Samfélagslegi samningurinn hentar ekki láglaunafólki

Sólveig Anna Jónsdóttir segir að verkalýðsbaráttan skili láglaunafólki ekki þeim lífskjörum sem það eigi rétt á. Mikið óréttlæti sé í því „stéttskipta arðránssamfélagi“ sem hér sé rekið. Stéttabarátta umfjöllunarefni Kjarnans á Hringbraut í kvöld.

Auglýsing

„Ég hef lifað og starfað sem láglaunakona á íslandi frá árinu 2008. Mér líður eins og það ástand sem að við erum látin búa við sé orðið algjörlega óþolandi. Mér finnst, og því fólki sem mannar listann með mér, að sú verkalýðsbarátta sem hefur verið rekin hér, að tími hennar sé einfaldlega liðin. Hún hefur ekki skilað okkur þeim lífskjörum sem við teljum okkur eiga rétt á og við teljum að það sé einfaldlega tímabært að breyta um taktík og breyta um áherslur.“

Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, leikskólastarfsmaður sem sækist eftir formennsku í Eflingu, næst stærsta stéttarfélagi landsins. Sólveig er gestur sjónvarpsþáttar Kjarnans sem frumsýndur verður á Hringbraut í kvöld klukkan 21. Þar verður til umræðu stéttabarátta og kafað verður í hvað það er sem veldur að kaflaskil virðast vera í henni nú um stundir á sama tíma og efnahagslegar aðstæður í íslensku hagkerfi eru sagðar betri en nokkru sinni áður. Auk Sólveigar verður Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gestur þáttarins. Hægt er að sjá brot úr þætti mánaðarins hér að ofan.

Sólveig segir að það sé ekki hægt að sætta sig lengur við að láglaunafólk eigi eitt að bera ábyrgð á því að stöðugleiki haldist á Íslandi með því að samþykkja að lifa lífi sem sé ekki mannsæmandi. „Þessi samfélagslegi samningur sem okkur er gert að lifa undir, hann einfaldlega hentar okkur ekki.“

Auglýsing

Láglaunafólki sé gert að búa við mikið óréttlæti í „stéttskiptu arðránssamfélagi“ þar sem það fái laun sem það geti ekki lifað af, þurfi að vinna í fleiri en einni vinnu, geti ekki lagt nokkuð fyrir og geti ekki tryggt efnahagslegt öryggi. Eftir húsnæðismarkaðurinn fór á flug með tilheyrandi verðhækkunum á eignum og leigu hafi staðan síðan versnað mjög mikið. „Við teljum að það sé þörf á miklum breytingum til þess að við séum ekki einfaldlega bara vinnuafl á útsölu. Manneskjur sem njóti fullra réttinda og eigi rétt á góðu og mannsæmandi lífi.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá Keflavíkurflugvelli.
Segja Ísland geta orðið miðstöð flugs á norðurslóðum
Í skýrslu starfshóps um efnahagstækifæri á norðurslóðum er sagt mikilvægt að flugi frá Íslandi til Rússlands og Kína verði komið á, enda hafi kínverskir ferðamenn mikinn áhuga á ferðum til norðurslóða. Þá séu tækifæri fólgin í betri tengingu við Grænland.
Kjarninn 14. maí 2021
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent