Áform forsætisráðherra verði að fela í sér viðurkenningu á lýðræðislegum grundvallargildum

Stjórnarskrárfélagið lýsir yfir áhyggjum af því fyrirkomulagi sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggur til um fyrirhugaða endurskoðun stjórnarskrár.

Stjórnarskrá Íslands
Auglýsing

Stjórn­ar­skrár­fé­lagið lýsir yfir áhyggjum af því fyr­ir­komu­lagi sem Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra leggur til um fyr­ir­hug­aða end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár sem hún kynnti þann 22. jan­úar síð­ast­lið­inn, ekki síst í ljósi sögu­legrar reynslu og þess sem á undan er geng­ið. Auk þess að gera athuga­semdir við til­lögu for­sæt­is­ráð­herra leggur Stjórn­ar­skrár­fé­lagið til skil­virkara og rétt­lát­ara fyr­ir­komu­lag.

Þetta kemur fram í ályktun stjórnar Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins sem birt var í dag vegna minn­is­blaðs for­sæt­is­ráð­herra varð­andi end­ur­skoð­un­ina. 

Segir jafn­framt í álykt­un­inni að Stjórn­ar­skrár­fé­lagið fagni öllum ein­lægum áformum um að ljúka heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar. Löngu sé tíma­bært að ljúka því ferli sem hófst í kjöl­far Hruns­ins með víð­tækri þátt­töku almenn­ings og bar svo ríku­legan ávöxt. 

Auglýsing

Heild­ar­end­ur­skoðun áfanga­skipt

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra kynnti for­mönnum þeirra flokka sem eiga full­trúa á Alþingi til­lögu að fyr­ir­komu­lagi stjórn­ar­skrár­vinnu á kom­andi kjör­tíma­bili þann 22. jan­úar síð­ast­lið­inn. Sú til­laga bygg­ist á umræðum sem for­menn flokka áttu um þessi mál á síð­asta kjör­tíma­bili. Til­lagan bygg­ist á þeirri fram­tíð­ar­sýn að núgild­andi stjórn­ar­skrá verði end­ur­skoðuð í heild á þessu og næsta kjör­tíma­bili. Mark­miðið er að þegar þess­ari heild­stæðu yfir­ferð verði lokið end­ur­spegli íslenska stjórn­ar­skráin sem best sam­eig­in­leg grunn­gildi þjóð­ar­innar og renni traustum stoðum undir lýð­ræð­is­legt rétt­ar­ríki þar sem vernd mann­rétt­inda er tryggð. Þetta kom fram í frétt for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins í jan­úar síð­ast­liðn­um. 

Segir enn­fremur í frétt­inni að gert sé ráð fyrir því að heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar verði áfanga­skipt. Allir flokkar sem sæti eiga á Alþingi vinni sam­eig­in­lega að því að fara skipu­lega og heild­stætt yfir stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins og til­lögur sem fram hafa komið á und­an­förnum árum með það fyrir augum að vinna að breyt­ing­ar­til­lögum sem lagðar yrðu fyrir Alþingi hverju sinni í breiðri sátt að und­an­gengnu víð­tæku sam­ráði. Hlið­sjón verði höfð af þeirri vinnu sem lögð hefur verið í end­ur­skoðun á und­an­förnum árum, sam­an­ber til dæmis þjóð­fund, stjórn­laga­nefnd og stjórn­laga­ráð auk starfa stjórn­ar­skrár­nefnda árin 2005 til 2007 og árin 2013 til 2016, þeirri miklu sam­fé­lags­legu umræðu sem átt hefur sér stað, umræðu og nefnda­vinnu á Alþingi, auk afstöðu kjós­enda að því marki sem hún hefur þegar komið fram. Vinnan verði unnin með eins opnum og gagn­sæjum hætti og mögu­legt er.

Lýð­ræð­is­leg nið­ur­staða sé virt

Segir í ályktun stjórnar Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins að áform for­sæt­is­ráð­herra verði að fela í sér við­ur­kenn­ingu á lýð­ræð­is­legum grund­vall­ar­gild­um, í orði og í verki. Það sé lyk­il­at­riði ef ljúka á end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar sóma­sam­lega og far­sæl­lega fyrir land og þjóð. Þau grund­vall­ar­gildi séu meðal ann­ars að lýð­ræð­is­leg nið­ur­staða lög­mætra kosn­inga sé virt og við­ur­kennt að upp­spretta rík­is­valds sé hjá þjóð­inni. „Stað­reyndin sem eng­inn stjórn­mála­flokkur má leyfa sér að líta fram­hjá er sú, að end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar fór fram í kjöl­far Hruns­ins í löngu og lýð­ræð­is­legu ferli með mik­illi þátt­töku almenn­ings þannig að vakið hefur athygli og aðdáun víða um heim. Nið­ur­staða þess ferlis voru til­lögur að nýrri stjórn­ar­skrá sem hlutu braut­ar­gengi með 2/3 hlutum atkvæða í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu 20. októ­ber 2012,“ segir í álykt­un­inn­i. 

Enn­fremur segir að þær til­lög­ur, „nýja stjórn­ar­skrá­in“ sem svo er nefnd, hljóti að verða útgangs­punkt­ur­inn þegar ljúka á ferli end­ur­skoð­un­ar­inn­ar. „Ef stjórn­mála­flokkar á Alþingi treysta ekki þjóð­inni, hví skyldi þjóðin þá treysta stjórn­mála­flokk­un­um? Frum­varp að nýrri og end­ur­skoð­aðri stjórn­ar­skrá lá fyrir full­búið af hálfu Alþingis í mars 2013, frum­varp sem var efn­is­lega í sam­ræmi við nið­ur­stöðu Þjóð­fundar 2010, til­lög­ur Stjórn­laga­ráðs og nið­ur­stöður þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu árið 2012. Í frum­varpi Alþingis hafði jafn­framt verið brugð­ist við athuga­semdum Fen­eyj­ar­nefnd­ar­innar og fjöl­margra ann­arra. Í því ­ljósi er full­kom­lega ástæðu­laust að draga end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar í heil tvö kjör­tíma­bil, átta ár. Víð­tæk sátt sýndi sig vera um til­lögur að hinni nýju stjórn­ar­skrá meðal almenn­ings. Ósætti og ósam­komu­lag milli stjórn­mála­flokka á Alþingi á ekki og má ekki standa í vegi fyrir þeirri sátt. Þrátt fyrir allt er eng­inn ágrein­ingur um að þjóðin er stjórn­ar­skrár­gjaf­inn þótt Alþingi sam­þykki að form­inu til lög­fest­ingu nýrrar stjórn­ar­skrár.“

Kalla saman almenna borg­ara með slembivali

Stjórn­ar­skrár­fé­lagið leggur til að eft­ir­far­andi orð Ragn­ars Aðal­steins­sonar lög­manns verði höfð að leið­ar­ljósi við að ljúka stjórn­ar­skrár­ferl­inu en þau voru sett fram með hlið­sjón af því lýð­ræð­is­lega ferli sem fæddi af sér nýju stjórn­ar­skrána. „Þeim, sem hafa hug á að end­ur­semja og breyta til­lögum ráðs­ins, er vandi á hönd­um, því færa má að því rök að þeir, sem það reyna, verði að færa á það ótví­ræðar sönnur að breyt­ing­ar­til­lögur þeirra séu betur til þess fallnar að treysta almanna­hag en til­lögur ráðs­ins,“ segir Ragn­ar.

Jafn­framt segir í álykt­un­inni að ef ætl­unin sé að virkja almenn­ing til að ljúka stjórn­ar­skrár­ferl­inu, líkt og minn­is­blað for­sæt­is­ráð­herra gefi fyr­ir­heit um, telur Stjórn­ar­skrár­fé­lagið áríð­andi að það sé gert strax í byrj­un. Fyrsta skrefið í ferl­inu þyrfti að vera að kalla saman almenna borg­ara með slembivali og fela þeim að yfir­fara til­lög­urnar sem liggja fyr­ir. Það mætti gera með þjóð­fund­ar­fyr­ir­komu­lagi eða rök­ræðukönn­unum eftir atvik­um.

Tak­markið hljóti að vera að end­ur­spegla sjón­ar­mið borg­ar­anna í stjórn­ar­skránni svo hún gegni hlut­verki sínu sem sam­fé­lags­sátt­máli og grunn­lög þjóð­ar­inn­ar. Meira en sjö­tíu ára ­reynsla Íslend­inga af stjórn­ar­skrár­nefndum þings­ins hljóti að telj­ast sönnun þess að einskis árang­urs er að vænta af slíkri nefnd. „Árið er 2018 og við­eig­andi að hin nýja stjórn­ar­skrá yrði lög­fest á 100 ára full­veld­is­af­mæli íslenska rík­is­ins þann 1. des­em­ber næst­kom­andi. Full­veldið er þjóð­ar­inn­ar, þjóðin er ­stjórn­ar­skrár­gjaf­inn og frá henni er allt rík­is­vald sprott­ið.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent