Framsókn vill að alþjóðlegur banki verði fenginn til Íslands

Einn stjórnarflokkanna vill að ríkið komi fram sem virkur hluthafi í þeim bönkum sem það á hlut í. Hann vill líka að stór alþjóðlegur banki verði fenginn inn á íslenskan bankamarkað til að auka samkeppni.

Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins.
Auglýsing

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn vill að stór alþjóð­legur við­skipta­banki verði feng­inn inn á íslenskan banka­markað til að auka sam­keppni. Þá vill flokk­ur­inn að ríkið eigi ráð­andi hlut í einum banka til fram­búðar og að slíkur banki skuli rek­inn með lág­marks­til­kostn­aði og á for­sendum lág­marks­á­hættu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í drögum að stjórn­mála­á­lyktun flokks­ins fyrir kom­andi flokks­þings hans, sem hefst næst­kom­andi föstu­dag.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn situr í rík­is­stjórn og vara­for­maður hans, Lilja Dögg Alfreðs­dótt­ir, situr í ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál og end­ur­skipu­lagn­ingu fjár­mála­kerf­is­ins á samt Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra og Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­mála­ráð­herra. Nú stendur yfir vinna starfs­hóps á vegum stjórn­valda um gerð hvít­­bókar um fram­­tíð­­ar­­sýn fyrir fjár­­­mála­­kerfið á Íslandi. Sá hópur á að skila af sér um miðjan maí.

Vilja að ríkið sé virkur eig­andi

Í drög­unum að stjórn­mála­á­lyktun Fram­sókn­ar­flokks­ins segir enn fremur að nýleg reynsla af öðrum mik­il­vægum neyt­enda­mörk­uðum sýni að „að­koma við­ur­kenndra alþjóð­legra aðila getur skapað umtals­verðan þrýst­ing á inn­lenda sam­keppni neyt­endum til hags­bóta.“ Þess vegna sé eft­ir­sókn­ar­vert að fá alþjóð­legan við­skipta­banka til lands­ins. Þar er að öllum lík­indum vísað í komu fyr­ir­tækja á borð við Costco og H&M til Íslands og áhrif þeirra á sam­keppni í smá­sölu, elds­neyt­is­sölu og sölu fatn­að­ar.

Auglýsing
Framsóknarflokkurinn vill líka að ríkið komi fram sem virkur hlut­hafi í þeim fjár­mála­fyr­ir­tækjum sem það á hlut í, en á und­an­förnum árum hafa verið í gildi ákveðin arms­lengd­ar­sjón­ar­mið til að draga skýra línu milli stjórn­valda og fjár­mála­fyr­ir­tækja í þeirra eigu. Sú afstaða birt­ist meðal ann­ars í því að ríkið hefur ekki skipt sér að því með beinum hætti þegar laun stjórn­enda banka í þess eigu hafa hækkað umtals­vert.

Í drög­unum segir að í því að vera virkur hlut­hafi felist að sett verði „eig­enda­stefna fyrir hvern eign­ar­hlut um sig og þeirri stefnu fram­fylgt af stjórn­ar­fólki sem beri ábyrgð gagn­vart Banka­sýslu rík­is­ins. Eig­enda­stefnan fyrir hvern eign­ar­hlut geti verið mis­mun­andi eftir því hvert kerf­is­legt hlut­verk hver fjár­mála­stofnun skuli hafa að mati rík­is­ins. Með eig­enda­stefn­unni skuli stuðla að sam­keppni og fjöl­breytni á banka­mark­aði og að því marki að lág­marka áhættu rík­is­ins af banka­kerf­in­u.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent