Íslandsbanki hagnaðist um 13 milljarða í fyrra

Hagnaður Íslandsbanka dróst saman milli ára og arðsemi eigin fjár var minni í fyrra en hún var árið 2016.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
Auglýsing

Hagn­aður Íslands­banka, sem er að öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins, var 13,2 millj­arðar króna eftir skatta á árinu 2017. Það er umtals­vert minni hagn­aður en árið áður þegar bank­inn hagn­að­ist um 20,2 millj­arða króna. Mun­ur­inn orsakast að mestu leyti á því að á árinu 2016 fékk Íslands­banki ein­skipt­is­hagnað upp á 5,4 millj­arða króna vegna sölu Borg­unar á hlut sínum í Visa Europe, en bank­inn er stærsti eig­andi Borg­un­ar. Hagn­aður af reglu­legri starf­semi var 13,8 millj­arðar króna.

Heild­ar­eignir bank­ans voru metnar á 1.036 millj­arða króna og þar af voru útlán við við­skipta­vina og lausafé 92 pró­sent af þeirri upp­hæð. Eig­in­fjár­hlut­fallið var 24,1 pró­sent. Arð­semi eigin fjár dróst saman á síð­asta ári. Þá var hún 10,3 pró­sent en hafði verið 10,7 pró­sent árið áður.

Bank­inn er fyrstur stóru bank­anna þriggja til að birta ­reikn­ing sinn fyrir árið 2016 en hinir tveir, Arion banki og Lands­­bank­inn, mun­u ­gera slíkt hið sama síðar í vik­unni. Arion banki mun birta síðar í dag og Lands­­bank­inn á föstu­dag.

Auglýsing

Í frétta­til­kynn­ingu er haft eftir Birnu Ein­ars­dóttur banka­stjóra að árið í fyrra hafi verið ár breyt­inga og upp­bygg­ing­ar. „Við inn­leiddum nýtt skipu­lag, full­kláruðum flutn­ing í nýjar höf­uð­stöðvar og end­ur­nýj­uðum grunn­kerfi bank­ans. Við héldum áfram að und­ir­búa bank­ann fyrir breytt alþjóð­legt reglu­verk, tækni­legar áskor­anir og að takast á við nýja keppi­nauta á mark­aði.

Þrátt fyrir þessar miklu breyt­ingar gekk rekstur bank­ans mjög vel á árinu. Lána­safn bank­ans óx um 9,8% og námu ný lán 199 millj­örðum króna og skil­aði bank­inn 13,2 millj­arði króna hagn­aði eftir skatta með arð­semi af reglu­legri starf­semi upp á 10,3% sem er í sam­ræmi við okkar mark­mið.

Láns­hæf­is­mat bank­ans hækk­aði og stigum við frek­ari skref í átt að hag­stæð­ari fjár­magns­skipan með fyrstu víkj­andi skulda­bréfa­út­gáfu íslensks fjár­mála­fyr­ir­tækis á erlendum mark­aði frá árinu 2008.

Bank­inn hélt stöðu sinni á árinu sem leið­andi banka­stofnun á Íslandi í þjón­ustu við við­skipta­vini en fimmta árið í röð mæld­ist bank­inn hæstur í Íslensku ánægju­vog­inni og í flestum þáttum þjón­ustukann­ana á meðal ein­stak­linga og fyr­ir­tækja og var jafn­framt val­inn besti bank­inn á Íslandi að mati The Banker.

Við erum spennt að kynna ýmsar nýj­ungar á kom­andi miss­erum sem munu gagn­ast við­skipta­vinum okkar og treysta stöðu Íslands­banka sem leið­andi fjár­mála­fyr­ir­tækis á Ísland­i.“

 Hundruðir sækja um íbúðir Bjargs
Gríðarlegur áhugi er meðal félagsmanna aðildarfélaga BSRB og Alþýðusambands Íslands á íbúðum sem Bjarg íbúðafélag mun leigja tekjulágu fólki á vinnumarkaði. Afhending íbúða til leigutaka gæti hafist 1. júlí á næsta ári.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Guðjón Sigurbjartsson
Landsbyggðin, útlendingar og við
Kjarninn 21. ágúst 2018
Framlag Kjarnans á árinu 2014
Kjarninn er fimm ára í vikunni. Af því tilefni verður rifjað upp það helsta sem hann hafði til málanna að leggja á hverju því starfsári sem hann hefur verið til, á hverjum degi í þessari viku. Í dag er farið yfir árið 2014.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Svanur Kristjánsson
Endurreisn íslenska lýðveldisins?
Kjarninn 21. ágúst 2018
155 milljónir söfnuðust í Reykjavíkurmaraþoni
Yfir 155 milljónir hafa safnast í hlaupastyrk í Reykjavíkurmaraþoninu sem fór fram síðustu helgi. Þetta er töluverð aukning frá fyrra ári þegar söfnuðust 118 milljónir.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Hlutabréf í Skeljungi hækka
Hlutabréf í Skeljungi hækkuðu um rúm 9 prósent í rúmlega 400 milljóna króna viðskiptum í morgun.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Áfallasaga kvenna á Íslandi
Kjarninn 21. ágúst 2018
Útflutningsverðmæti sjávarafurða minnka milli ára
Útflutningsverðmæti sjávarafurða minnka um 15,2% milli áranna 2016 og 2017. Flutt voru út tæplega 610 þúsund tonn árið 2017 sem er 30 þúsund tonnum meira en árið áður.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Meira úr sama flokkiInnlent