Íslandsbanki hagnaðist um 13 milljarða í fyrra

Hagnaður Íslandsbanka dróst saman milli ára og arðsemi eigin fjár var minni í fyrra en hún var árið 2016.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
Auglýsing

Hagn­aður Íslands­banka, sem er að öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins, var 13,2 millj­arðar króna eftir skatta á árinu 2017. Það er umtals­vert minni hagn­aður en árið áður þegar bank­inn hagn­að­ist um 20,2 millj­arða króna. Mun­ur­inn orsakast að mestu leyti á því að á árinu 2016 fékk Íslands­banki ein­skipt­is­hagnað upp á 5,4 millj­arða króna vegna sölu Borg­unar á hlut sínum í Visa Europe, en bank­inn er stærsti eig­andi Borg­un­ar. Hagn­aður af reglu­legri starf­semi var 13,8 millj­arðar króna.

Heild­ar­eignir bank­ans voru metnar á 1.036 millj­arða króna og þar af voru útlán við við­skipta­vina og lausafé 92 pró­sent af þeirri upp­hæð. Eig­in­fjár­hlut­fallið var 24,1 pró­sent. Arð­semi eigin fjár dróst saman á síð­asta ári. Þá var hún 10,3 pró­sent en hafði verið 10,7 pró­sent árið áður.

Bank­inn er fyrstur stóru bank­anna þriggja til að birta ­reikn­ing sinn fyrir árið 2016 en hinir tveir, Arion banki og Lands­­bank­inn, mun­u ­gera slíkt hið sama síðar í vik­unni. Arion banki mun birta síðar í dag og Lands­­bank­inn á föstu­dag.

Auglýsing

Í frétta­til­kynn­ingu er haft eftir Birnu Ein­ars­dóttur banka­stjóra að árið í fyrra hafi verið ár breyt­inga og upp­bygg­ing­ar. „Við inn­leiddum nýtt skipu­lag, full­kláruðum flutn­ing í nýjar höf­uð­stöðvar og end­ur­nýj­uðum grunn­kerfi bank­ans. Við héldum áfram að und­ir­búa bank­ann fyrir breytt alþjóð­legt reglu­verk, tækni­legar áskor­anir og að takast á við nýja keppi­nauta á mark­aði.

Þrátt fyrir þessar miklu breyt­ingar gekk rekstur bank­ans mjög vel á árinu. Lána­safn bank­ans óx um 9,8% og námu ný lán 199 millj­örðum króna og skil­aði bank­inn 13,2 millj­arði króna hagn­aði eftir skatta með arð­semi af reglu­legri starf­semi upp á 10,3% sem er í sam­ræmi við okkar mark­mið.

Láns­hæf­is­mat bank­ans hækk­aði og stigum við frek­ari skref í átt að hag­stæð­ari fjár­magns­skipan með fyrstu víkj­andi skulda­bréfa­út­gáfu íslensks fjár­mála­fyr­ir­tækis á erlendum mark­aði frá árinu 2008.

Bank­inn hélt stöðu sinni á árinu sem leið­andi banka­stofnun á Íslandi í þjón­ustu við við­skipta­vini en fimmta árið í röð mæld­ist bank­inn hæstur í Íslensku ánægju­vog­inni og í flestum þáttum þjón­ustukann­ana á meðal ein­stak­linga og fyr­ir­tækja og var jafn­framt val­inn besti bank­inn á Íslandi að mati The Banker.

Við erum spennt að kynna ýmsar nýj­ungar á kom­andi miss­erum sem munu gagn­ast við­skipta­vinum okkar og treysta stöðu Íslands­banka sem leið­andi fjár­mála­fyr­ir­tækis á Ísland­i.“

 Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent