Áform forsætisráðherra verði að fela í sér viðurkenningu á lýðræðislegum grundvallargildum

Stjórnarskrárfélagið lýsir yfir áhyggjum af því fyrirkomulagi sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggur til um fyrirhugaða endurskoðun stjórnarskrár.

Stjórnarskrá Íslands
Auglýsing

Stjórn­ar­skrár­fé­lagið lýsir yfir áhyggjum af því fyr­ir­komu­lagi sem Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra leggur til um fyr­ir­hug­aða end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár sem hún kynnti þann 22. jan­úar síð­ast­lið­inn, ekki síst í ljósi sögu­legrar reynslu og þess sem á undan er geng­ið. Auk þess að gera athuga­semdir við til­lögu for­sæt­is­ráð­herra leggur Stjórn­ar­skrár­fé­lagið til skil­virkara og rétt­lát­ara fyr­ir­komu­lag.

Þetta kemur fram í ályktun stjórnar Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins sem birt var í dag vegna minn­is­blaðs for­sæt­is­ráð­herra varð­andi end­ur­skoð­un­ina. 

Segir jafn­framt í álykt­un­inni að Stjórn­ar­skrár­fé­lagið fagni öllum ein­lægum áformum um að ljúka heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar. Löngu sé tíma­bært að ljúka því ferli sem hófst í kjöl­far Hruns­ins með víð­tækri þátt­töku almenn­ings og bar svo ríku­legan ávöxt. 

Auglýsing

Heild­ar­end­ur­skoðun áfanga­skipt

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra kynnti for­mönnum þeirra flokka sem eiga full­trúa á Alþingi til­lögu að fyr­ir­komu­lagi stjórn­ar­skrár­vinnu á kom­andi kjör­tíma­bili þann 22. jan­úar síð­ast­lið­inn. Sú til­laga bygg­ist á umræðum sem for­menn flokka áttu um þessi mál á síð­asta kjör­tíma­bili. Til­lagan bygg­ist á þeirri fram­tíð­ar­sýn að núgild­andi stjórn­ar­skrá verði end­ur­skoðuð í heild á þessu og næsta kjör­tíma­bili. Mark­miðið er að þegar þess­ari heild­stæðu yfir­ferð verði lokið end­ur­spegli íslenska stjórn­ar­skráin sem best sam­eig­in­leg grunn­gildi þjóð­ar­innar og renni traustum stoðum undir lýð­ræð­is­legt rétt­ar­ríki þar sem vernd mann­rétt­inda er tryggð. Þetta kom fram í frétt for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins í jan­úar síð­ast­liðn­um. 

Segir enn­fremur í frétt­inni að gert sé ráð fyrir því að heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar verði áfanga­skipt. Allir flokkar sem sæti eiga á Alþingi vinni sam­eig­in­lega að því að fara skipu­lega og heild­stætt yfir stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins og til­lögur sem fram hafa komið á und­an­förnum árum með það fyrir augum að vinna að breyt­ing­ar­til­lögum sem lagðar yrðu fyrir Alþingi hverju sinni í breiðri sátt að und­an­gengnu víð­tæku sam­ráði. Hlið­sjón verði höfð af þeirri vinnu sem lögð hefur verið í end­ur­skoðun á und­an­förnum árum, sam­an­ber til dæmis þjóð­fund, stjórn­laga­nefnd og stjórn­laga­ráð auk starfa stjórn­ar­skrár­nefnda árin 2005 til 2007 og árin 2013 til 2016, þeirri miklu sam­fé­lags­legu umræðu sem átt hefur sér stað, umræðu og nefnda­vinnu á Alþingi, auk afstöðu kjós­enda að því marki sem hún hefur þegar komið fram. Vinnan verði unnin með eins opnum og gagn­sæjum hætti og mögu­legt er.

Lýð­ræð­is­leg nið­ur­staða sé virt

Segir í ályktun stjórnar Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins að áform for­sæt­is­ráð­herra verði að fela í sér við­ur­kenn­ingu á lýð­ræð­is­legum grund­vall­ar­gild­um, í orði og í verki. Það sé lyk­il­at­riði ef ljúka á end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar sóma­sam­lega og far­sæl­lega fyrir land og þjóð. Þau grund­vall­ar­gildi séu meðal ann­ars að lýð­ræð­is­leg nið­ur­staða lög­mætra kosn­inga sé virt og við­ur­kennt að upp­spretta rík­is­valds sé hjá þjóð­inni. „Stað­reyndin sem eng­inn stjórn­mála­flokkur má leyfa sér að líta fram­hjá er sú, að end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar fór fram í kjöl­far Hruns­ins í löngu og lýð­ræð­is­legu ferli með mik­illi þátt­töku almenn­ings þannig að vakið hefur athygli og aðdáun víða um heim. Nið­ur­staða þess ferlis voru til­lögur að nýrri stjórn­ar­skrá sem hlutu braut­ar­gengi með 2/3 hlutum atkvæða í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu 20. októ­ber 2012,“ segir í álykt­un­inn­i. 

Enn­fremur segir að þær til­lög­ur, „nýja stjórn­ar­skrá­in“ sem svo er nefnd, hljóti að verða útgangs­punkt­ur­inn þegar ljúka á ferli end­ur­skoð­un­ar­inn­ar. „Ef stjórn­mála­flokkar á Alþingi treysta ekki þjóð­inni, hví skyldi þjóðin þá treysta stjórn­mála­flokk­un­um? Frum­varp að nýrri og end­ur­skoð­aðri stjórn­ar­skrá lá fyrir full­búið af hálfu Alþingis í mars 2013, frum­varp sem var efn­is­lega í sam­ræmi við nið­ur­stöðu Þjóð­fundar 2010, til­lög­ur Stjórn­laga­ráðs og nið­ur­stöður þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu árið 2012. Í frum­varpi Alþingis hafði jafn­framt verið brugð­ist við athuga­semdum Fen­eyj­ar­nefnd­ar­innar og fjöl­margra ann­arra. Í því ­ljósi er full­kom­lega ástæðu­laust að draga end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar í heil tvö kjör­tíma­bil, átta ár. Víð­tæk sátt sýndi sig vera um til­lögur að hinni nýju stjórn­ar­skrá meðal almenn­ings. Ósætti og ósam­komu­lag milli stjórn­mála­flokka á Alþingi á ekki og má ekki standa í vegi fyrir þeirri sátt. Þrátt fyrir allt er eng­inn ágrein­ingur um að þjóðin er stjórn­ar­skrár­gjaf­inn þótt Alþingi sam­þykki að form­inu til lög­fest­ingu nýrrar stjórn­ar­skrár.“

Kalla saman almenna borg­ara með slembivali

Stjórn­ar­skrár­fé­lagið leggur til að eft­ir­far­andi orð Ragn­ars Aðal­steins­sonar lög­manns verði höfð að leið­ar­ljósi við að ljúka stjórn­ar­skrár­ferl­inu en þau voru sett fram með hlið­sjón af því lýð­ræð­is­lega ferli sem fæddi af sér nýju stjórn­ar­skrána. „Þeim, sem hafa hug á að end­ur­semja og breyta til­lögum ráðs­ins, er vandi á hönd­um, því færa má að því rök að þeir, sem það reyna, verði að færa á það ótví­ræðar sönnur að breyt­ing­ar­til­lögur þeirra séu betur til þess fallnar að treysta almanna­hag en til­lögur ráðs­ins,“ segir Ragn­ar.

Jafn­framt segir í álykt­un­inni að ef ætl­unin sé að virkja almenn­ing til að ljúka stjórn­ar­skrár­ferl­inu, líkt og minn­is­blað for­sæt­is­ráð­herra gefi fyr­ir­heit um, telur Stjórn­ar­skrár­fé­lagið áríð­andi að það sé gert strax í byrj­un. Fyrsta skrefið í ferl­inu þyrfti að vera að kalla saman almenna borg­ara með slembivali og fela þeim að yfir­fara til­lög­urnar sem liggja fyr­ir. Það mætti gera með þjóð­fund­ar­fyr­ir­komu­lagi eða rök­ræðukönn­unum eftir atvik­um.

Tak­markið hljóti að vera að end­ur­spegla sjón­ar­mið borg­ar­anna í stjórn­ar­skránni svo hún gegni hlut­verki sínu sem sam­fé­lags­sátt­máli og grunn­lög þjóð­ar­inn­ar. Meira en sjö­tíu ára ­reynsla Íslend­inga af stjórn­ar­skrár­nefndum þings­ins hljóti að telj­ast sönnun þess að einskis árang­urs er að vænta af slíkri nefnd. „Árið er 2018 og við­eig­andi að hin nýja stjórn­ar­skrá yrði lög­fest á 100 ára full­veld­is­af­mæli íslenska rík­is­ins þann 1. des­em­ber næst­kom­andi. Full­veldið er þjóð­ar­inn­ar, þjóðin er ­stjórn­ar­skrár­gjaf­inn og frá henni er allt rík­is­vald sprott­ið.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent