Alþingi greiddi tíu milljónir króna í janúar í breytilegar greiðslur til þingmanna og í ferðakostnað þeirra.
Hæstar eru greiðslur til Ásmundar Friðriksson, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um 950 þúsund krónur. Þetta má sjá út úr yfirliti sem Alþingi hefur birt yfir breytilegar greiðslur til einstakra þingmanna og mánaðarlaun þeirra.
Inn í þeim tölum eru greiðslur vegna aksturs á eigin bíl, kostnaður vegna bílaleigubíla, flugferða og dagpeninga.
Greiðslurnar taka til reikninga sem bárust og voru greiddir í janúar, en kostnaðurinn getur teygt sig yfir lengri tíma, það er líka á seinni part síðasta árs.
Næstur á eftir Ásmundi í röðinni er Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum, en greiðslur til hans námu 688 þúsund krónum.
Þar á eftir koma Þórunn Egilsdóttir, Framsóknarflokki, með 667 þúsund og Oddný Harðardóttir Samfylkingu með 647 þúsund.