Áform forsætisráðherra verði að fela í sér viðurkenningu á lýðræðislegum grundvallargildum

Stjórnarskrárfélagið lýsir yfir áhyggjum af því fyrirkomulagi sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggur til um fyrirhugaða endurskoðun stjórnarskrár.

Stjórnarskrá Íslands
Auglýsing

Stjórn­ar­skrár­fé­lagið lýsir yfir áhyggjum af því fyr­ir­komu­lagi sem Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra leggur til um fyr­ir­hug­aða end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár sem hún kynnti þann 22. jan­úar síð­ast­lið­inn, ekki síst í ljósi sögu­legrar reynslu og þess sem á undan er geng­ið. Auk þess að gera athuga­semdir við til­lögu for­sæt­is­ráð­herra leggur Stjórn­ar­skrár­fé­lagið til skil­virkara og rétt­lát­ara fyr­ir­komu­lag.

Þetta kemur fram í ályktun stjórnar Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins sem birt var í dag vegna minn­is­blaðs for­sæt­is­ráð­herra varð­andi end­ur­skoð­un­ina. 

Segir jafn­framt í álykt­un­inni að Stjórn­ar­skrár­fé­lagið fagni öllum ein­lægum áformum um að ljúka heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar. Löngu sé tíma­bært að ljúka því ferli sem hófst í kjöl­far Hruns­ins með víð­tækri þátt­töku almenn­ings og bar svo ríku­legan ávöxt. 

Auglýsing

Heild­ar­end­ur­skoðun áfanga­skipt

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra kynnti for­mönnum þeirra flokka sem eiga full­trúa á Alþingi til­lögu að fyr­ir­komu­lagi stjórn­ar­skrár­vinnu á kom­andi kjör­tíma­bili þann 22. jan­úar síð­ast­lið­inn. Sú til­laga bygg­ist á umræðum sem for­menn flokka áttu um þessi mál á síð­asta kjör­tíma­bili. Til­lagan bygg­ist á þeirri fram­tíð­ar­sýn að núgild­andi stjórn­ar­skrá verði end­ur­skoðuð í heild á þessu og næsta kjör­tíma­bili. Mark­miðið er að þegar þess­ari heild­stæðu yfir­ferð verði lokið end­ur­spegli íslenska stjórn­ar­skráin sem best sam­eig­in­leg grunn­gildi þjóð­ar­innar og renni traustum stoðum undir lýð­ræð­is­legt rétt­ar­ríki þar sem vernd mann­rétt­inda er tryggð. Þetta kom fram í frétt for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins í jan­úar síð­ast­liðn­um. 

Segir enn­fremur í frétt­inni að gert sé ráð fyrir því að heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar verði áfanga­skipt. Allir flokkar sem sæti eiga á Alþingi vinni sam­eig­in­lega að því að fara skipu­lega og heild­stætt yfir stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins og til­lögur sem fram hafa komið á und­an­förnum árum með það fyrir augum að vinna að breyt­ing­ar­til­lögum sem lagðar yrðu fyrir Alþingi hverju sinni í breiðri sátt að und­an­gengnu víð­tæku sam­ráði. Hlið­sjón verði höfð af þeirri vinnu sem lögð hefur verið í end­ur­skoðun á und­an­förnum árum, sam­an­ber til dæmis þjóð­fund, stjórn­laga­nefnd og stjórn­laga­ráð auk starfa stjórn­ar­skrár­nefnda árin 2005 til 2007 og árin 2013 til 2016, þeirri miklu sam­fé­lags­legu umræðu sem átt hefur sér stað, umræðu og nefnda­vinnu á Alþingi, auk afstöðu kjós­enda að því marki sem hún hefur þegar komið fram. Vinnan verði unnin með eins opnum og gagn­sæjum hætti og mögu­legt er.

Lýð­ræð­is­leg nið­ur­staða sé virt

Segir í ályktun stjórnar Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins að áform for­sæt­is­ráð­herra verði að fela í sér við­ur­kenn­ingu á lýð­ræð­is­legum grund­vall­ar­gild­um, í orði og í verki. Það sé lyk­il­at­riði ef ljúka á end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar sóma­sam­lega og far­sæl­lega fyrir land og þjóð. Þau grund­vall­ar­gildi séu meðal ann­ars að lýð­ræð­is­leg nið­ur­staða lög­mætra kosn­inga sé virt og við­ur­kennt að upp­spretta rík­is­valds sé hjá þjóð­inni. „Stað­reyndin sem eng­inn stjórn­mála­flokkur má leyfa sér að líta fram­hjá er sú, að end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar fór fram í kjöl­far Hruns­ins í löngu og lýð­ræð­is­legu ferli með mik­illi þátt­töku almenn­ings þannig að vakið hefur athygli og aðdáun víða um heim. Nið­ur­staða þess ferlis voru til­lögur að nýrri stjórn­ar­skrá sem hlutu braut­ar­gengi með 2/3 hlutum atkvæða í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu 20. októ­ber 2012,“ segir í álykt­un­inn­i. 

Enn­fremur segir að þær til­lög­ur, „nýja stjórn­ar­skrá­in“ sem svo er nefnd, hljóti að verða útgangs­punkt­ur­inn þegar ljúka á ferli end­ur­skoð­un­ar­inn­ar. „Ef stjórn­mála­flokkar á Alþingi treysta ekki þjóð­inni, hví skyldi þjóðin þá treysta stjórn­mála­flokk­un­um? Frum­varp að nýrri og end­ur­skoð­aðri stjórn­ar­skrá lá fyrir full­búið af hálfu Alþingis í mars 2013, frum­varp sem var efn­is­lega í sam­ræmi við nið­ur­stöðu Þjóð­fundar 2010, til­lög­ur Stjórn­laga­ráðs og nið­ur­stöður þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu árið 2012. Í frum­varpi Alþingis hafði jafn­framt verið brugð­ist við athuga­semdum Fen­eyj­ar­nefnd­ar­innar og fjöl­margra ann­arra. Í því ­ljósi er full­kom­lega ástæðu­laust að draga end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar í heil tvö kjör­tíma­bil, átta ár. Víð­tæk sátt sýndi sig vera um til­lögur að hinni nýju stjórn­ar­skrá meðal almenn­ings. Ósætti og ósam­komu­lag milli stjórn­mála­flokka á Alþingi á ekki og má ekki standa í vegi fyrir þeirri sátt. Þrátt fyrir allt er eng­inn ágrein­ingur um að þjóðin er stjórn­ar­skrár­gjaf­inn þótt Alþingi sam­þykki að form­inu til lög­fest­ingu nýrrar stjórn­ar­skrár.“

Kalla saman almenna borg­ara með slembivali

Stjórn­ar­skrár­fé­lagið leggur til að eft­ir­far­andi orð Ragn­ars Aðal­steins­sonar lög­manns verði höfð að leið­ar­ljósi við að ljúka stjórn­ar­skrár­ferl­inu en þau voru sett fram með hlið­sjón af því lýð­ræð­is­lega ferli sem fæddi af sér nýju stjórn­ar­skrána. „Þeim, sem hafa hug á að end­ur­semja og breyta til­lögum ráðs­ins, er vandi á hönd­um, því færa má að því rök að þeir, sem það reyna, verði að færa á það ótví­ræðar sönnur að breyt­ing­ar­til­lögur þeirra séu betur til þess fallnar að treysta almanna­hag en til­lögur ráðs­ins,“ segir Ragn­ar.

Jafn­framt segir í álykt­un­inni að ef ætl­unin sé að virkja almenn­ing til að ljúka stjórn­ar­skrár­ferl­inu, líkt og minn­is­blað for­sæt­is­ráð­herra gefi fyr­ir­heit um, telur Stjórn­ar­skrár­fé­lagið áríð­andi að það sé gert strax í byrj­un. Fyrsta skrefið í ferl­inu þyrfti að vera að kalla saman almenna borg­ara með slembivali og fela þeim að yfir­fara til­lög­urnar sem liggja fyr­ir. Það mætti gera með þjóð­fund­ar­fyr­ir­komu­lagi eða rök­ræðukönn­unum eftir atvik­um.

Tak­markið hljóti að vera að end­ur­spegla sjón­ar­mið borg­ar­anna í stjórn­ar­skránni svo hún gegni hlut­verki sínu sem sam­fé­lags­sátt­máli og grunn­lög þjóð­ar­inn­ar. Meira en sjö­tíu ára ­reynsla Íslend­inga af stjórn­ar­skrár­nefndum þings­ins hljóti að telj­ast sönnun þess að einskis árang­urs er að vænta af slíkri nefnd. „Árið er 2018 og við­eig­andi að hin nýja stjórn­ar­skrá yrði lög­fest á 100 ára full­veld­is­af­mæli íslenska rík­is­ins þann 1. des­em­ber næst­kom­andi. Full­veldið er þjóð­ar­inn­ar, þjóðin er ­stjórn­ar­skrár­gjaf­inn og frá henni er allt rík­is­vald sprott­ið.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.
Verkfalli blaðamanna aflýst
Tólf tíma verkfalli félaga í Blaðamannafélagi Íslands hefur verið aflýst. Samningur SA verður borinn undir félagsmenn.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Segir væntanlegt starfsfólk Play „varla að vita kaup og kjör“
Forseti ASÍ hvetur Play til að birta kjarasamninga sem það hefur gert um störf flugliða. Hún segir að undirboð á vinnumarkaði verði ekki liðin. Play telur sig hafa náð allt að 37 prósent kostnaðarlækkun vegna launa.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Milli tveggja heima – Pólskur veruleiki á Íslandi
Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á síðustu áratugum og er ein breytan þar gífurlegur fjöldi innflytjenda sem hefur ákveðið að taka sitt hafurtask, söðla um og flytjast landa á milli.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent