Krefjast breytinga á byssulöggjöfinni

Nemendur við Stoneman Douglas High School í Flórída heimsóttu Hvítahúsið og kröfðust breytinga á byssulöggjöfinni.

h_53647472.jpg Donald Trump forseti bandaríkin
Auglýsing

Nem­endur við Sto­neman Dou­glas High School í Flór­ída, þar sem 17 voru drepnir í skotárás 14. febr­úar síð­ast­lið­inn og fjórir til við­bótar særðir alvar­lega, heim­sóttu Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta í Hvíta húsið og kröfð­ust breyt­inga á byssu­lög­gjöf­inn­i. 

„Við munum ekki hætta, við krefj­umst aðgerða,“ sagði Justin Gru­ber, nem­andi á sext­ánda ári við skól­ann, þegar hann ávarp­aði for­set­ann. 

Í salnum voru sam­an­komnir nem­end­ur, for­eldrar fórn­ar­lamba og margir af æðstu ráða­mönnum Banda­ríkj­anna. Ung­menni úr skól­anum fluttu kjarn­yrtar ræður þar sem orð­unum var beint að ráða­mönn­um, og var krafa gerð um breyt­ingar á byssu­lög­gjöf­inn­i. 

Auglýsing

Töldu þau með öllu óásætt­an­legt að það væri yfir höfuð hægt, að kaupa árás­ar­vopn af ýmsu tagi í versl­un­um, án nokk­urra vand­kvæða. Á þessu ári hafa verið fram­kvæmdar 18 skotárásir í skólum í Banda­ríkj­un­um. Að með­al­tali hafa látið lífið um 3,6 af hverjum 100 þús­und íbúum vegna skotárása árlega í Banda­ríkj­un­um, en með­al­tölin í flestum þró­uðum ríkjum heims­ins eru á bil­inu 0,1 til 0,3 á hverja hund­rað þús­und íbúa.

Don­ald J. Trump Banda­ríkja­for­seti sagði á fund­inum að hann teldi koma til greina að kenn­arar myndu bera vopn „til að tryggja örygg­i“. Hann sagði að þetta gæti þó aðeins átt við um fólk sem kynni að fara með skot­vopn.

Hann sagð­ist ætla að beita sér fyrir því að bak­grunns­at­hug­anir þeirra sem keyptu skot­vopn yrðu ítar­legri og betri. Hann lof­aði nem­end­unum og aðstand­endum þeirra sem féllu, að grípa til aðgerða. „Í þetta skiptið munum við gera eitt­hvað,“ sagði hann.

Tvenn stór mót­mæli hafa nú þegar verið skipu­lögð, á lands­vísu, undir yfir­skrift­inni; nú er nóg komið (En­ough is enoug­h). Þau fara fram 14. mars, þegar nem­endur í gagn­fræði­skólum í Banda­ríkj­unum ætla að yfir­gefa skól­ann til að mót­mæla, og síðan 24. mars, þegar ung­menni ætla að mót­mæla í skipu­lögðum mót­mæla­göngum vítt og breitt um Banda­rík­in.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lítið eftir af veiðigjöldunum þegar búið er að standa straum af eftirliti og rannsóknum
Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna eftirlits og rannsókna vegna fiskveiða og -vinnslu munu líklega nema um 7 milljörðum króna á þessu ári. Árin 2015-2020 voru álögð veiðigjöld að meðaltali 7,4 milljarðar á verðlagi ársins 2020.
Kjarninn 8. mars 2021
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Drífa Snædal, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir
Leiðréttum skakkt verðmætamat – Greiðum konum mannsæmandi laun
Kjarninn 8. mars 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
8. mars 2021
Kjarninn 8. mars 2021
Einkaneysla Íslendinga í fyrra var mun meiri en helstu greiningaraðilar gerðu ráð fyrir
Sérfræðingar ofmátu samdráttinn
Síðasta ár fór ekki nákvæmlega eins og sérfræðingar þriggja stærstu bankanna, Seðlabankans, Viðskiptaráðs, ASÍ eða ríkisstjórnarinnar spáðu fyrir um í þeim 15 hagspám sem gerðar hafa verið frá síðustu apríllokum.
Kjarninn 8. mars 2021
Kári Jónasson og Skúli Jóhannsson
Hugmynd um sæstreng frá Straumsvík til Suðurnesja endurvakin
Kjarninn 8. mars 2021
Fasteignafélagið Eik tapaði mikið á rekstri hótels 1919, sem er í eigu þess
6 milljarða samdráttur í rekstri fasteignafélaganna
Fasteignafélögin Reitir, Reginn og Eik högnuðust öll á rekstri sínum í fyrra. Þó var hagnaðurinn töluvert minni en á síðasta ári, en samkvæmt félögunum leiddi heimsfaraldurinn til mikils samdráttar í tekjum.
Kjarninn 8. mars 2021
Steinunn Böðvarsdóttir, sérfræðingur á hagdeild VR
Lýðræði á vinnustöðum mun meira á hinum Norðurlöndunum
Sérfræðingur hjá VR segir starfsfólk hérlendis ekki geta haft jafnmikil áhrif á ákvarðanir sem varða vinnustaði þeirra og starfsmenn á hinum Norðurlöndunum í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent