Krefjast breytinga á byssulöggjöfinni

Nemendur við Stoneman Douglas High School í Flórída heimsóttu Hvítahúsið og kröfðust breytinga á byssulöggjöfinni.

h_53647472.jpg Donald Trump forseti bandaríkin
Auglýsing

Nem­endur við Sto­neman Dou­glas High School í Flór­ída, þar sem 17 voru drepnir í skotárás 14. febr­úar síð­ast­lið­inn og fjórir til við­bótar særðir alvar­lega, heim­sóttu Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta í Hvíta húsið og kröfð­ust breyt­inga á byssu­lög­gjöf­inn­i. 

„Við munum ekki hætta, við krefj­umst aðgerða,“ sagði Justin Gru­ber, nem­andi á sext­ánda ári við skól­ann, þegar hann ávarp­aði for­set­ann. 

Í salnum voru sam­an­komnir nem­end­ur, for­eldrar fórn­ar­lamba og margir af æðstu ráða­mönnum Banda­ríkj­anna. Ung­menni úr skól­anum fluttu kjarn­yrtar ræður þar sem orð­unum var beint að ráða­mönn­um, og var krafa gerð um breyt­ingar á byssu­lög­gjöf­inn­i. 

Auglýsing

Töldu þau með öllu óásætt­an­legt að það væri yfir höfuð hægt, að kaupa árás­ar­vopn af ýmsu tagi í versl­un­um, án nokk­urra vand­kvæða. Á þessu ári hafa verið fram­kvæmdar 18 skotárásir í skólum í Banda­ríkj­un­um. Að með­al­tali hafa látið lífið um 3,6 af hverjum 100 þús­und íbúum vegna skotárása árlega í Banda­ríkj­un­um, en með­al­tölin í flestum þró­uðum ríkjum heims­ins eru á bil­inu 0,1 til 0,3 á hverja hund­rað þús­und íbúa.

Don­ald J. Trump Banda­ríkja­for­seti sagði á fund­inum að hann teldi koma til greina að kenn­arar myndu bera vopn „til að tryggja örygg­i“. Hann sagði að þetta gæti þó aðeins átt við um fólk sem kynni að fara með skot­vopn.

Hann sagð­ist ætla að beita sér fyrir því að bak­grunns­at­hug­anir þeirra sem keyptu skot­vopn yrðu ítar­legri og betri. Hann lof­aði nem­end­unum og aðstand­endum þeirra sem féllu, að grípa til aðgerða. „Í þetta skiptið munum við gera eitt­hvað,“ sagði hann.

Tvenn stór mót­mæli hafa nú þegar verið skipu­lögð, á lands­vísu, undir yfir­skrift­inni; nú er nóg komið (En­ough is enoug­h). Þau fara fram 14. mars, þegar nem­endur í gagn­fræði­skólum í Banda­ríkj­unum ætla að yfir­gefa skól­ann til að mót­mæla, og síðan 24. mars, þegar ung­menni ætla að mót­mæla í skipu­lögðum mót­mæla­göngum vítt og breitt um Banda­rík­in.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Ferðaþjónustufyrirtæki axli þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki
ASÍ kallar eftir því að loforð Lífskjarasamninganna um lagalegar heimildir til refsinga vegna brota á kjarasamningum verði uppfyllt, enda sé ólíðandi að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófnaður, viðgangist refsilaust.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent