Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með 35 prósent fylgi, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, en meirihlutinn í borginni heldur þó velli. Hann fengi 12 fulltrúa af 23, samkvæmt könnuninni.
Hringt var í 1.322 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar, en svarhlutfall var rúmlega 60 prósent.
Samfylkingin fengi 27,2 prósent, Vinstri græn 12 prósent og Píratar 8,9 prósent. Samanlagt fylgi þessara flokka er því 48,1 prósent. Viðreisn mælist með 4,2 prósent fylgi, og fengi fulltrúa í borgarstjórn, en Björt framtíð fengi aðeins 0,7 prósent og næði ekki fulltrúa í borgarstjórn.
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna, segir í viðtali við Fréttablaðið að hann stefni að því að fá tólf fulltrúa. „Það kemur svo í ljós hversu margir þeir verða á endanum. En við ætlum allavega að verða stærsti flokkurinn,“ segir Eyþór.