Sjö einstaklingar gefa kost á sér til stjórnar Icelandair Group vegna aðalfundar sem haldinn verður haldinn 8. mars.
Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga, verður ekki í framboði til stjórnar félagsins en hann tók sæti í stjórninni í fyrra.
Einstaklingarnar sjö munu sækjast eftir þeim fimm stjórnarsætum sem í boði eru.
Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota, Ómar Benediktsson, forstjóri Farice, Katrín Olga Jóhannesdóttir, stjórnarformaður viðskiptaráðs og Ásthildur Margrét Otharsdóttir, stjórnarformaður Marel, eru öll fyrir í stjórninni.
Nýju frambjóðendurnir eru Guðmundur Hafsteinsson, frumkvöðull og einn af framkvæmdastjórum Google, Heiðrún Jónsdóttir sem situr í stjórn í Íslandsbanka, Símans og Olís og Helga Viðarsdóttir, stofnandi fyrirtækisins Spakurs.
Markaðsvirði Icelandair nemur nú um 77,5 milljörðum króna, og er félagið næst verðmætasta félagið í kauphöll Íslands, á eftir Marel.
Heildareignir félagsins námu í lok árs 1,4 milljörðum Bandaríkjadala, eða sem nemur um 150 milljörðum króna. Eigið fé félagsins nam rúmlega 590 milljónum Bandaríkjadala í lok árs í fyrra, eða sem nemur um 60 milljörðum króna.