Framsókn vill að alþjóðlegur banki verði fenginn til Íslands

Einn stjórnarflokkanna vill að ríkið komi fram sem virkur hluthafi í þeim bönkum sem það á hlut í. Hann vill líka að stór alþjóðlegur banki verði fenginn inn á íslenskan bankamarkað til að auka samkeppni.

Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins.
Auglýsing

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn vill að stór alþjóð­legur við­skipta­banki verði feng­inn inn á íslenskan banka­markað til að auka sam­keppni. Þá vill flokk­ur­inn að ríkið eigi ráð­andi hlut í einum banka til fram­búðar og að slíkur banki skuli rek­inn með lág­marks­til­kostn­aði og á for­sendum lág­marks­á­hættu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í drögum að stjórn­mála­á­lyktun flokks­ins fyrir kom­andi flokks­þings hans, sem hefst næst­kom­andi föstu­dag.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn situr í rík­is­stjórn og vara­for­maður hans, Lilja Dögg Alfreðs­dótt­ir, situr í ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál og end­ur­skipu­lagn­ingu fjár­mála­kerf­is­ins á samt Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra og Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­mála­ráð­herra. Nú stendur yfir vinna starfs­hóps á vegum stjórn­valda um gerð hvít­­bókar um fram­­tíð­­ar­­sýn fyrir fjár­­­mála­­kerfið á Íslandi. Sá hópur á að skila af sér um miðjan maí.

Vilja að ríkið sé virkur eig­andi

Í drög­unum að stjórn­mála­á­lyktun Fram­sókn­ar­flokks­ins segir enn fremur að nýleg reynsla af öðrum mik­il­vægum neyt­enda­mörk­uðum sýni að „að­koma við­ur­kenndra alþjóð­legra aðila getur skapað umtals­verðan þrýst­ing á inn­lenda sam­keppni neyt­endum til hags­bóta.“ Þess vegna sé eft­ir­sókn­ar­vert að fá alþjóð­legan við­skipta­banka til lands­ins. Þar er að öllum lík­indum vísað í komu fyr­ir­tækja á borð við Costco og H&M til Íslands og áhrif þeirra á sam­keppni í smá­sölu, elds­neyt­is­sölu og sölu fatn­að­ar.

Auglýsing
Framsóknarflokkurinn vill líka að ríkið komi fram sem virkur hlut­hafi í þeim fjár­mála­fyr­ir­tækjum sem það á hlut í, en á und­an­förnum árum hafa verið í gildi ákveðin arms­lengd­ar­sjón­ar­mið til að draga skýra línu milli stjórn­valda og fjár­mála­fyr­ir­tækja í þeirra eigu. Sú afstaða birt­ist meðal ann­ars í því að ríkið hefur ekki skipt sér að því með beinum hætti þegar laun stjórn­enda banka í þess eigu hafa hækkað umtals­vert.

Í drög­unum segir að í því að vera virkur hlut­hafi felist að sett verði „eig­enda­stefna fyrir hvern eign­ar­hlut um sig og þeirri stefnu fram­fylgt af stjórn­ar­fólki sem beri ábyrgð gagn­vart Banka­sýslu rík­is­ins. Eig­enda­stefnan fyrir hvern eign­ar­hlut geti verið mis­mun­andi eftir því hvert kerf­is­legt hlut­verk hver fjár­mála­stofnun skuli hafa að mati rík­is­ins. Með eig­enda­stefn­unni skuli stuðla að sam­keppni og fjöl­breytni á banka­mark­aði og að því marki að lág­marka áhættu rík­is­ins af banka­kerf­in­u.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Mótmælendur komu saman á Austurvelli skömmu eftir að fjölmiðlar greindu frá innihaldi Samherjaskjalanna í nóvember síðastliðnum. Nú virðist sjávarútvegsfyrirtækið vera að mæla almenningsálitið.
Spurt hvað fólki finnist um viðbrögð Samherja við Namibíumálinu
Gallup spurði viðhorfahóp sinn í vikunni um álit á aðgerðum Samherja „í kjölfar ásakana um mútur í Namibíu“. Sjávarútvegsfyrirtækið virðist vera að taka stöðuna á almenningsálitinu, áður en það ræðist í að svara ásökunum í auknum mæli opinberlega.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent