­völd um tæki­færi og ógn­anir til fram­tíðar og senda reglu­lega frá sér vandað efni um fram­tíð­ar­mál­efni. „Starf finnsku nefnd­ar­innar hefur reynst mik­il­vægt við að for­gangs­raða mark­miðum sem Finnar setja á dag­skrá en þeir hafa að mörgu leyti verið til fyr­ir­myndar með því að vinna mark­visst að því að efla stöðu finnsks sam­fé­lags á mik­il­vægum fram­fara­svið­u­m,“ sagði Katrín.

Meiri hækkun stýrivaxta kom til greina
Fundargerð peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands frá því fyrr í mánuðinum hefur verið birt.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Aðförin
Aðförin
Aðförin – Mannlíf milli húsa
Kjarninn 21. nóvember 2018
Sverrir Mar Albertsson
Aþþíbara
Kjarninn 21. nóvember 2018
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 4. þáttur: Fljúgandi sjálfrennireið og sjálfskaðandi húsálfur
Kjarninn 21. nóvember 2018
Dómar í markaðsmisnotkunarmálum hafa dregið línu í sandinn
Forstjóri Kauphallarinnar segir að það sé aldrei hægt að tryggja að einhver fari ekki yfir á rauðu ljósi þótt það sé bannað. Fjárfestingaumhverfið hér sé þó mun tryggara og með öðrum hætti en fyrir áratug síðan.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Eiríkur Jónsson er annar þeirra sem stefndi ríkinu vegna ólögmætra athafna Sigríðar Á. Andersen.
Ríkið áfrýjar dómi vegna skipunar dómara
Íslenska ríkið hefur áfrýjað dómum Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi ríkið bótaskylt í málum þeirra Jóns Höskuldssonar og Eiríks Jónssonar.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Blýanturinn á útleið í prófum – Tölvur taka við
Innan nokkurra ára munu blýanturinn og penninn heyra sögunni til innan Háskóla Íslands með tilkomu rafræns prófakerfis.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Kim Jong-yang nýkjörinn forseti Interpol.
Óvæntur sigur í forsetakjöri Interpol
Fulltrúi Rússa var talinn líklegastur til þess að verða kjörinn forseti alþjóðalögreglunnar Interpol en hann tapaði óvænt fyrir Suður-kóreumanninum Kim Jong-yang. Kosið var um nýjan forseti eftir að sitjandi forseta Interpol hvarf í október.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent