Endanlegur listi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor, liggur nú fyrir. Eins og Kjarninn hafði áður greint frá, þá er Marta Guðjónsdóttir eini borgarfulltrúinn sem tekur sæti á lista flokksins af sitjandi borgarfulltrúum, og því er endurnýjun á listanum mikil.
Eyþór Arnalds leiðir listann og er Hildur Björnsdóttir í öðru sæti. Sjá má lista yfir 11 efstu sæti flokksins hér að neðan, og póstnúmer heimilisfangs hvers frambjóðanda, hér að neðan.
1. Eyþór Laxdal Arnalds framkvæmdastjóri 101
2. Hildur Björnsdóttir lögfræðingur 107
3. Valgerður Sigurðardóttir skrifstofu og þjónustustjóri 112
4. Egill Þór Jónsson Teymisstjóri hjá velferðarsviði Reykjavíkur 111
5. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi og kennari 101
6. Katrín Atladóttir forritari 105
7. Örn Þórðarson framhaldsskólakennari og varaborgarfulltrúi 105
8. Björn Gíslason varaborgarfulltrúi 110
9. Jórunn Pála Jónasdóttir lögfræðingur 109
10. Alexander Witold Bogdanski viðskiptafræðingur 112
11. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir sálfræðinemi 101
Fréttin verður uppfærð.