Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að staðan á Íslandi sé mjög góð. „Við værum ekki þar sem við erum ef við hefðum ekki verið heppin. Heppin í þeirri merkingu að við fengum þennan mikla viðskiptakjarabata á síðustu árum.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegu viðtali við Má í sjónvarpsþætti Kjarnans á Hringbraut í kvöld klukkan 21. Hægt er að sjá stiklu úr þættinum í spilaranum hér að ofan.
Í þættinum ræðir Már vítt og breitt um stöðu efnahagsmála, vaxtastigið, um yfirlýsingu sína í morgun um mögulega breytingu á bindiskyldu, þær breytingar sem eru fram undan á fjármálamarkaði og hvaða aðgerðir væru skynsamlegar til að hemja vöxt í ferðaþjónustu og áhrif hans á gengi íslensku krónunnar, svo fátt eitt sé nefnt.