Íslandsbanki hagnaðist um 13 milljarða í fyrra

Hagnaður Íslandsbanka dróst saman milli ára og arðsemi eigin fjár var minni í fyrra en hún var árið 2016.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
Auglýsing

Hagn­aður Íslands­banka, sem er að öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins, var 13,2 millj­arðar króna eftir skatta á árinu 2017. Það er umtals­vert minni hagn­aður en árið áður þegar bank­inn hagn­að­ist um 20,2 millj­arða króna. Mun­ur­inn orsakast að mestu leyti á því að á árinu 2016 fékk Íslands­banki ein­skipt­is­hagnað upp á 5,4 millj­arða króna vegna sölu Borg­unar á hlut sínum í Visa Europe, en bank­inn er stærsti eig­andi Borg­un­ar. Hagn­aður af reglu­legri starf­semi var 13,8 millj­arðar króna.

Heild­ar­eignir bank­ans voru metnar á 1.036 millj­arða króna og þar af voru útlán við við­skipta­vina og lausafé 92 pró­sent af þeirri upp­hæð. Eig­in­fjár­hlut­fallið var 24,1 pró­sent. Arð­semi eigin fjár dróst saman á síð­asta ári. Þá var hún 10,3 pró­sent en hafði verið 10,7 pró­sent árið áður.

Bank­inn er fyrstur stóru bank­anna þriggja til að birta ­reikn­ing sinn fyrir árið 2016 en hinir tveir, Arion banki og Lands­­bank­inn, mun­u ­gera slíkt hið sama síðar í vik­unni. Arion banki mun birta síðar í dag og Lands­­bank­inn á föstu­dag.

Auglýsing

Í frétta­til­kynn­ingu er haft eftir Birnu Ein­ars­dóttur banka­stjóra að árið í fyrra hafi verið ár breyt­inga og upp­bygg­ing­ar. „Við inn­leiddum nýtt skipu­lag, full­kláruðum flutn­ing í nýjar höf­uð­stöðvar og end­ur­nýj­uðum grunn­kerfi bank­ans. Við héldum áfram að und­ir­búa bank­ann fyrir breytt alþjóð­legt reglu­verk, tækni­legar áskor­anir og að takast á við nýja keppi­nauta á mark­aði.

Þrátt fyrir þessar miklu breyt­ingar gekk rekstur bank­ans mjög vel á árinu. Lána­safn bank­ans óx um 9,8% og námu ný lán 199 millj­örðum króna og skil­aði bank­inn 13,2 millj­arði króna hagn­aði eftir skatta með arð­semi af reglu­legri starf­semi upp á 10,3% sem er í sam­ræmi við okkar mark­mið.

Láns­hæf­is­mat bank­ans hækk­aði og stigum við frek­ari skref í átt að hag­stæð­ari fjár­magns­skipan með fyrstu víkj­andi skulda­bréfa­út­gáfu íslensks fjár­mála­fyr­ir­tækis á erlendum mark­aði frá árinu 2008.

Bank­inn hélt stöðu sinni á árinu sem leið­andi banka­stofnun á Íslandi í þjón­ustu við við­skipta­vini en fimmta árið í röð mæld­ist bank­inn hæstur í Íslensku ánægju­vog­inni og í flestum þáttum þjón­ustukann­ana á meðal ein­stak­linga og fyr­ir­tækja og var jafn­framt val­inn besti bank­inn á Íslandi að mati The Banker.

Við erum spennt að kynna ýmsar nýj­ungar á kom­andi miss­erum sem munu gagn­ast við­skipta­vinum okkar og treysta stöðu Íslands­banka sem leið­andi fjár­mála­fyr­ir­tækis á Ísland­i.“

 Meiri hækkun stýrivaxta kom til greina
Fundargerð peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands frá því fyrr í mánuðinum hefur verið birt.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Aðförin
Aðförin
Aðförin – Mannlíf milli húsa
Kjarninn 21. nóvember 2018
Sverrir Mar Albertsson
Aþþíbara
Kjarninn 21. nóvember 2018
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 4. þáttur: Fljúgandi sjálfrennireið og sjálfskaðandi húsálfur
Kjarninn 21. nóvember 2018
Dómar í markaðsmisnotkunarmálum hafa dregið línu í sandinn
Forstjóri Kauphallarinnar segir að það sé aldrei hægt að tryggja að einhver fari ekki yfir á rauðu ljósi þótt það sé bannað. Fjárfestingaumhverfið hér sé þó mun tryggara og með öðrum hætti en fyrir áratug síðan.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Eiríkur Jónsson er annar þeirra sem stefndi ríkinu vegna ólögmætra athafna Sigríðar Á. Andersen.
Ríkið áfrýjar dómi vegna skipunar dómara
Íslenska ríkið hefur áfrýjað dómum Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi ríkið bótaskylt í málum þeirra Jóns Höskuldssonar og Eiríks Jónssonar.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Blýanturinn á útleið í prófum – Tölvur taka við
Innan nokkurra ára munu blýanturinn og penninn heyra sögunni til innan Háskóla Íslands með tilkomu rafræns prófakerfis.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Kim Jong-yang nýkjörinn forseti Interpol.
Óvæntur sigur í forsetakjöri Interpol
Fulltrúi Rússa var talinn líklegastur til þess að verða kjörinn forseti alþjóðalögreglunnar Interpol en hann tapaði óvænt fyrir Suður-kóreumanninum Kim Jong-yang. Kosið var um nýjan forseti eftir að sitjandi forseta Interpol hvarf í október.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent