Hannes Smárason er hættur sem forstjóri WuXI NextCODE, sem hann tók þátt í að stofna og byggja upp frá árinu 2013. Hannes mun þó áfram verða aðalráðgjafi fyrirtækisins, samkvæmt skrifum Bio-ItWorld, sem er sérhæfður vefur á sviði heilbrigðis- og tæknigeirans.
Rob Brainin, sem verið hefur meðal stjórnenda fyrirtækisins, tekur við forstjórahlutverkinu af Hannesi.
Uppbygging fyrirtækisins hefur verið ævintýri líkust. Fyrir rúmlega þremur árum varð það til þegar Kínversk-bandaríska líftæknifyrirtækið WuXi Pharma Tech keypti NextCODE Health, sem áður var dótturfélag Íslenskrar erfðagreiningar, fyrir 65 milljónir Bandaríkjadala, eða sem nam um 8,4 milljörðum króna miðað við þáverandi gengi.
As of today, I will be passing the baton to Rob Brainin to lead @WuXiNextCODE as CEO. It has been a pleasure to grow the company to a global leader in genomics, and I’m confident that Rob will do a tremendous job as we go into the next phase of the company’s growth & success!
— Hannes Smárason (@hsmarason) March 12, 2018
Um var að ræða ein stærstu viðskipti í íslenskum hugbúnaðargeira frá upphafi.
Sameinað fyrirtæki fékk nafnið WuXi NextCODE Genomics og hefur verið með starfsemi í Kína, Bandaríkjunum og á Íslandi.
Íslensk erfðagreining stofnaði fyrirtækið til að selja sjúkdómsgreiningar til lækna og sjúkrahúsa á Bandaríkjamarkaði í gegnum hugbúnað.
Í september í fyrra var tilkynnt um að fyrirtækið hefði lokið fjármögnun upp á 240 milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur um 24 milljörðum króna.
Fyrir tæpri viku, 7. síðastliðinn, sendu WuXI og Google svo frá sér sameiginlega tilkynningu þar sem greint var frá samstarfi fyrirtækjanna. Framundan er frekari vöxtur og landvinningar á sviði heilbrigðistækni, að því er segir í tilkynningu vegna samstarfsins.
WuXi NextCODE Partners with Google Cloud to provide integrated genomic analysis tools https://t.co/aYbOeOBPBu @GCPcloud @WuXiNextCODE #genomics #bioinformatics #bigdata
— Hannes Smárason (@hsmarason) March 7, 2018